„Hann hverfur ofan í jörðina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 19:27 Þorri Sebastian, Álfheiður amma hans og Björgvin Gunnar faðir hans. Vísir/Vésteinn Aðstandendur tveggja ára drengs sem datt ofan í meira en tveggja metra djúpa holu í gær segjast enn vera að jafna sig. Mikil heppni sé að drengurinn hafi ekki slasast og ljóst að aðbúnaður sé ekki samkvæmt lögum. Holan sem drengurinn datt ofan í er fyrir utan fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ. Yfir holunni er ekkert nema lítið lok, sem er laust. Eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan er ansi lítið mál að taka það af holunni. Drengurinn, sem heitir Þorri Sebastian, var í göngutúr með ömmu sinni þegar hann datt ofan í holuna. „Ég labba eftir gangstígnum, og hann fer hérna upp á þetta hér. Ég er þara hinum megin. Svo allt í einu sé ég bara lokið reisast upp eins og ruslatunnu þar sem þú getur velt lokinu, og hann hverfur ofan í jörðina,“ segir Álfheiður Sigfúsdóttir, amma Þorra. Hér sjáum við ofan í holuna. Ástæða þess að illa sést til botns er sú að hún er djúp og ofan í henni er dimmt.Vísir/Ívar Fannar Af dýpt hennar að dæma verður að teljast ólíklegt að fullorðin manneskja kæmist upp úr henni hjálparlaust, svo ekki sé minnst á tveggja ára barn. Álfheiður hringdi í Neyðarlínuna, og segir slökkviliðið hafa verið fljótt á staðinn til að ná Þorra aftur upp. Slysagildra sem verði að bregðast við Þorri slasaðist ekki, sem faðir hans segir ótrúlegt. „Það er eiginlega heppni að það hafi ekki orðið slys. Það gæti orðið hér slys í framtíðinni ef það er ekkert gert,“ segir Björgvin Gunnar Björgvinsson, faðir Þorra. Hann áætlar að hann hafi verið tíu mínútur á leiðinni frá því hann frétti af atvikinu, en þá hafi verið búið að ná Þorra upp úr holunni. Auðvelt er að lyfta lokinu af holunni, en þegar Þorri steig á það þá snerist það og hann datt ofan í.Vísir/Ívar Fannar Ykkur er væntanlega ansi brugðið við þetta, þó honum hafi ekki orðið meint af? „Já, við erum enn að jafna okkur myndi ég segja. Ég svaf ekkert í nótt, þannig lagað séð. Við erum öll illa sofin,“ segir Björgvin. „Ég er enn að jafna mig eftir þetta,“ bætir Álfheiður við. Verra ef barn væri eitt á ferð Björgvin segist hafa fengið þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum að frágangurinn á svæðinu sé ekki fullnægjandi samkvæmt lögum. „Því það þarf að setja yfir þetta þannig að það sé ekki hægt að opna þetta bara með höndunum. Þú átt að þurfa sérstök tæki og tól til þess að geta opnað þetta,“ segir hann. Í raun megi segja það lán í óláni að svona ungt barn hafi fallið ofan í holuna, og verið í fylgd með fullorðnum. „Heldur en kannski fimm, sex ára, sem eru kannski að labba ein. Lokið fellur svona, leggst ofan á hann og þá bara heyrist ekkert og hann er bara í myrkrinu,“ segir Björgvin. Börn og uppeldi Slysavarnir Slökkvilið Garðabær Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Holan sem drengurinn datt ofan í er fyrir utan fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ. Yfir holunni er ekkert nema lítið lok, sem er laust. Eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan er ansi lítið mál að taka það af holunni. Drengurinn, sem heitir Þorri Sebastian, var í göngutúr með ömmu sinni þegar hann datt ofan í holuna. „Ég labba eftir gangstígnum, og hann fer hérna upp á þetta hér. Ég er þara hinum megin. Svo allt í einu sé ég bara lokið reisast upp eins og ruslatunnu þar sem þú getur velt lokinu, og hann hverfur ofan í jörðina,“ segir Álfheiður Sigfúsdóttir, amma Þorra. Hér sjáum við ofan í holuna. Ástæða þess að illa sést til botns er sú að hún er djúp og ofan í henni er dimmt.Vísir/Ívar Fannar Af dýpt hennar að dæma verður að teljast ólíklegt að fullorðin manneskja kæmist upp úr henni hjálparlaust, svo ekki sé minnst á tveggja ára barn. Álfheiður hringdi í Neyðarlínuna, og segir slökkviliðið hafa verið fljótt á staðinn til að ná Þorra aftur upp. Slysagildra sem verði að bregðast við Þorri slasaðist ekki, sem faðir hans segir ótrúlegt. „Það er eiginlega heppni að það hafi ekki orðið slys. Það gæti orðið hér slys í framtíðinni ef það er ekkert gert,“ segir Björgvin Gunnar Björgvinsson, faðir Þorra. Hann áætlar að hann hafi verið tíu mínútur á leiðinni frá því hann frétti af atvikinu, en þá hafi verið búið að ná Þorra upp úr holunni. Auðvelt er að lyfta lokinu af holunni, en þegar Þorri steig á það þá snerist það og hann datt ofan í.Vísir/Ívar Fannar Ykkur er væntanlega ansi brugðið við þetta, þó honum hafi ekki orðið meint af? „Já, við erum enn að jafna okkur myndi ég segja. Ég svaf ekkert í nótt, þannig lagað séð. Við erum öll illa sofin,“ segir Björgvin. „Ég er enn að jafna mig eftir þetta,“ bætir Álfheiður við. Verra ef barn væri eitt á ferð Björgvin segist hafa fengið þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum að frágangurinn á svæðinu sé ekki fullnægjandi samkvæmt lögum. „Því það þarf að setja yfir þetta þannig að það sé ekki hægt að opna þetta bara með höndunum. Þú átt að þurfa sérstök tæki og tól til þess að geta opnað þetta,“ segir hann. Í raun megi segja það lán í óláni að svona ungt barn hafi fallið ofan í holuna, og verið í fylgd með fullorðnum. „Heldur en kannski fimm, sex ára, sem eru kannski að labba ein. Lokið fellur svona, leggst ofan á hann og þá bara heyrist ekkert og hann er bara í myrkrinu,“ segir Björgvin.
Börn og uppeldi Slysavarnir Slökkvilið Garðabær Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira