„Þokkaleg sátt“ um ný skilyrði fyrir íshellaferðum Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 07:02 Íshellir í Breiðamerkurjökli. Þeir myndast við leysingu á sumrin og verða aðgengilegir þegar henni lýkur seint á haustin. Undanfarin ár hafa ýmis ferðaþjónustufyrirtæki gert út á sumarferðir í það sem þau kalla íshella en eru í raun svelgir eða vatnsrásir. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir þokkalega sátt ríkja hjá ferðaþjónustufyrirtækjum um ný skilyrði sem voru sett fyrir íshellaferðum eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar. Ferðir eru meðal annars háðar daglegu hættumati. Hert öryggisákvæði um jöklaferðir er að finna í skilmálum nýrra samninga Vatnajökulsþjóðgarðs við ferðaþjónustufyrirtæki sem standa fyrir íshellaferðum. Samningar fyrirtækjanna runnu út í lok september en nú er lokahönd lögð á framlengingu þeirra út nóvember. Hellaferðirnar voru stöðvaðar tímabundið eftir að bandarískur karlmaður lést í ferð með fyrirtækinu Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann í svelg á Breiðamerkurjökli í ágúst. Rannsókn stendur enn yfir á dauða hans. Þá hefur þjóðgarðurinn kært fyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir það sem hann telur ólöglegar framkvæmdir í jöklinum. Niflheimar héldu við svelgnum þar sem ferðamaðurinn lést. Umfangsmikil björgunaraðgerð stóð yfir í hátt í sólarhring eftir slysið í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð fyrir ferðinni hafði ekki yfirsýn yfir hversu margir voru í ferðinni og því var óttast að annar maður leyndist undir ís. Leitinni var hætt daginn eftir slysið þegar ljóst varð að einskis var saknað.Vísir/Vilhelm Skuldbinda sig til þess að fara ekki ef hellir er talinn ótryggur að morgni Samkvæmt nýju skilmálunum þurfa fyrirtækin meðal annars að tilefna reyndan yfirleiðsögumann til þess að taka þátt í matshópi sem gerir daglegt stöðumat á hverjum íshelli og yfirhangandi ísmyndunum eins og ísveggjum og svelgjum. Sé niðurstaða hópsins að aðstæður á tilteknum stað séu ekki öruggar eru fyrirtækin skuldbundin til þess að fara ekki þangað þann dag samkvæmt samningsdrögum sem fyrirtækin fengu send á dögunum. Fyrirtækin afsala sér rétti til þess að gera fjárkröfur á hendur þjóðgarðinum vegna aðgangstakmarkana. Þá er kveðið á um stofnun fagráðs sem á að hafa yfirumsjón með framkvæmd daglegs stöðumats matshópa á íshellum. Auk ferðaþjónustufyrirtækjanna á fagráðið að vera skipað fulltrúum þjóðgarðsins sem Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu (FASK) tilnefna og Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna. Tekið verður gjald af fyrirtækjunum á grundvelli fjölda viðskiptavina til þess að fjármagna fagráðið. Samningsdrögin gera einnig ráð fyrir að fyrirtækin lofi að gera ekkert sem geti rýrt orðspr og trúverðugleika Vatnajökulsþjóðgarðs. Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Stjórnarráðið Móta fyrirkomulagið svo sátt ríki Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir við Vísi að ýmsar athugasemdir hafi borist við skilmálana og nú sé unnið úr þeim. Mögulega verði einhverjar breytingar gerðar á þeim í kjölfarið. „Það voru engin stór atriði. Það virðist vera þokkaleg sátt með þetta fyrirkomulag sem er verið að móta, fagráð og þetta daglega stöðumat. Við höfum verið að þróa það með rekstraraðilunum,“ segir Ingibjörg. Upphaflega stóð til að framlengja fyrri samninga við rekstraraðila um mánuð á meðan nýja fyrirkomulagið væri slípað til. Ákveðið var að gera framlenginguna til tveggja mánaða til þess að veita lengri tíma til þess. Ingibjörg segir að þegar sé unnið eftir nýja fyrirkomulaginu og það virðist ganga vel. Eftir eigi þó að koma kerfinu formlega á. „Það er samráð og íshellarnir eru metnir á hverjum degi af rekstraraðilunum sjálfum. Það er svona verið að móta þetta þannig að allir séu sammála um hvernig þetta er gert,“ segir hún. Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja. 11. október 2024 11:22 Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. 10. október 2024 14:33 Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hert öryggisákvæði um jöklaferðir er að finna í skilmálum nýrra samninga Vatnajökulsþjóðgarðs við ferðaþjónustufyrirtæki sem standa fyrir íshellaferðum. Samningar fyrirtækjanna runnu út í lok september en nú er lokahönd lögð á framlengingu þeirra út nóvember. Hellaferðirnar voru stöðvaðar tímabundið eftir að bandarískur karlmaður lést í ferð með fyrirtækinu Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann í svelg á Breiðamerkurjökli í ágúst. Rannsókn stendur enn yfir á dauða hans. Þá hefur þjóðgarðurinn kært fyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir það sem hann telur ólöglegar framkvæmdir í jöklinum. Niflheimar héldu við svelgnum þar sem ferðamaðurinn lést. Umfangsmikil björgunaraðgerð stóð yfir í hátt í sólarhring eftir slysið í Breiðamerkurjökli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð fyrir ferðinni hafði ekki yfirsýn yfir hversu margir voru í ferðinni og því var óttast að annar maður leyndist undir ís. Leitinni var hætt daginn eftir slysið þegar ljóst varð að einskis var saknað.Vísir/Vilhelm Skuldbinda sig til þess að fara ekki ef hellir er talinn ótryggur að morgni Samkvæmt nýju skilmálunum þurfa fyrirtækin meðal annars að tilefna reyndan yfirleiðsögumann til þess að taka þátt í matshópi sem gerir daglegt stöðumat á hverjum íshelli og yfirhangandi ísmyndunum eins og ísveggjum og svelgjum. Sé niðurstaða hópsins að aðstæður á tilteknum stað séu ekki öruggar eru fyrirtækin skuldbundin til þess að fara ekki þangað þann dag samkvæmt samningsdrögum sem fyrirtækin fengu send á dögunum. Fyrirtækin afsala sér rétti til þess að gera fjárkröfur á hendur þjóðgarðinum vegna aðgangstakmarkana. Þá er kveðið á um stofnun fagráðs sem á að hafa yfirumsjón með framkvæmd daglegs stöðumats matshópa á íshellum. Auk ferðaþjónustufyrirtækjanna á fagráðið að vera skipað fulltrúum þjóðgarðsins sem Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu (FASK) tilnefna og Félags íslenskra fjallaleiðsögumanna. Tekið verður gjald af fyrirtækjunum á grundvelli fjölda viðskiptavina til þess að fjármagna fagráðið. Samningsdrögin gera einnig ráð fyrir að fyrirtækin lofi að gera ekkert sem geti rýrt orðspr og trúverðugleika Vatnajökulsþjóðgarðs. Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Stjórnarráðið Móta fyrirkomulagið svo sátt ríki Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir við Vísi að ýmsar athugasemdir hafi borist við skilmálana og nú sé unnið úr þeim. Mögulega verði einhverjar breytingar gerðar á þeim í kjölfarið. „Það voru engin stór atriði. Það virðist vera þokkaleg sátt með þetta fyrirkomulag sem er verið að móta, fagráð og þetta daglega stöðumat. Við höfum verið að þróa það með rekstraraðilunum,“ segir Ingibjörg. Upphaflega stóð til að framlengja fyrri samninga við rekstraraðila um mánuð á meðan nýja fyrirkomulagið væri slípað til. Ákveðið var að gera framlenginguna til tveggja mánaða til þess að veita lengri tíma til þess. Ingibjörg segir að þegar sé unnið eftir nýja fyrirkomulaginu og það virðist ganga vel. Eftir eigi þó að koma kerfinu formlega á. „Það er samráð og íshellarnir eru metnir á hverjum degi af rekstraraðilunum sjálfum. Það er svona verið að móta þetta þannig að allir séu sammála um hvernig þetta er gert,“ segir hún.
Vatnajökulsþjóðgarður Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja. 11. október 2024 11:22 Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. 10. október 2024 14:33 Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja. 11. október 2024 11:22
Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. 10. október 2024 14:33
Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50