Efla Hagstofuna í kjölfar talnaruglsins Árni Sæberg skrifar 11. október 2024 14:13 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem skila á tillögum um hvernig megi efla Hagstofu Íslands sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu. Í tuilkynningu þess efnis segir að nefndinni séjafnframt falið að skila tillögum um hvernig megi best mæta auknum upplýsingaþörfum samfélagsins og nýta gervigreind við öflun, úrvinnslu og birtingu opinberra tölfræðiupplýsinga. „Tækifæri eru fyrir hendi til að efla Hagstofuna sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar og stuðla þannig að bættu aðgengi greinenda og almennings að gögnum og tryggja áreiðanlegri birtingu mikilvægra opinberra tölfræðiupplýsinga.“ Mikilvægar tölur reiknaðar rangt Talsverða athygli vakti í vikunni þegar Bjarni greindi frá því að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna hafi verið ofmetnar um fimm þúsund. Einstaklingar sem voru í fæðingarorlofi frá vinnu hafi verið skilgreindir sem starfsfólk ríkisstofanna í stað þess að vera skilgreindir í því rekstrarformi sem þeir unnu í áður en þeir fóru í fæðingarorlof. Bjarni sagði slíkar villur hið versta mál. Einnig var greint frá því í febrúar að íbúar á Íslandi væru talsvert færri en opinberar hagtölur hefðu bent til. Þar af leiðandi hafi hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur bentu til og verðmætasköpun á mann orðin hin sama og fyrir faraldur, þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. Konráð formaður Í tilkynningu segir að nefndina skipi Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, sem verði formaður nefndarinnar, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, hagstofustjóri, Sigurður Páll Ólafsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Nefndin muni í starfi sínu leita álits opinberra aðila sem sinna söfnun, úrvinnslu og birtingu tölfræðiupplýsinga sem og notenda. Nefndin muni skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. maí 2025. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Í tuilkynningu þess efnis segir að nefndinni séjafnframt falið að skila tillögum um hvernig megi best mæta auknum upplýsingaþörfum samfélagsins og nýta gervigreind við öflun, úrvinnslu og birtingu opinberra tölfræðiupplýsinga. „Tækifæri eru fyrir hendi til að efla Hagstofuna sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar og stuðla þannig að bættu aðgengi greinenda og almennings að gögnum og tryggja áreiðanlegri birtingu mikilvægra opinberra tölfræðiupplýsinga.“ Mikilvægar tölur reiknaðar rangt Talsverða athygli vakti í vikunni þegar Bjarni greindi frá því að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna hafi verið ofmetnar um fimm þúsund. Einstaklingar sem voru í fæðingarorlofi frá vinnu hafi verið skilgreindir sem starfsfólk ríkisstofanna í stað þess að vera skilgreindir í því rekstrarformi sem þeir unnu í áður en þeir fóru í fæðingarorlof. Bjarni sagði slíkar villur hið versta mál. Einnig var greint frá því í febrúar að íbúar á Íslandi væru talsvert færri en opinberar hagtölur hefðu bent til. Þar af leiðandi hafi hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur bentu til og verðmætasköpun á mann orðin hin sama og fyrir faraldur, þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. Konráð formaður Í tilkynningu segir að nefndina skipi Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, sem verði formaður nefndarinnar, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, hagstofustjóri, Sigurður Páll Ólafsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Nefndin muni í starfi sínu leita álits opinberra aðila sem sinna söfnun, úrvinnslu og birtingu tölfræðiupplýsinga sem og notenda. Nefndin muni skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. maí 2025.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira