Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Aron Guðmundsson skrifar 8. október 2024 16:17 Gary Lineker hefur starfað í kringum enska boltann hjá BBC frá árinu 1999. Vísir/Getty Enska knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker, umsjónarmaður Match Of The Day, gífur lítið fyrir slúðursögur um framtíð hans í starfi hjá BBC. Lineker hefur verið umsjónarmaður uppgjörsþáttarins um ensku úrvalsdeildina í um aldarfjórðung og rennur núverandi samningur hans við BBC út eftir yfirstandandi tímabil. Breskir götumiðlar á borð við Daily Mail birtu frétt um daginn þar sem sagði að yfirvofandi væri fréttatilkynning frá BBC þar sem greint yrði frá starfslokum Lineker eftir að núverandi samningur hans rennur út. Lineker ákvað að svara þessum sögusögnum í nýjasta þætti Match Of The Day um síðastliðna helgi þar sem að hann sló á létta strengi og sagði að þátturinn væri sá síðasti sem að hann myndi stýra „fyrir landsleikjahlé“ sem er nú tekið við. Auk þess að starfa í Match Of The Day heldur Lineker úti hlaðvarpsþættinum The Rest Is Football ásamt fyrrverandi knattspyrnumönnunum Alan Shearer og Micah Richards sem eru einnig viðloðandi þáttinn á BBC og í nýjasta þætti The Rest Is Football snerti Lineker aðeins nánar á stöðu sinni gagnvart BBC og Match Of The Day. "What's more concerning is I'm 4/1 to replace you!"Petition to get Big Meeks to present the next MOTD? 🤣 pic.twitter.com/35OfB4zpEa— The Rest Is Football (@RestIsFootball) October 7, 2024 Lineker sagði sögusagnir um framtíð sína skrítnar. „Það eru stærri og mikilvægari hlutir að eiga sér stað í heiminum,“ sagði hann um umfjöllun bresku götumiðlanna við þá Shearer og Richards og bætti við að samningaviðræður við BBC varðandi framhaldið eftir yfirstandandi tímabil væru ný hafnar. Lineker sagði að staða sín væri svipuð stöðu Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en samningar þeirra við félagið renna út eftir yfirstandandi tímabil. „Núverandi samningur minn er að renna sitt skeið og náttúrulegt í þeirri stöðu að á einhverjum tímapunkti hefjist viðræður um nýjan samning. Þær viðræður eru farnar af stað. Ég veit ekki afhverju svona sögusagnir fóru á flug.“ Richards, sem er þekktur fyrir að vera grínistinn í þríeykinu sagði að það sem væri að valda honum meiri áhyggjum sé sú staðreynd að veðbankar settu hann ofarlega á lista sem arftaka Lineker í Match Of The Day. „Það er stórt áhyggjuefni,“ svaraði Shearer. „Ég skrifa ekki undir nýjan samning ef þú tekur við stjórn þáttarins.“ Enski boltinn Bretland Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Lineker hefur verið umsjónarmaður uppgjörsþáttarins um ensku úrvalsdeildina í um aldarfjórðung og rennur núverandi samningur hans við BBC út eftir yfirstandandi tímabil. Breskir götumiðlar á borð við Daily Mail birtu frétt um daginn þar sem sagði að yfirvofandi væri fréttatilkynning frá BBC þar sem greint yrði frá starfslokum Lineker eftir að núverandi samningur hans rennur út. Lineker ákvað að svara þessum sögusögnum í nýjasta þætti Match Of The Day um síðastliðna helgi þar sem að hann sló á létta strengi og sagði að þátturinn væri sá síðasti sem að hann myndi stýra „fyrir landsleikjahlé“ sem er nú tekið við. Auk þess að starfa í Match Of The Day heldur Lineker úti hlaðvarpsþættinum The Rest Is Football ásamt fyrrverandi knattspyrnumönnunum Alan Shearer og Micah Richards sem eru einnig viðloðandi þáttinn á BBC og í nýjasta þætti The Rest Is Football snerti Lineker aðeins nánar á stöðu sinni gagnvart BBC og Match Of The Day. "What's more concerning is I'm 4/1 to replace you!"Petition to get Big Meeks to present the next MOTD? 🤣 pic.twitter.com/35OfB4zpEa— The Rest Is Football (@RestIsFootball) October 7, 2024 Lineker sagði sögusagnir um framtíð sína skrítnar. „Það eru stærri og mikilvægari hlutir að eiga sér stað í heiminum,“ sagði hann um umfjöllun bresku götumiðlanna við þá Shearer og Richards og bætti við að samningaviðræður við BBC varðandi framhaldið eftir yfirstandandi tímabil væru ný hafnar. Lineker sagði að staða sín væri svipuð stöðu Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en samningar þeirra við félagið renna út eftir yfirstandandi tímabil. „Núverandi samningur minn er að renna sitt skeið og náttúrulegt í þeirri stöðu að á einhverjum tímapunkti hefjist viðræður um nýjan samning. Þær viðræður eru farnar af stað. Ég veit ekki afhverju svona sögusagnir fóru á flug.“ Richards, sem er þekktur fyrir að vera grínistinn í þríeykinu sagði að það sem væri að valda honum meiri áhyggjum sé sú staðreynd að veðbankar settu hann ofarlega á lista sem arftaka Lineker í Match Of The Day. „Það er stórt áhyggjuefni,“ svaraði Shearer. „Ég skrifa ekki undir nýjan samning ef þú tekur við stjórn þáttarins.“
Enski boltinn Bretland Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira