Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 17:58 Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Beirút. AP/Bilal Hussein Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. Árásin var þá sögð beinast gegn Safieddine. Herinn segir einnig að enn einn af leiðtogum samtakanna hafi verið felldur í árás í Beirút í dag. Sá hét Suhail Husseini og er sagður hafa komið að daglegri stjórn samtakanna, fjármálum þeirra og annarskonar skipulagningu. Reuters hefur eftir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, að Hezbollah séu höfuðlaus samtök. Nasrallah hafi verið felldur og nú hafi arftaki hans einnig líklega verið felldur. Fregnir hafa einnig borist af því að háttsettur íranskur herforingi hafi fallið í sömu árás. Ekkert hefur frést af Esmail Qaani, yfirmanns Quds-sveitar íranska byltingarvarðarins, frá því árásin var gerð. Yfirvöld í Íran segja hann við góða heilsu en hafa ekki gert tilraun til að staðfesta það. Þegar kemur að örlögum Safiddine hefur lítið sem ekkert heyrst frá Hezbollah. Ekkert hefur heyrst af Safieddine frá því í síðustu viku en hann hafði lengi verið undir væng Nasrallah og stýrði framkvæmdastjórn hryðjuverkasamtakanna. Þar hefur hann stýrt Hezbollah á pólitíska sviðinu en hann sat einnig í stríðsráði Hezbollah. Fyrr í dag gaf Naim Qassem, sem er formlega næstráðandi Hezbollah, út yfirlýsingu um að hann væri tilbúinn til viðræðna um vopnahlé. Hann nefndi ekki að vopnahlé á Gasaströndinni væri skilyrði fyrir vopnahléi í Líbanon. Þá sagði Qassem að hernaðarleg geta Hezbollah væri enn ósködduð, þrátt fyrir fjölmargar árásir Ísraela og dauða margra af helstu leiðtogum samtakanna á undanförnum dögum. Naim Qassem, formlegur næstráðandi Hezbollah.AP/Bilal Hussein Bað líbönsku þjóðina um að losa sig við Hezbollah Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, birti einnig ávarp í dag sem hann beindi til Líbönsku þjóðarinnar. Þar sagði hann að dauði Nasrallah og dauði Safieddine, auk þess sem þúsundir meðlimir Hezbollah hefðu verið felldir eða þeir særst, fæli í sér tækifæri fyrir Líbanon til að losa sig við Hezbollah. Samtökin hefðu ekki verið í jafn veikri stöðu um árabil. „Nú standið þið, líbanska þjóðin, á mikilvægum krossgötum. Valið er ykkar,“ sagði Netanjahú samkvæmt Times of Israel. Hann sagði þjóðina geta tekið landið sitt aftur og stýrt því í átt að friði og velmegun. Ef Hezbollah yrði ekki komið frá myndu meðlimir samtakanna halda áfram að berjast og skýla sér bakvið íbúa landsins. „Frelsið landið ykkar frá Hezbollah svo ríkið geti blómstrað aftur, svo framtíðarkynslóðir líbanskra og ísraelskra barna þurfi ekki að búa við stríð eða blóðsúthellingar. Svo við getum loksins búið saman í friði.“ ראש הממשלה נתניהו בפנייה ישירה לאזרחי לבנון: "עומדת בפניכם הזדמנות להציל את לבנון - לפני שתיפול לתוך תהום של הרס וסבל בדומה לעזה" pic.twitter.com/2X8TC2Ep5F— ישראל היום (@IsraelHayomHeb) October 8, 2024 Þrettán hundruð liggja í valnum Forsvarsmenn ísraelska hersins sendu í dag fleiri hermenn inn í Líbanon. Nú hafa fjórar herdeildir verið sendar inn í Líbanon en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur herinn ekki sótt dýpra inn í landið. Þess í stað hafa hermenn varið lengra með landamærunum en áður. Þá segir herinn að meðlimir Hezbollah hafi skotið rúmlega 170 eldflaugum að Ísrael í dag. Ísraelar hafa á undanförnum dögum og vikum gert fjölmargar og umfangsmiklar loftárásir í Líbanon. Rúmlega 1.300 manns hafa fallið í þessum árásum og meira en milljón hefur þurft að flýja heimili sín. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Lýsa nóttinni sem skelfilegri Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. 