„Ein versta nóttin“ í Beirút frá upphafi átaka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. október 2024 10:23 Beirút í morgun. AP Ísraelsher gerði umgangsmiklar loftárásir á Beirút snemma í morgun. Árásirnar eru samkvæmt líbönskum miðlum þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. Þá létu minnst nítján lífið í loftárásum Ísraela á mosku í Gasa í nótt. Samkvæmt heimildum Reuters féll sprengjuregn yfir borgina í þrjátíu mínútur. Þá hefur miðillinn eftir Ísraelsher að skotunum hafi verið beint að vopnageymslum Hezbollah-samtakanna í Beirút. Ráðstafanir hafi verið gerðar til að draga úr hættu á að almennum borgurum yrði meint af. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Líbanon létust 23 í loftárásum Ísraela í landinu í gær. Þá hafi nærri tvö þúsund Líbanar látið lífið í átökunum síðustu daga. Sem fyrr segir segja líbanskir miðlar árásir næturinnar þær umfangsmestu frá upphafi átakanna. Blaðamaður BBC í Beirút segir nóttina eina þá verstu frá upphafi átakanna. Í umfjöllun Guardian segir að árásir hafi verið gerðar í grennd við alþjóðaflugvöllinn í Beirút, en þaðan hefur fjöldi fólks flúið land undanfarna daga. Í tæpa viku hefur Ísraelsher gert loftárásir á úthverfi Beirút. Ísraelsher hóf áhlaup á nokkra staði Líbanon á þriðjudaginn og hefur beint skotum sínum að vígamönnum Hezbollah-samtakanna. Minnst 23 létu lífið í loftárás Ísraela á mosku og skóla á Gasa í nótt, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher sagði skotum beggja árása hafa verið beint að Hamasliðum en í frétt AP segir að ekki hafi fengist sönnun fyrir því. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Saeed Atallah Ali einn leiðtoga Hamas og fjölskylda hans létu lífið í loftárásum Ísraelshers á flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanon í morgun. 5. október 2024 10:45 Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. 4. október 2024 11:00 Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Samkvæmt heimildum Reuters féll sprengjuregn yfir borgina í þrjátíu mínútur. Þá hefur miðillinn eftir Ísraelsher að skotunum hafi verið beint að vopnageymslum Hezbollah-samtakanna í Beirút. Ráðstafanir hafi verið gerðar til að draga úr hættu á að almennum borgurum yrði meint af. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Líbanon létust 23 í loftárásum Ísraela í landinu í gær. Þá hafi nærri tvö þúsund Líbanar látið lífið í átökunum síðustu daga. Sem fyrr segir segja líbanskir miðlar árásir næturinnar þær umfangsmestu frá upphafi átakanna. Blaðamaður BBC í Beirút segir nóttina eina þá verstu frá upphafi átakanna. Í umfjöllun Guardian segir að árásir hafi verið gerðar í grennd við alþjóðaflugvöllinn í Beirút, en þaðan hefur fjöldi fólks flúið land undanfarna daga. Í tæpa viku hefur Ísraelsher gert loftárásir á úthverfi Beirút. Ísraelsher hóf áhlaup á nokkra staði Líbanon á þriðjudaginn og hefur beint skotum sínum að vígamönnum Hezbollah-samtakanna. Minnst 23 létu lífið í loftárás Ísraela á mosku og skóla á Gasa í nótt, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher sagði skotum beggja árása hafa verið beint að Hamasliðum en í frétt AP segir að ekki hafi fengist sönnun fyrir því.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Saeed Atallah Ali einn leiðtoga Hamas og fjölskylda hans létu lífið í loftárásum Ísraelshers á flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanon í morgun. 5. október 2024 10:45 Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. 4. október 2024 11:00 Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Saeed Atallah Ali einn leiðtoga Hamas og fjölskylda hans létu lífið í loftárásum Ísraelshers á flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanon í morgun. 5. október 2024 10:45
Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. 4. október 2024 11:00
Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“