Veður

Dá­lítil rigning eða slydda suð­vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir hita víða þrjú til sjö stig yfir hádaginn.
Gera má ráð fyrir hita víða þrjú til sjö stig yfir hádaginn. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir breytilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en að smám saman snúist í norðaustanátt. Skýjað verður að mestu og dálítil él eða slydduél fyrir norðan og austan.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði dálítil rigning eða slydda á suðvestanverðu landinu síðdegis, jafnvel snjókoma á fjallvegum undir kvöld. Bjart verður með köflum suðaustanlands.

Gera má ráð fyrir hita víða nálægt frostmarki nú í morgunsárið, en þrjú til sjö stig yfir hádaginn.

„Á morgun verður norðan og norðvestan 8-13 m/s á austanverðu landinu en annars hægari. Dálítil él norðaustanlands og smá væta sums staðar á Suðvesturlandi, en annars lengst af þurrt. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag verður norðaustan 8-15 m/s. Rigning eða snjókoma vestanlands, él norðaustantil en bjart með köflum á Suðausturlandi. Hiti 0 til 4 stig,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðan 3-10 m/s og lítilsháttar él, en bjart að mestu sunnanlands. Hiti 0 til 6 stig sunnan og vestantil en frost 0 til 5 stig norðan og austantil.

Á fimmtudag: Norðan 8-13 og víða dálítil snjókoma eða slydda, en þurrt að kalla suðaustanlands. Kólnandi veður.

Á föstudag: Norðvestan 5-13, en 13-20 norðaustantil. Dálítil él norðan- og norðaustantil, en annars yfirleitt bjart. Hiti víðast um eða undir frostmarki.

Á laugardag: Norðlæg átt og bjart að mestu en skýjað og él norðaustanlands. Áfram svalt í veðri.

Á sunnudag: Austlæg átt og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið norðantil. Hiti breytist lítið.

Á mánudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt. Víða rigning eða slydda með köflum en snjókoma fyrir norðan og austan. Hiti nálægt frostmarki norðan- og austanlands en 1 til 6 stig sunnan- og vestantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×