Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 08:02 Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson fóru vandlega yfir uppbótartímann í Kórnum, þegar Fylkismenn féllu úr Bestu deildinni. Stöð 2 Sport Það varð allt vitlaust undir lok leiks HK og Fylkis í Bestu deildinni í fyrrakvöld, þegar HK tókst að jafna metin mínútu eftir uppgefinn uppbótartíma. Markið sendi Fylki niður um deild. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki alveg sammála um réttmæti þess að lengja uppbótartímann. Atli Viðar Björnsson lagðist í rannsóknarvinnu til að meta það hvort Pétur Guðmundsson dómari hefði gert rétt með því að lengja uppbótartímann. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var að minnsta kosti ekki sáttur og fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Föst leikatriði Fylkis tóku tvær og hálfa mínútu „Mig langaði að finna þessa rúmu mínútu sem að Pétur bætti við. Það eru sex föst leikatriði á þessum tíma sem Fylkir tekur. Þeir taka sér drjúgan tíma í þau öll,“ sagði Atli Viðar og sýndi atvik úr uppbótartímanum: „Bara þessi síðustu tvö atvik taka sitt hvorar þrjátíu sekúndurnar. Þau taka því mínútu og svo eru hin fjögur eftir, og það er ein og hálf mínúta í viðbót. Föst leikatriði Fylkis í uppbótartímanum tóku tvær og hálfa mínútu, af þessum sex mínútum. Ég skil alveg að það hafi verið bætt við. Rúm mínúta er kannski dálítið vel í lagt. Og ég skil svekkelsi Fylkis,“ sagði Atli Viðar en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lengdur uppbótartími í Kórnum Baldur Sigurðsson tók dýpra í árinni og sagði: „Mér finnst þetta alveg galið og ég skil Rúnar fullkomlega. Það að bæta svona miklu við uppbótartímann… það er eðlilegt að bæta kannski við þremur mínútum ef það eru fimm skiptingar og fullt af töfum í leiknum… Pétur gerir mjög mikil mistök, finnst mér. Ég ætla ekki að segja að Pétur felli Fylki, en það gerir þessi ákvörðun sem ég veit ekki hvernig hann ætlar að útskýra,“ sagði Baldur. Hvað átti dómarinn að gera? „Hvað finnst þér að hann eigi að gera? Fylkir er markvisst að tefja allan uppbótartímann. Á hann ekki að bæta einhverju við það?“ spurði Atli Viðar. „Ég horfði á uppbótartímann líka og mér fannst þetta ekki vera svona miklar tafir,“ svaraði Baldur. „Ég mældi það. Ég er að segja þér það. Þetta er ekki spurning hvað þér finnst,“ sagði þá Atli Viðar en Baldur fullyrti að með sömu rökum væri uppbótartími í seinni hálfleik sjálfsagt vanalega hátt í tuttugu mínútur. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla HK Fylkir Stúkan Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
Atli Viðar Björnsson lagðist í rannsóknarvinnu til að meta það hvort Pétur Guðmundsson dómari hefði gert rétt með því að lengja uppbótartímann. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var að minnsta kosti ekki sáttur og fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Föst leikatriði Fylkis tóku tvær og hálfa mínútu „Mig langaði að finna þessa rúmu mínútu sem að Pétur bætti við. Það eru sex föst leikatriði á þessum tíma sem Fylkir tekur. Þeir taka sér drjúgan tíma í þau öll,“ sagði Atli Viðar og sýndi atvik úr uppbótartímanum: „Bara þessi síðustu tvö atvik taka sitt hvorar þrjátíu sekúndurnar. Þau taka því mínútu og svo eru hin fjögur eftir, og það er ein og hálf mínúta í viðbót. Föst leikatriði Fylkis í uppbótartímanum tóku tvær og hálfa mínútu, af þessum sex mínútum. Ég skil alveg að það hafi verið bætt við. Rúm mínúta er kannski dálítið vel í lagt. Og ég skil svekkelsi Fylkis,“ sagði Atli Viðar en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lengdur uppbótartími í Kórnum Baldur Sigurðsson tók dýpra í árinni og sagði: „Mér finnst þetta alveg galið og ég skil Rúnar fullkomlega. Það að bæta svona miklu við uppbótartímann… það er eðlilegt að bæta kannski við þremur mínútum ef það eru fimm skiptingar og fullt af töfum í leiknum… Pétur gerir mjög mikil mistök, finnst mér. Ég ætla ekki að segja að Pétur felli Fylki, en það gerir þessi ákvörðun sem ég veit ekki hvernig hann ætlar að útskýra,“ sagði Baldur. Hvað átti dómarinn að gera? „Hvað finnst þér að hann eigi að gera? Fylkir er markvisst að tefja allan uppbótartímann. Á hann ekki að bæta einhverju við það?“ spurði Atli Viðar. „Ég horfði á uppbótartímann líka og mér fannst þetta ekki vera svona miklar tafir,“ svaraði Baldur. „Ég mældi það. Ég er að segja þér það. Þetta er ekki spurning hvað þér finnst,“ sagði þá Atli Viðar en Baldur fullyrti að með sömu rökum væri uppbótartími í seinni hálfleik sjálfsagt vanalega hátt í tuttugu mínútur. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla HK Fylkir Stúkan Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira