„Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. október 2024 21:55 Þorri var á leið heim úr leikskólanum þegar hann datt ofan í brunninn. Til allrar lukku var hann ekki einn þegar það gerðist. Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. Fréttastofa ræddi við Björgvin Gunnar Björgvinsson, föður drengsins, sem var enn að jafna sig eftir atburði dagsins. „Hann var á leið heim úr leikskólanum með ömmu sinni þegar þetta gerðist. Hann er að labba niður brekku og stígur á þetta málmlok sem ,flippast' og hann dettur ofan í brunninn,“ segir Björgvin. Hún sá hann þá detta ofan í brunninn? „Hún horfði á hann stíga á lokið og hverfa ofan í brunninn. Sem betur var hann ekki einn af því lokið snerist aftur við og hann þá einn niðri í myrkrinu. Hún tekur lokið af, kíkir niður og sér hann standa þarna,“ segir hann. „Lukkulega var ekkert vatn ofan í brunninum af því það hefði getað farið miklu verr ef svo hefði verið.“ Fullorðinn maður hefði ekki komist upp úr Amman hafi í kjölfarið hringt í Neyðarlínuna og aðstandendur stráksins. Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang. Þökk sé skjótum viðbrögðum náði að koma drengnum fljótt upp úr brunninum. „Ég var ekki á staðnum heldur í um það bil tíu-fimmtán mínútna keyrslu frá. Þegar ég fæ símtalið var búið að hringja í Neyðarlínuna og sjúkraflutningamennirnir komnir,“ segir Björgvin. Sjúkraflutningamennirnri hafi náð að koma sér þannig fyrir að annar þeirra gat haldið í hinn sem lét sig síga ofan í brunninn og togaði strákinn upp. Þetta er alveg djúpt þannig að hann hefði aldrei getað komist einn upp? „Nei, aldrei. Ekki einu sinni fullorðinn maður hefði getað komist þarna upp úr því þetta eru alveg tveir metrar eða meira,“ segir Björgvin. „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr.“ Datt sem betur fer með lappirnar á undan „Þegar ég mætti voru sjúkraflutningamennirnir búnir að kíkja á hann og það var allt í lagi með hann. Sem betur fer skall hann ekkert í og meiddi sig ekkert,“ segir Björgvin. Hvað er hann gamall? „Hann er tveggja ára og verður þriggja ára morgun. Þannig hann er bara lítill, ekki þyngri en kannski fimmtán kíló. Það er nóg til þess að flippa þessu loki þannig það þarf ekki mikinn þunga.“ Feðgarnir tveir eru búnir að jafna sig eftir byltuna. Hann lendir þá heppilega á fótunum? „Þetta er svo þröngt að hann gat ekkert dottið neitt öðruvísi. Það sem allir höfðu mestar áhyggjur var að hann hefði farið með höfuðið fyrst. Þá hefði þetta örugglega farið miklu verr.“ Hann var ekkert óttasleginn eftir þetta? „Nei, kannski bara til að byrja með en hann var fljótur að róast niður. Amma hans stóð þarna yfir honum þegar og talaði við hann allan tímann. Hann varð því hratt rólegur.“ „Á endanum fannst honum þetta bara fyndið og spennandi að löggan og slökkviliðið væru komin. Hann fékk að fara inn í lögreglubílinn sem var bara spennandi.“ Hvernig líður fjölskyldunni eftir þessa byltu? „Við erum eiginlega búin að jafna okkur fyrst hann slasaðist ekki og fannst þetta bara fyndið,“ segir hann. Var í svo miklu sjokki að hann ruglaðist á hverfum Lögreglan og slökkvilið hafi sagt við Björgvin að frágengni sem þessi væri stranglega bönnuð. „Það á að vera læsing á þessu þannig að það sé ekkert hægt að lyfta þessu upp.“ „Lögreglan sagði mér að pósta þessu svo fólk myndi vita af þessu og í sjokkinu póstaði ég þessu í vitlausa grúppu,“ segir Björgvin og hlær. „Ég var enn í sjokki þannig þegar ég ætlaði að pósta þessu í Garðabæjargrúppuna fór það óvart í Grafarvogsgrúppuna, það er gamla hverfið mitt. Allt í einu fæ ég símtal frá frændfólki og ég spyr ,Hvernig vissir þú af þessu?' og þá fattaði ég að þetta væri í vitlausri grúppu,“ segir hann. Það sem væri sérstaklega hættulegt væri hvað lokið væri létt. Sjálfur hafi hann getað lyft lokinu upp með annarri hendi. „Þannig það er mjög auðvelt að losa þetta og þess vegna á þetta að vera læst,“ segir Björgvin. Að lokum vildi Björgvin því hvetja fólk til að skoða í kringum sig og athuga hvort brunnlok í nágrenninu séu almennilega fest. Börn og uppeldi Slysavarnir Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Barnung stúlka féll niður loftræstistokk við Þverholt í Mosfellsbæ árið 2015 og hlaut skaða af. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að eigandi fasteignarinnar þar sem slysið átti sér stað bæri skaðabótaábyrgð á slysinu. 4. október 2024 11:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Björgvin Gunnar Björgvinsson, föður drengsins, sem var enn að jafna sig eftir atburði dagsins. „Hann var á leið heim úr leikskólanum með ömmu sinni þegar þetta gerðist. Hann er að labba niður brekku og stígur á þetta málmlok sem ,flippast' og hann dettur ofan í brunninn,“ segir Björgvin. Hún sá hann þá detta ofan í brunninn? „Hún horfði á hann stíga á lokið og hverfa ofan í brunninn. Sem betur var hann ekki einn af því lokið snerist aftur við og hann þá einn niðri í myrkrinu. Hún tekur lokið af, kíkir niður og sér hann standa þarna,“ segir hann. „Lukkulega var ekkert vatn ofan í brunninum af því það hefði getað farið miklu verr ef svo hefði verið.“ Fullorðinn maður hefði ekki komist upp úr Amman hafi í kjölfarið hringt í Neyðarlínuna og aðstandendur stráksins. Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang. Þökk sé skjótum viðbrögðum náði að koma drengnum fljótt upp úr brunninum. „Ég var ekki á staðnum heldur í um það bil tíu-fimmtán mínútna keyrslu frá. Þegar ég fæ símtalið var búið að hringja í Neyðarlínuna og sjúkraflutningamennirnir komnir,“ segir Björgvin. Sjúkraflutningamennirnri hafi náð að koma sér þannig fyrir að annar þeirra gat haldið í hinn sem lét sig síga ofan í brunninn og togaði strákinn upp. Þetta er alveg djúpt þannig að hann hefði aldrei getað komist einn upp? „Nei, aldrei. Ekki einu sinni fullorðinn maður hefði getað komist þarna upp úr því þetta eru alveg tveir metrar eða meira,“ segir Björgvin. „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr.“ Datt sem betur fer með lappirnar á undan „Þegar ég mætti voru sjúkraflutningamennirnir búnir að kíkja á hann og það var allt í lagi með hann. Sem betur fer skall hann ekkert í og meiddi sig ekkert,“ segir Björgvin. Hvað er hann gamall? „Hann er tveggja ára og verður þriggja ára morgun. Þannig hann er bara lítill, ekki þyngri en kannski fimmtán kíló. Það er nóg til þess að flippa þessu loki þannig það þarf ekki mikinn þunga.“ Feðgarnir tveir eru búnir að jafna sig eftir byltuna. Hann lendir þá heppilega á fótunum? „Þetta er svo þröngt að hann gat ekkert dottið neitt öðruvísi. Það sem allir höfðu mestar áhyggjur var að hann hefði farið með höfuðið fyrst. Þá hefði þetta örugglega farið miklu verr.“ Hann var ekkert óttasleginn eftir þetta? „Nei, kannski bara til að byrja með en hann var fljótur að róast niður. Amma hans stóð þarna yfir honum þegar og talaði við hann allan tímann. Hann varð því hratt rólegur.“ „Á endanum fannst honum þetta bara fyndið og spennandi að löggan og slökkviliðið væru komin. Hann fékk að fara inn í lögreglubílinn sem var bara spennandi.“ Hvernig líður fjölskyldunni eftir þessa byltu? „Við erum eiginlega búin að jafna okkur fyrst hann slasaðist ekki og fannst þetta bara fyndið,“ segir hann. Var í svo miklu sjokki að hann ruglaðist á hverfum Lögreglan og slökkvilið hafi sagt við Björgvin að frágengni sem þessi væri stranglega bönnuð. „Það á að vera læsing á þessu þannig að það sé ekkert hægt að lyfta þessu upp.“ „Lögreglan sagði mér að pósta þessu svo fólk myndi vita af þessu og í sjokkinu póstaði ég þessu í vitlausa grúppu,“ segir Björgvin og hlær. „Ég var enn í sjokki þannig þegar ég ætlaði að pósta þessu í Garðabæjargrúppuna fór það óvart í Grafarvogsgrúppuna, það er gamla hverfið mitt. Allt í einu fæ ég símtal frá frændfólki og ég spyr ,Hvernig vissir þú af þessu?' og þá fattaði ég að þetta væri í vitlausri grúppu,“ segir hann. Það sem væri sérstaklega hættulegt væri hvað lokið væri létt. Sjálfur hafi hann getað lyft lokinu upp með annarri hendi. „Þannig það er mjög auðvelt að losa þetta og þess vegna á þetta að vera læst,“ segir Björgvin. Að lokum vildi Björgvin því hvetja fólk til að skoða í kringum sig og athuga hvort brunnlok í nágrenninu séu almennilega fest.
Börn og uppeldi Slysavarnir Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Barnung stúlka féll niður loftræstistokk við Þverholt í Mosfellsbæ árið 2015 og hlaut skaða af. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að eigandi fasteignarinnar þar sem slysið átti sér stað bæri skaðabótaábyrgð á slysinu. 4. október 2024 11:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Barnung stúlka féll niður loftræstistokk við Þverholt í Mosfellsbæ árið 2015 og hlaut skaða af. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að eigandi fasteignarinnar þar sem slysið átti sér stað bæri skaðabótaábyrgð á slysinu. 4. október 2024 11:00