6. október 2024 18:50 Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana Talið er að hátt í þrjú þúsund Hezbollah-liðar hafi látið lífið eða verið limlestir ásamt óþekktum fjölda óbreyttra borgara þegar fjöldi símboða sprakk þann 17. september síðastliðinn. Það var Mossad, ísraelska leyniþjónustan, sem bar ábyrgð á verknaðinum sem hafði verið í undirbúningi í um tvö ár. 6. október 2024 12:23 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Árásin var þá sögð beinast gegn Safieddine. Herinn segir einnig að enn einn af leiðtogum samtakanna hafi verið felldur í árás í Beirút í dag. Sá hét Suhail Husseini og er sagður hafa komið að daglegri stjórn samtakanna, fjármálum þeirra og annarskonar skipulagningu. Reuters hefur eftir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, að Hezbollah séu höfuðlaus samtök. Nasrallah hafi verið felldur og nú hafi arftaki hans einnig líklega verið felldur. Fregnir hafa einnig borist af því að háttsettur íranskur herforingi hafi fallið í sömu árás. Ekkert hefur frést af Esmail Qaani, yfirmanns Quds-sveitar íranska byltingarvarðarins, frá því árásin var gerð. Yfirvöld í Íran segja hann við góða heilsu en hafa ekki gert tilraun til að staðfesta það. Þegar kemur að örlögum Safiddine hefur lítið sem ekkert heyrst frá Hezbollah. Ekkert hefur heyrst af Safieddine frá því í síðustu viku en hann hafði lengi verið undir væng Nasrallah og stýrði framkvæmdastjórn hryðjuverkasamtakanna. Þar hefur hann stýrt Hezbollah á pólitíska sviðinu en hann sat einnig í stríðsráði Hezbollah. Fyrr í dag gaf Naim Qassem, sem er formlega næstráðandi Hezbollah, út yfirlýsingu um að hann væri tilbúinn til viðræðna um vopnahlé. Hann nefndi ekki að vopnahlé á Gasaströndinni væri skilyrði fyrir vopnahléi í Líbanon. Þá sagði Qassem að hernaðarleg geta Hezbollah væri enn ósködduð, þrátt fyrir fjölmargar árásir Ísraela og dauða margra af helstu leiðtogum samtakanna á undanförnum dögum. Naim Qassem, formlegur næstráðandi Hezbollah.AP/Bilal Hussein Bað líbönsku þjóðina um að losa sig við Hezbollah Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, birti einnig ávarp í dag sem hann beindi til Líbönsku þjóðarinnar. Þar sagði hann að dauði Nasrallah og dauði Safieddine, auk þess sem þúsundir meðlimir Hezbollah hefðu verið felldir eða þeir særst, fæli í sér tækifæri fyrir Líbanon til að losa sig við Hezbollah. Samtökin hefðu ekki verið í jafn veikri stöðu um árabil. „Nú standið þið, líbanska þjóðin, á mikilvægum krossgötum. Valið er ykkar,“ sagði Netanjahú samkvæmt Times of Israel. Hann sagði þjóðina geta tekið landið sitt aftur og stýrt því í átt að friði og velmegun. Ef Hezbollah yrði ekki komið frá myndu meðlimir samtakanna halda áfram að berjast og skýla sér bakvið íbúa landsins. „Frelsið landið ykkar frá Hezbollah svo ríkið geti blómstrað aftur, svo framtíðarkynslóðir líbanskra og ísraelskra barna þurfi ekki að búa við stríð eða blóðsúthellingar. Svo við getum loksins búið saman í friði.“ ראש הממשלה נתניהו בפנייה ישירה לאזרחי לבנון: "עומדת בפניכם הזדמנות להציל את לבנון - לפני שתיפול לתוך תהום של הרס וסבל בדומה לעזה" pic.twitter.com/2X8TC2Ep5F— ישראל היום (@IsraelHayomHeb) October 8, 2024 Þrettán hundruð liggja í valnum Forsvarsmenn ísraelska hersins sendu í dag fleiri hermenn inn í Líbanon. Nú hafa fjórar herdeildir verið sendar inn í Líbanon en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur herinn ekki sótt dýpra inn í landið. Þess í stað hafa hermenn varið lengra með landamærunum en áður. Þá segir herinn að meðlimir Hezbollah hafi skotið rúmlega 170 eldflaugum að Ísrael í dag. Ísraelar hafa á undanförnum dögum og vikum gert fjölmargar og umfangsmiklar loftárásir í Líbanon. Rúmlega 1.300 manns hafa fallið í þessum árásum og meira en milljón hefur þurft að flýja heimili sín.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Lýsa nóttinni sem skelfilegri Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. 6. október 2024 18:50 Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana Talið er að hátt í þrjú þúsund Hezbollah-liðar hafi látið lífið eða verið limlestir ásamt óþekktum fjölda óbreyttra borgara þegar fjöldi símboða sprakk þann 17. september síðastliðinn. Það var Mossad, ísraelska leyniþjónustan, sem bar ábyrgð á verknaðinum sem hafði verið í undirbúningi í um tvö ár. 6. október 2024 12:23 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40
Lýsa nóttinni sem skelfilegri Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. 6. október 2024 18:50
Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana Talið er að hátt í þrjú þúsund Hezbollah-liðar hafi látið lífið eða verið limlestir ásamt óþekktum fjölda óbreyttra borgara þegar fjöldi símboða sprakk þann 17. september síðastliðinn. Það var Mossad, ísraelska leyniþjónustan, sem bar ábyrgð á verknaðinum sem hafði verið í undirbúningi í um tvö ár. 6. október 2024 12:23