Skítamix til að gera það besta úr vonlausri stöðu Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2024 11:33 Funi stýrir verkefninu fyrir hönd Barna- og fjölskyldustofu. Hann er sér vel meðvitaður um áhyggjur starfsfólks af hinu nýja húsnæði. vísir/vilhelm Til stendur að skipta starfsemi Stuðla upp og flytja hluta hennar frá Grafarvogi, þar sem hún hefur verið, upp í Mosfellsbæ. Í nýtt húsnæði sem starfsmenn segja ekki henta. Þar hefur fundist mygla og húsnæðið er ekki hannað fyrir starfsemi að þessu tagi. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu segir þetta skítamix - verið sé að reyna að gera það besta úr vonlausri stöðu. Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla segir í samtali við Vísi um vanræktan málaflokk að ræða. Hans tilfinning er sú að þau séu lítil og um sé að ræða „kúnnahóp“ sem fáir láti sig nokkru skipta. „Við erum svo lítil að þetta skiptir ekki öllu máli. Fáir sem eru undir, það er mín tilfinning; þetta er ekki sterkur kúnnahópur.“ Ætla ekki inn í mygluhúsnæði Morðið á menningarnótt, og fleiri fréttir, hafa breytt þessu að einhverju leyti og nú hefur Barna- og fjölskyldustofa fengið auknar fjárheimildir til að bregðast við. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði nýlega afar brýnt að bregðast við stöðunni sem upp er komin á Stuðlum. „Þar erum við komin með marga einstaklinga sem eru komnir þangað í gæslu. Stuðlar eru hugsaðir sem meðferðarúrræði en geta ekki sinnt því núna því það er að hluta til orðið gæsluvarðhaldsfangelsi. En þarna er líka vöktun með einstaklingum sem á því þurfa að halda.“ Að sögn Funa er um að ræða um 200 milljónir á þessu ári og um 230 á næsta ári. Stuðlar eru meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára og skiptist í þrjár deildir sem eru neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og svo stuðningsheimilið Fannafold. Meðferðarheimilinu Lækjarbakka þurfti að loka nýverið vegna myglu sem fannst í húsnæðinu þannig að um bráðavanda er að ræða. Athygli fjölmiðla hefur hvarflað að starfsemi Stuðla með jöfnu millibili. Þannig ritaði Apríl Auður Helgudóttir úttekt á starfseminni undir fyrirsögninni „Glæstar vonir en gallað kerfi“. En eins og bæði Úlfur og Funi benda á er við ramman reip að draga. Funi stýrir flutningunum sem fara nú að hluta upp í Skálatún í Mosfellsbæ og áhyggjur starfsfólks hafa ekki farið fram hjá honum. „Ég ætla að vona að við séum ekki að fara inn í myglað húsnæði, það er fyrsta forsenda. En ég er í samtali við starfsfólk Stuðla og við erum að fá fram sýn þeirra; ræða þær breytingar sem við hyggjumst ráðast í á okkar meðferðarheimili. Ég hef fengið þessar áhyggjuraddir fram skýrt.“ Starfsemi á hrakhólum Og áhyggjur starfsfólks eru margvíslegar. Húsið er á þremur hæðum og fyrir það fyrsta eru tröppur í húsnæðinu sem henta starfseminni. Og mygla hefur fundist í húsnæðinu. Funi segir það einfaldlega svo að efstu hæðinni verði einfaldlega lokað og hún því ekki inni í myndinni. Úlfur forstöðumaður segir skjólstæðinga sína ekki eiga sterka rödd.vísir/vilhelm „Það er auðvitað ekki gott að vera með tröppur í svona starfsemi og þær verða ekki notaðar. Varðandi myglu, þá var húsið tekið út af sjálfseignastofnunin sem fékk til afnota og það kom í ljós að þar var ekki mygla. En við fórum af stað í framkvæmdir, og þá kom í ljós mygla en það var lagað. Ég tel að það hafi komist fyrir það.“ Funi segir þau þegar hafa mátt loka meðferðarheimili vegna myglu og þau séu í raun á hrakhólum. Þau þurftu að loka Lækjarbakka sem staðsett hefur verið á Rangárvöllum. „Það gerðist skyndilega, við þurftum því að finna húsnæði í snatri. Ég hef rosalega lítinn áhuga á að fara inn í mygluhúsnæði, að hefja þar einhverja starfsemi.“ Tillit tekið til radda starfsmanna En það eru fleiri áhyggjur sem starfsmenn hafa látið í ljós. Húsnæðið er á tveimur hæðum, það er ekki hannað fyrir starfsemi af þessu tagi en Barna- og fjölskyldustofa verður að gera sér þetta að góðu. „Allt eru þetta eðlilegar áhyggjur. Þetta er það sem við fáum í hendurnar og erum að reyna að bæta svo við getum þjónustað fleiri og betur. Þessar breytingar eru vegna þess að við þurfum að koma fyrir þeim börnum sem eru þegar í afplánun. Þau eru að fara í það sem hýsir nú meðferðarheimili Stuðla. Við erum að færa það sem þarf ekki að vera í eins öruggu, upp í Skálatún og svo að vera með í öruggasta rýminu uppi í Stuðlum,“ segir Funi þreytulega. Og hann bætir við: „Þetta er tilfærsla til að gera það besta úr vonlausri stöðu. Skítamix.“ Í Mosfellssveit er gert ráð fyrir rými fyrir um fimm börn. Ef Lækjarbakki væri starfræktur, þá væri Barna- og fjölskyldustofa að fjölga rýmum um fjögur. Funi og Úlfur hafa fram til þessa talað fyrir daufum eyrum ráðamanna en nú virðist sem dragi til tíðinda. En eigi verður kálið sopið þó að í ausuna sé komið.vísir/vilhelm „Þeir eru ekki margir sem berjast fyrir þennan hóp en það er ákveðin samkennd sem við finnum núna,“ segir Funi og nefnir til sögunnar þá hræðilegu atburði sem hafa orðið að undanförnu. Þá hafi komið í ljós einhver vilji en um er að ræða kostnaðarsama starfsemi, fyrir börn á breiðu aldursbili sem þurfa gæsluvarðhald og svo afplánun. Nimbíismi erfður viðureignar „Þetta snýst ekki alltaf um bara peninga. Við höfum verið að eiga við fáránlegar praktískar hindranir við skipulagsyfirvöld sem hafa í raun komið í veg fyrir að við höfum getað komið okkur upp framtíðaraðstöðu. Það hefur ekki verið mjög vinsælt að fá svona starfsemi í bakgarðinn. Fólk er hrætt, sem er algjör óþarfi.“ Funi segir rétt að um sé að ræða breytt aldursbil en það heyri til algjörra undantekninga að tekin séu inn tólf ára börn. Þrettán ára var algjör undantekning. „Hugmyndin er að hægt sé að sortera en það er ekki í boði þegar er stappfullt. Það er þroskamunur, því er ekki að leynda, en þau eru öll með svipaðan prófíl,“ segir Funi. Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Meðferðarheimili Stunguárás við Skúlagötu Málefni Stuðla Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla segir í samtali við Vísi um vanræktan málaflokk að ræða. Hans tilfinning er sú að þau séu lítil og um sé að ræða „kúnnahóp“ sem fáir láti sig nokkru skipta. „Við erum svo lítil að þetta skiptir ekki öllu máli. Fáir sem eru undir, það er mín tilfinning; þetta er ekki sterkur kúnnahópur.“ Ætla ekki inn í mygluhúsnæði Morðið á menningarnótt, og fleiri fréttir, hafa breytt þessu að einhverju leyti og nú hefur Barna- og fjölskyldustofa fengið auknar fjárheimildir til að bregðast við. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði nýlega afar brýnt að bregðast við stöðunni sem upp er komin á Stuðlum. „Þar erum við komin með marga einstaklinga sem eru komnir þangað í gæslu. Stuðlar eru hugsaðir sem meðferðarúrræði en geta ekki sinnt því núna því það er að hluta til orðið gæsluvarðhaldsfangelsi. En þarna er líka vöktun með einstaklingum sem á því þurfa að halda.“ Að sögn Funa er um að ræða um 200 milljónir á þessu ári og um 230 á næsta ári. Stuðlar eru meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára og skiptist í þrjár deildir sem eru neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og svo stuðningsheimilið Fannafold. Meðferðarheimilinu Lækjarbakka þurfti að loka nýverið vegna myglu sem fannst í húsnæðinu þannig að um bráðavanda er að ræða. Athygli fjölmiðla hefur hvarflað að starfsemi Stuðla með jöfnu millibili. Þannig ritaði Apríl Auður Helgudóttir úttekt á starfseminni undir fyrirsögninni „Glæstar vonir en gallað kerfi“. En eins og bæði Úlfur og Funi benda á er við ramman reip að draga. Funi stýrir flutningunum sem fara nú að hluta upp í Skálatún í Mosfellsbæ og áhyggjur starfsfólks hafa ekki farið fram hjá honum. „Ég ætla að vona að við séum ekki að fara inn í myglað húsnæði, það er fyrsta forsenda. En ég er í samtali við starfsfólk Stuðla og við erum að fá fram sýn þeirra; ræða þær breytingar sem við hyggjumst ráðast í á okkar meðferðarheimili. Ég hef fengið þessar áhyggjuraddir fram skýrt.“ Starfsemi á hrakhólum Og áhyggjur starfsfólks eru margvíslegar. Húsið er á þremur hæðum og fyrir það fyrsta eru tröppur í húsnæðinu sem henta starfseminni. Og mygla hefur fundist í húsnæðinu. Funi segir það einfaldlega svo að efstu hæðinni verði einfaldlega lokað og hún því ekki inni í myndinni. Úlfur forstöðumaður segir skjólstæðinga sína ekki eiga sterka rödd.vísir/vilhelm „Það er auðvitað ekki gott að vera með tröppur í svona starfsemi og þær verða ekki notaðar. Varðandi myglu, þá var húsið tekið út af sjálfseignastofnunin sem fékk til afnota og það kom í ljós að þar var ekki mygla. En við fórum af stað í framkvæmdir, og þá kom í ljós mygla en það var lagað. Ég tel að það hafi komist fyrir það.“ Funi segir þau þegar hafa mátt loka meðferðarheimili vegna myglu og þau séu í raun á hrakhólum. Þau þurftu að loka Lækjarbakka sem staðsett hefur verið á Rangárvöllum. „Það gerðist skyndilega, við þurftum því að finna húsnæði í snatri. Ég hef rosalega lítinn áhuga á að fara inn í mygluhúsnæði, að hefja þar einhverja starfsemi.“ Tillit tekið til radda starfsmanna En það eru fleiri áhyggjur sem starfsmenn hafa látið í ljós. Húsnæðið er á tveimur hæðum, það er ekki hannað fyrir starfsemi af þessu tagi en Barna- og fjölskyldustofa verður að gera sér þetta að góðu. „Allt eru þetta eðlilegar áhyggjur. Þetta er það sem við fáum í hendurnar og erum að reyna að bæta svo við getum þjónustað fleiri og betur. Þessar breytingar eru vegna þess að við þurfum að koma fyrir þeim börnum sem eru þegar í afplánun. Þau eru að fara í það sem hýsir nú meðferðarheimili Stuðla. Við erum að færa það sem þarf ekki að vera í eins öruggu, upp í Skálatún og svo að vera með í öruggasta rýminu uppi í Stuðlum,“ segir Funi þreytulega. Og hann bætir við: „Þetta er tilfærsla til að gera það besta úr vonlausri stöðu. Skítamix.“ Í Mosfellssveit er gert ráð fyrir rými fyrir um fimm börn. Ef Lækjarbakki væri starfræktur, þá væri Barna- og fjölskyldustofa að fjölga rýmum um fjögur. Funi og Úlfur hafa fram til þessa talað fyrir daufum eyrum ráðamanna en nú virðist sem dragi til tíðinda. En eigi verður kálið sopið þó að í ausuna sé komið.vísir/vilhelm „Þeir eru ekki margir sem berjast fyrir þennan hóp en það er ákveðin samkennd sem við finnum núna,“ segir Funi og nefnir til sögunnar þá hræðilegu atburði sem hafa orðið að undanförnu. Þá hafi komið í ljós einhver vilji en um er að ræða kostnaðarsama starfsemi, fyrir börn á breiðu aldursbili sem þurfa gæsluvarðhald og svo afplánun. Nimbíismi erfður viðureignar „Þetta snýst ekki alltaf um bara peninga. Við höfum verið að eiga við fáránlegar praktískar hindranir við skipulagsyfirvöld sem hafa í raun komið í veg fyrir að við höfum getað komið okkur upp framtíðaraðstöðu. Það hefur ekki verið mjög vinsælt að fá svona starfsemi í bakgarðinn. Fólk er hrætt, sem er algjör óþarfi.“ Funi segir rétt að um sé að ræða breytt aldursbil en það heyri til algjörra undantekninga að tekin séu inn tólf ára börn. Þrettán ára var algjör undantekning. „Hugmyndin er að hægt sé að sortera en það er ekki í boði þegar er stappfullt. Það er þroskamunur, því er ekki að leynda, en þau eru öll með svipaðan prófíl,“ segir Funi.
Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Meðferðarheimili Stunguárás við Skúlagötu Málefni Stuðla Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira