Onana haldið oftast hreinu Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 14:01 André Onana hefur fjórum sinnum haldið hreinu það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Simon Stacpoole Á meðan að flestar fréttir af Manchester United snúa að slæmu gengi liðsins og stöðu knattspyrnustjórans Eriks ten Hag þá hefur markvörðurinn André Onana reynst ákveðið ljós í myrkrinu. Þannig var staðan alls ekki fyrir ári síðan, þegar Onana átti í ýmis konar byrjunarörðuleikum sem arftaki Spánverjans David de Gea. Nú hefur þessi 28 ára Kamerúni hins vegar haldið marki United hreinu í fjórum af fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins, eða oftast allra markvarða ensku úrvalsdeildarinnar. Onana er því með forystuna í baráttunni um gullhanskann, sem sá markvörður fær sem oftast heldur hreinu á tímabilinu, en næstir á eftir honum eru Alisson hjá Liverpool og David Raya hjá Arsenal sem haldið hafa hreinu í þremur heilum leikjum hvor. André Onana has kept the most clean sheets in the Premier League this season 🧤 pic.twitter.com/n54P9aAOn6— ESPN UK (@ESPNUK) October 7, 2024 Liverpool hefur samt fengið langfæst mörk á sig, eða aðeins tvö, og Alisson spilað fjóra leiki án þess að fá á sig mark. Hann varð hins vegar að fara meiddur af velli í einum þeirra og Vitezlav Jaros kom inn á í hans stað. Caoimhin Kelleher hélt svo hreinu í eina leiknum sem hann hefur spilað. Raya vann gullhanskann á síðustu leiktíð, þegar hann hélt hreinu í sextán leikjum, eftir að De Gea hafði hlotið gullhanskann á lokaári sínu með United, þegar hann hélt hreinu í sautján leikjum. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að þjálfarateymi United sé í skýjunum með þróun Onana, á annarri leiktíð hans eftir komuna frá Inter. 🔴🇨🇲 In negative start of the season, André Onana has been one of the best players for Manchester United as he's completed most clean sheets in Premier League with 4 so far.Man Utd coaching staff, very happy with his development on second season since joining from Inter. pic.twitter.com/NqHVbQ7sa9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 7, 2024 Næstu leikir Onana með United eru gegn Brentford 19. október og við Fenerbahce í Evrópudeildinni fimm dögum síðar. Nú taka hins vegar við tveir landsleikir með Kamerún, báðir gegn Kenýa. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Þannig var staðan alls ekki fyrir ári síðan, þegar Onana átti í ýmis konar byrjunarörðuleikum sem arftaki Spánverjans David de Gea. Nú hefur þessi 28 ára Kamerúni hins vegar haldið marki United hreinu í fjórum af fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins, eða oftast allra markvarða ensku úrvalsdeildarinnar. Onana er því með forystuna í baráttunni um gullhanskann, sem sá markvörður fær sem oftast heldur hreinu á tímabilinu, en næstir á eftir honum eru Alisson hjá Liverpool og David Raya hjá Arsenal sem haldið hafa hreinu í þremur heilum leikjum hvor. André Onana has kept the most clean sheets in the Premier League this season 🧤 pic.twitter.com/n54P9aAOn6— ESPN UK (@ESPNUK) October 7, 2024 Liverpool hefur samt fengið langfæst mörk á sig, eða aðeins tvö, og Alisson spilað fjóra leiki án þess að fá á sig mark. Hann varð hins vegar að fara meiddur af velli í einum þeirra og Vitezlav Jaros kom inn á í hans stað. Caoimhin Kelleher hélt svo hreinu í eina leiknum sem hann hefur spilað. Raya vann gullhanskann á síðustu leiktíð, þegar hann hélt hreinu í sextán leikjum, eftir að De Gea hafði hlotið gullhanskann á lokaári sínu með United, þegar hann hélt hreinu í sautján leikjum. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að þjálfarateymi United sé í skýjunum með þróun Onana, á annarri leiktíð hans eftir komuna frá Inter. 🔴🇨🇲 In negative start of the season, André Onana has been one of the best players for Manchester United as he's completed most clean sheets in Premier League with 4 so far.Man Utd coaching staff, very happy with his development on second season since joining from Inter. pic.twitter.com/NqHVbQ7sa9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 7, 2024 Næstu leikir Onana með United eru gegn Brentford 19. október og við Fenerbahce í Evrópudeildinni fimm dögum síðar. Nú taka hins vegar við tveir landsleikir með Kamerún, báðir gegn Kenýa.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira