Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 11:30 Salah fær góða hvíld fyrir komandi leikjatörn hjá Liverpool. Vísir/Getty Mohamed Salah hefur yfirgefið landsliðshóp Egyptalands og er farinn aftur heim til Liverpool. Egypski stjörnuleikmaðurinn var ekki spenntur fyrir seinni leik Egypta gegn Máritaníu. Mo Salah lék allan leik Egyptalands og Máritaníu í gær og skoraði síðara mark egypska liðsins í 2-0 sigri. Leikurinn fór fram á heimavelli Egypta en liðin mætast á nýjan leik á heimavelli Máritaníu á þriðjudaginn. Þar verður Salah hins vegar ekki með. Hann er floginn aftur til Liverpool en ákvörðunin var tekin í samráði við forráðamenn egypska knattspyrnusambandsins. Í yfirlýsingu egypska knattspyrnusambandsins sagði að Salah hefði átt fund með teymi landsliðsins og þjálfaranum Hossam Hassan. „Þar var ákveðið að gefa leikmanninum hvíld í næsta leik.“ Brotthvarf Salah úr landsliðshópnum kemur í kjölfarið á áhyggjum Egypta af grófum leikstíl Marítaníumanna og heimavelli liðsins. Eftir fyrri leik þjóðanna í gær sagði þjálfarinn að mögulega yrði Salah ekki með í seinni leiknum auk þess sem hann sagði mótherjana vera „ofbeldisfulla“. Leikurinn mun fara fram á Cheikha Ould Boidiya leikvanginum í Nouakchott en á honum er gervigras. „Ef einhver af mínum leikmönnum biður um að þurfa ekki að spila á gervigrasi, þá mun ég samþykkja það,“ sagði Hassan og ljóst að Egyptar eru ekki hrifnir af gervigrasvöllum. „Máritaníumenn spila grófan leik og með ofbeldisfullum tæklingum og völlurinn þeirra er ekki góður.“ Eftir sigurinn í gær sagði Salah að liðið hefði virkilega þurft að hafa fyrir sigrinum. Hann sagði að liðið þyrfti að spila hraðari og sókndjarfari fótbolta og að leikurinn gegn Máritaníu hefði verið erfiður. Forráðamenn Liverpool taka eflaust fagnandi á móti Salah sem fær nú lengri hvíld en áætlað var fyrir mikla leikjatörn sem framundan er hjá félaginu. Fyrirliðinn Virgil Van Dijk er líka mættur aftur í Bítlaborgina en hann fékk rautt spjald í leik Hollendinga og Ungverja í gær og verður í banni gegn Þjóðverjum á mánudag. Egyptaland Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Mo Salah lék allan leik Egyptalands og Máritaníu í gær og skoraði síðara mark egypska liðsins í 2-0 sigri. Leikurinn fór fram á heimavelli Egypta en liðin mætast á nýjan leik á heimavelli Máritaníu á þriðjudaginn. Þar verður Salah hins vegar ekki með. Hann er floginn aftur til Liverpool en ákvörðunin var tekin í samráði við forráðamenn egypska knattspyrnusambandsins. Í yfirlýsingu egypska knattspyrnusambandsins sagði að Salah hefði átt fund með teymi landsliðsins og þjálfaranum Hossam Hassan. „Þar var ákveðið að gefa leikmanninum hvíld í næsta leik.“ Brotthvarf Salah úr landsliðshópnum kemur í kjölfarið á áhyggjum Egypta af grófum leikstíl Marítaníumanna og heimavelli liðsins. Eftir fyrri leik þjóðanna í gær sagði þjálfarinn að mögulega yrði Salah ekki með í seinni leiknum auk þess sem hann sagði mótherjana vera „ofbeldisfulla“. Leikurinn mun fara fram á Cheikha Ould Boidiya leikvanginum í Nouakchott en á honum er gervigras. „Ef einhver af mínum leikmönnum biður um að þurfa ekki að spila á gervigrasi, þá mun ég samþykkja það,“ sagði Hassan og ljóst að Egyptar eru ekki hrifnir af gervigrasvöllum. „Máritaníumenn spila grófan leik og með ofbeldisfullum tæklingum og völlurinn þeirra er ekki góður.“ Eftir sigurinn í gær sagði Salah að liðið hefði virkilega þurft að hafa fyrir sigrinum. Hann sagði að liðið þyrfti að spila hraðari og sókndjarfari fótbolta og að leikurinn gegn Máritaníu hefði verið erfiður. Forráðamenn Liverpool taka eflaust fagnandi á móti Salah sem fær nú lengri hvíld en áætlað var fyrir mikla leikjatörn sem framundan er hjá félaginu. Fyrirliðinn Virgil Van Dijk er líka mættur aftur í Bítlaborgina en hann fékk rautt spjald í leik Hollendinga og Ungverja í gær og verður í banni gegn Þjóðverjum á mánudag.
Egyptaland Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira