Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2024 10:40 Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. Vísir/Vilhelm Forstjóri Samkaupa segir að viðbrögð íbúa í Búðardal við vildarkerfi í Krambúðinni hafi verið afar góð, þvert á fullyrðingar sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann segir nánast alla íbúa vera aðilar að vildarkerfinu og sjötíu prósent þeirra séu reglulegir viðskiptavinir. „Þannig að fyrirsögnin í viðtalinu „Ekki næstum allir íbúar með þetta app“ er bókstaflega röng – það eru næstum allir íbúar Búðardals með appið, og mikill meirihluti þeirra notar það reglulega,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa í skriflegu svari til Vísis. Vilja aðra verslun í Dalabyggð Tilefnið eru ummæli Björn Bjarka Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar sem sagði við Vísi á dögunum að hans helsta ósk væri sú að íbúar í Dalabyggð myndu njóta lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Þá gagnrýndi Björn Bjarki jafnframt vöruúrvalið í Krambúðinni. Hann sagði það ekki taka mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð, uppsetning verslunarinnar væri enn með þeim hætti að um sé að ræða verslun fyrir ferðamenn. Fengið fjölda skilaboða „Þvert á það sem hann segir í viðtalinu við þig þá hafa viðbrögð íbúa í Búðardal við sérkjörunum sem þeim bjóðast í Krambúðinni verið afar góð. Við höfum fengið fjölda skilaboða frá ánægðum viðskiptavinum og frá því að við opnuðum fyrir þessa lausn hafa íbúar safnað sér töluverðri inneign sem þeir geta svo innleyst í næstu verslunarferð,“ skrifar Gunnar í svari sínu til Vísis. Hann segir inneignina vera krónu á móti krónu þannig að þúsund króna inneign myndi í raun þúsund króna verðlækkun á vörukörfunni í næstu innkaupum. Gunnar segir kerfið hafa stækkað hjá Samkaupum og sé nú í innleiðingu víðar á landsbyggðinni. Hann segist sannfærður um að því verði vel tekið. „Af þeim sem eru skráðir með póstnúmer í Búðardal eru nánast allir aðilar vildarkerfisins og um 70 prósent þeirra eru reglulegir viðskiptavinir – það er mikil notkun miðað við aðra staði.“ Dalabyggð Verslun Neytendur Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
„Þannig að fyrirsögnin í viðtalinu „Ekki næstum allir íbúar með þetta app“ er bókstaflega röng – það eru næstum allir íbúar Búðardals með appið, og mikill meirihluti þeirra notar það reglulega,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa í skriflegu svari til Vísis. Vilja aðra verslun í Dalabyggð Tilefnið eru ummæli Björn Bjarka Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar sem sagði við Vísi á dögunum að hans helsta ósk væri sú að íbúar í Dalabyggð myndu njóta lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Þá gagnrýndi Björn Bjarki jafnframt vöruúrvalið í Krambúðinni. Hann sagði það ekki taka mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð, uppsetning verslunarinnar væri enn með þeim hætti að um sé að ræða verslun fyrir ferðamenn. Fengið fjölda skilaboða „Þvert á það sem hann segir í viðtalinu við þig þá hafa viðbrögð íbúa í Búðardal við sérkjörunum sem þeim bjóðast í Krambúðinni verið afar góð. Við höfum fengið fjölda skilaboða frá ánægðum viðskiptavinum og frá því að við opnuðum fyrir þessa lausn hafa íbúar safnað sér töluverðri inneign sem þeir geta svo innleyst í næstu verslunarferð,“ skrifar Gunnar í svari sínu til Vísis. Hann segir inneignina vera krónu á móti krónu þannig að þúsund króna inneign myndi í raun þúsund króna verðlækkun á vörukörfunni í næstu innkaupum. Gunnar segir kerfið hafa stækkað hjá Samkaupum og sé nú í innleiðingu víðar á landsbyggðinni. Hann segist sannfærður um að því verði vel tekið. „Af þeim sem eru skráðir með póstnúmer í Búðardal eru nánast allir aðilar vildarkerfisins og um 70 prósent þeirra eru reglulegir viðskiptavinir – það er mikil notkun miðað við aðra staði.“
Dalabyggð Verslun Neytendur Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent