Onana haldið oftast hreinu Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 14:01 André Onana hefur fjórum sinnum haldið hreinu það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Simon Stacpoole Á meðan að flestar fréttir af Manchester United snúa að slæmu gengi liðsins og stöðu knattspyrnustjórans Eriks ten Hag þá hefur markvörðurinn André Onana reynst ákveðið ljós í myrkrinu. Þannig var staðan alls ekki fyrir ári síðan, þegar Onana átti í ýmis konar byrjunarörðuleikum sem arftaki Spánverjans David de Gea. Nú hefur þessi 28 ára Kamerúni hins vegar haldið marki United hreinu í fjórum af fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins, eða oftast allra markvarða ensku úrvalsdeildarinnar. Onana er því með forystuna í baráttunni um gullhanskann, sem sá markvörður fær sem oftast heldur hreinu á tímabilinu, en næstir á eftir honum eru Alisson hjá Liverpool og David Raya hjá Arsenal sem haldið hafa hreinu í þremur heilum leikjum hvor. André Onana has kept the most clean sheets in the Premier League this season 🧤 pic.twitter.com/n54P9aAOn6— ESPN UK (@ESPNUK) October 7, 2024 Liverpool hefur samt fengið langfæst mörk á sig, eða aðeins tvö, og Alisson spilað fjóra leiki án þess að fá á sig mark. Hann varð hins vegar að fara meiddur af velli í einum þeirra og Vitezlav Jaros kom inn á í hans stað. Caoimhin Kelleher hélt svo hreinu í eina leiknum sem hann hefur spilað. Raya vann gullhanskann á síðustu leiktíð, þegar hann hélt hreinu í sextán leikjum, eftir að De Gea hafði hlotið gullhanskann á lokaári sínu með United, þegar hann hélt hreinu í sautján leikjum. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að þjálfarateymi United sé í skýjunum með þróun Onana, á annarri leiktíð hans eftir komuna frá Inter. 🔴🇨🇲 In negative start of the season, André Onana has been one of the best players for Manchester United as he's completed most clean sheets in Premier League with 4 so far.Man Utd coaching staff, very happy with his development on second season since joining from Inter. pic.twitter.com/NqHVbQ7sa9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 7, 2024 Næstu leikir Onana með United eru gegn Brentford 19. október og við Fenerbahce í Evrópudeildinni fimm dögum síðar. Nú taka hins vegar við tveir landsleikir með Kamerún, báðir gegn Kenýa. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Þannig var staðan alls ekki fyrir ári síðan, þegar Onana átti í ýmis konar byrjunarörðuleikum sem arftaki Spánverjans David de Gea. Nú hefur þessi 28 ára Kamerúni hins vegar haldið marki United hreinu í fjórum af fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins, eða oftast allra markvarða ensku úrvalsdeildarinnar. Onana er því með forystuna í baráttunni um gullhanskann, sem sá markvörður fær sem oftast heldur hreinu á tímabilinu, en næstir á eftir honum eru Alisson hjá Liverpool og David Raya hjá Arsenal sem haldið hafa hreinu í þremur heilum leikjum hvor. André Onana has kept the most clean sheets in the Premier League this season 🧤 pic.twitter.com/n54P9aAOn6— ESPN UK (@ESPNUK) October 7, 2024 Liverpool hefur samt fengið langfæst mörk á sig, eða aðeins tvö, og Alisson spilað fjóra leiki án þess að fá á sig mark. Hann varð hins vegar að fara meiddur af velli í einum þeirra og Vitezlav Jaros kom inn á í hans stað. Caoimhin Kelleher hélt svo hreinu í eina leiknum sem hann hefur spilað. Raya vann gullhanskann á síðustu leiktíð, þegar hann hélt hreinu í sextán leikjum, eftir að De Gea hafði hlotið gullhanskann á lokaári sínu með United, þegar hann hélt hreinu í sautján leikjum. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að þjálfarateymi United sé í skýjunum með þróun Onana, á annarri leiktíð hans eftir komuna frá Inter. 🔴🇨🇲 In negative start of the season, André Onana has been one of the best players for Manchester United as he's completed most clean sheets in Premier League with 4 so far.Man Utd coaching staff, very happy with his development on second season since joining from Inter. pic.twitter.com/NqHVbQ7sa9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 7, 2024 Næstu leikir Onana með United eru gegn Brentford 19. október og við Fenerbahce í Evrópudeildinni fimm dögum síðar. Nú taka hins vegar við tveir landsleikir með Kamerún, báðir gegn Kenýa.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira