Guðrún nálgast fullkomnun Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 15:11 Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar hætta ekki að vinna. Getty/Alex Grimm Fjöldi íslenskra fótboltakvenna er á ferðinni í dag og var leikjum að ljúka í Svíþjóð, Noregi og á Ítalíu. Guðrún Arnardóttir nálgast fullkomið tímabil í Svíþjóð. Guðrún og stöllur í Rosengård hafa þegar fagnað sænska meistaratitlinum en þær eru auk þess búnar að vinna alla deildarleiki sína á tímabilinu. Það breyttist ekki í dag þegar þær unnu Norrköping á útivelli, þó aðeins 1-0. Guðrún var á sínum stað í vörn Rosengård sem nú hefur unnið 23 leiki og er aðeins þremur leikjum frá fullkomnu tímabili. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir fögnuðu mikilvægum 3-2 útisigri með Örebro gegn Trelleborg í botnbaráttunni. Örebro er áfram í þriðja neðsta sæti, sem leiðir til umspils við lið úr næstefstu deild, en nú tveimur stigum fyrir ofan næsta lið, AIK. Trelleborg er á botninum og er fallið. María Ólafsdóttir Gros varð hins vegar að sætta sig við 8-1 risatap á útivelli gegn Häcken með liði sínu Linköping sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Ásdís neðar en Selma vegna fjárhagsvandræða Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg töpuðu 2-1 á heimavelli gegn Lilleström, með Ásdísi Karen Halldórsdóttur innanborðs. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á sínum stað í fremstu víglínu Lilleström.X-síða LSK Lilleström hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum og missst stig af þeim sökum, svo liðið er enn í 4. sæti og nú með 38 stig þrátt fyrir 13 sigra og 3 jafntefli, en Rosenborg er með 40 stig í 3. sæti. Brann vann Stabæk 3-0 og er í 2. sæti, svo Sædís Rún Heiðarsdóttir getur ekki orðið norskur meistari í dag eins og mögulegt var, með liði Vålerenga sem á nú í höggi við Lyn. Sigri Vålerenga verður liðið með 63 stig, ellefu stigum á undan Brann þegar fjórar umferðir verða eftir. Alexandra í frábærum málum á Ítalíu Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn með Fiorentina sem vann 3-1 útisigur gegn Sassuolo í ítölsku A-deildnni, og hefur þar með unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Liðið er því með fimmtán stig líkt og topplið Juventus sem er með leik til góða við Roma á morgun. Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Guðrún og stöllur í Rosengård hafa þegar fagnað sænska meistaratitlinum en þær eru auk þess búnar að vinna alla deildarleiki sína á tímabilinu. Það breyttist ekki í dag þegar þær unnu Norrköping á útivelli, þó aðeins 1-0. Guðrún var á sínum stað í vörn Rosengård sem nú hefur unnið 23 leiki og er aðeins þremur leikjum frá fullkomnu tímabili. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir fögnuðu mikilvægum 3-2 útisigri með Örebro gegn Trelleborg í botnbaráttunni. Örebro er áfram í þriðja neðsta sæti, sem leiðir til umspils við lið úr næstefstu deild, en nú tveimur stigum fyrir ofan næsta lið, AIK. Trelleborg er á botninum og er fallið. María Ólafsdóttir Gros varð hins vegar að sætta sig við 8-1 risatap á útivelli gegn Häcken með liði sínu Linköping sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Ásdís neðar en Selma vegna fjárhagsvandræða Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg töpuðu 2-1 á heimavelli gegn Lilleström, með Ásdísi Karen Halldórsdóttur innanborðs. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á sínum stað í fremstu víglínu Lilleström.X-síða LSK Lilleström hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum og missst stig af þeim sökum, svo liðið er enn í 4. sæti og nú með 38 stig þrátt fyrir 13 sigra og 3 jafntefli, en Rosenborg er með 40 stig í 3. sæti. Brann vann Stabæk 3-0 og er í 2. sæti, svo Sædís Rún Heiðarsdóttir getur ekki orðið norskur meistari í dag eins og mögulegt var, með liði Vålerenga sem á nú í höggi við Lyn. Sigri Vålerenga verður liðið með 63 stig, ellefu stigum á undan Brann þegar fjórar umferðir verða eftir. Alexandra í frábærum málum á Ítalíu Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn með Fiorentina sem vann 3-1 útisigur gegn Sassuolo í ítölsku A-deildnni, og hefur þar með unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Liðið er því með fimmtán stig líkt og topplið Juventus sem er með leik til góða við Roma á morgun.
Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira