Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2024 10:35 Frá grunnbúðum Everest í Nepal. Vísir/EPA Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu um það hvort fjallagarparnir Andrew Comyn Irvine og George Mallory hafi náð að toppa Everest, hæsta fjall heims, fyrstir í sögunni. Gönguskór Andrew Comyn Irvine, oftast kallaður Sandy, fannst nefnilega í september á þessu ári og varpar nýju ljósi á ferð þeirra Sandy og George á Everest fyrir hundrað árum síðan, þann 8. júní 1924. Félagarnir hurfu á leiðinni og hefur ferðalag þeirra verið ein helsta ráðgáta fjallgöngumanna síðan þá. Í umfjöllun National Geographic er rætt við ljósmyndarann og kvikmyndagerðarmanninn Jimmy Chin sem rakst á skóinn ásamt félögum sínum, án þess þó að komist sé að einhlítri niðurstöðu um fyrstu Everest-gönguna. Ráðgátan hefur verið honum hugleikin um nokkra hríð, líkt og afkomendum Sandy og George, sem hafa rannsakað hvarfið og skrifað um það heilu bækurnar. View this post on Instagram A post shared by National Geographic (@natgeo) „Ég lyfti upp sokknum og þar er nafnið A.C. IRVINE merkt með rauðum stöfum,“ segir Chin um augnablikið þegar skórinn fannst. Hann og félagar hans hafi sameiginlega áttað sig á því um hversu mikilvægan fund væri að ræða. Leifar George fundust árið 1999, en leifar Sandy hafa alla tíð verið ófundnar, þar til nú. Chin vonast til þess að leifarnar varpi ljósi á það hvað skeði sumarið 1924. Það fyrsta sem Chin gerði var að hafa samband við Julie Summers, afkomanda Sandy sem skrifaði ævisögu hans árið 2001. Hún segir líklegast að skórinn hafi hægt og rólega færst neðar í fjallinu með snjóflóðum og skriði. „Ég lít á þetta sem nokkurs konar niðurstöðu,“ er haft eftir Summers. Hún segir uppgötvunina minna á líkfund George Mallory fyrir 25 árum síðan. Fjallagarpurinn Conrad Anker hafði einsett sér að finna út úr því hvað hafi hent þá félaga og komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til ummerkja eftir reipi á líkama George, að þeir félagar hafi sennilega verið bundnir saman síðustu andartökin og fallið niður langa vegalengd. Alltaf var spurningunni, um það hvar Sandy væri niðurkominn, þó ósvarað. Teymi Chin kom að súrefnisflösku frá árinu 1933 við leitina, en sama ár hafði hlutur í eigu Sandy fundist. Þá grunaði því að þeir væru á réttum slóðum en skömmu síðar fannst skórinn. Þeir leituðu fleiri að fleiri vísbendingum um örlög Sandys en án árangurs. Everest Nepal Fjallamennska Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Gönguskór Andrew Comyn Irvine, oftast kallaður Sandy, fannst nefnilega í september á þessu ári og varpar nýju ljósi á ferð þeirra Sandy og George á Everest fyrir hundrað árum síðan, þann 8. júní 1924. Félagarnir hurfu á leiðinni og hefur ferðalag þeirra verið ein helsta ráðgáta fjallgöngumanna síðan þá. Í umfjöllun National Geographic er rætt við ljósmyndarann og kvikmyndagerðarmanninn Jimmy Chin sem rakst á skóinn ásamt félögum sínum, án þess þó að komist sé að einhlítri niðurstöðu um fyrstu Everest-gönguna. Ráðgátan hefur verið honum hugleikin um nokkra hríð, líkt og afkomendum Sandy og George, sem hafa rannsakað hvarfið og skrifað um það heilu bækurnar. View this post on Instagram A post shared by National Geographic (@natgeo) „Ég lyfti upp sokknum og þar er nafnið A.C. IRVINE merkt með rauðum stöfum,“ segir Chin um augnablikið þegar skórinn fannst. Hann og félagar hans hafi sameiginlega áttað sig á því um hversu mikilvægan fund væri að ræða. Leifar George fundust árið 1999, en leifar Sandy hafa alla tíð verið ófundnar, þar til nú. Chin vonast til þess að leifarnar varpi ljósi á það hvað skeði sumarið 1924. Það fyrsta sem Chin gerði var að hafa samband við Julie Summers, afkomanda Sandy sem skrifaði ævisögu hans árið 2001. Hún segir líklegast að skórinn hafi hægt og rólega færst neðar í fjallinu með snjóflóðum og skriði. „Ég lít á þetta sem nokkurs konar niðurstöðu,“ er haft eftir Summers. Hún segir uppgötvunina minna á líkfund George Mallory fyrir 25 árum síðan. Fjallagarpurinn Conrad Anker hafði einsett sér að finna út úr því hvað hafi hent þá félaga og komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til ummerkja eftir reipi á líkama George, að þeir félagar hafi sennilega verið bundnir saman síðustu andartökin og fallið niður langa vegalengd. Alltaf var spurningunni, um það hvar Sandy væri niðurkominn, þó ósvarað. Teymi Chin kom að súrefnisflösku frá árinu 1933 við leitina, en sama ár hafði hlutur í eigu Sandy fundist. Þá grunaði því að þeir væru á réttum slóðum en skömmu síðar fannst skórinn. Þeir leituðu fleiri að fleiri vísbendingum um örlög Sandys en án árangurs.
Everest Nepal Fjallamennska Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira