Golf

Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gareth Bale þykir liðtækur kylfingur.
Gareth Bale þykir liðtækur kylfingur. getty/Richard Heathcote

Eftir að takkaskórnir fóru upp í hillu hefur Gareth Bale haft nógan tíma til að spila golf. Skemmtilegt atvik kom upp á golfvellinum hjá Walesverjanum á dögunum.

Bale keppti þá á áhugamannahluta Alfred Dunhill Links Championship ásamt atvinnukylfingnum Dan Brown. Á 16. holu átti Bale gott högg og virtist vera kominn í kjörstöðu til að pútta.

Þegar hann ætlaði að labba í átt að kúlunni hljóp hundur inn á golfvöllinn og tók kúluna í munninn eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

Áhorfendur höfðu gaman að þessu uppátæki ferfætlingsins sem hljóp aftur í átt að Bale með kúluna.

Eftir að hafa endurheimt kúluna fékk Bale þó að pútta frá sama stað eins og reglurnar segja til um ef kúlan hefur færst vegna utanaðkomandi áhrifa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×