Halda íshellaferðum áfram þrátt fyrir að fá ekki leyfi Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 11:22 Birgir Þór Júlíusson, einn eigenda Niflheima (t.v.). Fyrirtæki hans hélt við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem ferðamaður lést í sumar. Vatnajökulsþjóðgarður endurnýjaði ekki leyfi fyrirtækisins til íshellaferða og kærði það fyrir ólöglegar framkvæmdir í jöklinum. Aðsend og Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja. Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært Niflheima fyrir framkvæmdir í svelgjum í Breiðamerkurjökli sem stofnunin telur ólöglegar. Banaslys varð í slíkum svelg í sumar þegar ísveggur hrundi ofan á ferðamann í ferð á vegum fyrirtækisins Ice Pic Journeys. Starfsmenn Niflheima höfðu haldið rásinni sem var markaðssett sem íshellir við. Þá fengu Niflheimar ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum þegar þau leyfi runnu út í lok september. Engu að síður héldu starfsmenn Niflheima áfram ferðum í jökulinn í morgun. Birgir Þór Júlíusson, einn eigenda Niflheima, segir við Vísis að öll ferðaþjónustufyrirtæki sem halda úti íshellaferðum séu leyfislaus vegna handvammar þjóðgarðsins. Ekki sé búið að endurnýja leyfin sem runnu út um mánaðamótin. „Auðvitað ætlum við að halda ferðum áfram. Ég er búinn að ráða yfir þrjátíu manns í vinnu í vetur eins og síðastliðna vetur. Ég veit ekki hvort það sé gaman að senda þau á atvinnuleysisbætur og hætta að þjónusta kúnna bara út af ákvörðun þjóðgarðs,“ segir Birgir Þór. Starfa fyrir Tröllaferðir Ferðirnir segir hann þó ekki á vegum Niflheima á meðan þjóðgarðurinn endurnýi ekki leyfið. Hins vegar haldi það áfram að leiðsegja í ferðum sem önnur ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar bókað. Ferðir í morgun hafi þannig verið í verktöku fyrir Tröllaferðir. „Við erum náttúrulega með fullt af kúnnum og við ætlum að hjálpa þeim birgjum sem eru að senda okkur kúnna að taka þá þarna inn og vinnum þá bara undir þeirra starfsleyfi. Fyrirtækið sjálft bara liggur niðri,“ segir Birgir Þór. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður, sagðist vita af því að starfsmenn Niflheima færu í ferðir fyrir Tröllaferðir í morgun en vísaði á Ingibjörgu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært Niflheima fyrir framkvæmdir í svelgjum í Breiðamerkurjökli sem stofnunin telur ólöglegar. Banaslys varð í slíkum svelg í sumar þegar ísveggur hrundi ofan á ferðamann í ferð á vegum fyrirtækisins Ice Pic Journeys. Starfsmenn Niflheima höfðu haldið rásinni sem var markaðssett sem íshellir við. Þá fengu Niflheimar ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum þegar þau leyfi runnu út í lok september. Engu að síður héldu starfsmenn Niflheima áfram ferðum í jökulinn í morgun. Birgir Þór Júlíusson, einn eigenda Niflheima, segir við Vísis að öll ferðaþjónustufyrirtæki sem halda úti íshellaferðum séu leyfislaus vegna handvammar þjóðgarðsins. Ekki sé búið að endurnýja leyfin sem runnu út um mánaðamótin. „Auðvitað ætlum við að halda ferðum áfram. Ég er búinn að ráða yfir þrjátíu manns í vinnu í vetur eins og síðastliðna vetur. Ég veit ekki hvort það sé gaman að senda þau á atvinnuleysisbætur og hætta að þjónusta kúnna bara út af ákvörðun þjóðgarðs,“ segir Birgir Þór. Starfa fyrir Tröllaferðir Ferðirnir segir hann þó ekki á vegum Niflheima á meðan þjóðgarðurinn endurnýi ekki leyfið. Hins vegar haldi það áfram að leiðsegja í ferðum sem önnur ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar bókað. Ferðir í morgun hafi þannig verið í verktöku fyrir Tröllaferðir. „Við erum náttúrulega með fullt af kúnnum og við ætlum að hjálpa þeim birgjum sem eru að senda okkur kúnna að taka þá þarna inn og vinnum þá bara undir þeirra starfsleyfi. Fyrirtækið sjálft bara liggur niðri,“ segir Birgir Þór. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður, sagðist vita af því að starfsmenn Niflheima færu í ferðir fyrir Tröllaferðir í morgun en vísaði á Ingibjörgu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira