Trúir ekki skýringum og tippar á rifrildi við Rashford Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 11:09 Marcus Rashford skoraði í Portúgal í gærkvöld en var svo tekinn af velli eftir fyrri hálfleik. Getty/Eric Verhoeven Það vakti furðu margra að Marcus Rashford skyldi ekki mæta til leiks í seinni hálfleik, með Manchester United gegn Porto í Portúgal í gær, eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins. Erik ten Hag segir ekki um meiðsli að ræða. United komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, með mörkum frá Rashford og Rasmus Höjlund, en Porto var búið að jafna á 34. mínútu. Leikurinn endaði svo 3-3, með jöfnunarmarki Harry Maguire í blálokin, þrátt fyrir rautt spjald Bruno Fernandes á 81. mínútu. United hefur því gert tvö jafntefli í fyrstu leikjum sínum í Evrópudeildinni. Alejandro Garnacho kom inn á fyrir Rashford í upphafi seinni hálfleiks og Ten Hag sagði það nauðsynlegt með tilliti til leiksins við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Við verðum að rótera. Við byrjuðum ekki með Garnacho inn á en hann hefur átt góða leiktíð. Við eigum annan erfiðan leik á sunnudag svo við þurfum á því að halda að menn séu ferskir. Það er stutt í leikinn við Villa-menn, sem fá að hvíla sig degi lengur, og við vorum að spila útileik,“ sagði Ten Hag á TNT Sports. Don Hutchison, sérfræðingur TNT Sports, tók lítið mark á þessum útskýringum. „Ég kaupi þetta ekki,“ sagði Hutchison. „Marcus Rashford var að spila virkilega vel og var beittur í fyrri hálfleiknum. Ætlið þið þá að segja mér að í stöðunni 2-2 hafi hann verið tekinn af velli því Ten Hag sé með augun á Villa-leiknum? Ef þú ert 2-0 eða 3-0 yfir þá kannski tekurðu menn af velli til að hlífa þeim, á leið í leikinn við Villa. Það er skiljanlegt. En þegar leikurinn er jafn, 2-2, og þeta er stórleikur, þá trúi ég ekki þessari skýringu. Þess vegna velti ég fyrir mér hvort það hafi verið einhver ágreiningur eða rifrildi í klefanum í hálfleik. Það getur gerst. Ég hallast að því. Mér gæti skjátlast en ég hallast að því,“ sagði Hutchison. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
United komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, með mörkum frá Rashford og Rasmus Höjlund, en Porto var búið að jafna á 34. mínútu. Leikurinn endaði svo 3-3, með jöfnunarmarki Harry Maguire í blálokin, þrátt fyrir rautt spjald Bruno Fernandes á 81. mínútu. United hefur því gert tvö jafntefli í fyrstu leikjum sínum í Evrópudeildinni. Alejandro Garnacho kom inn á fyrir Rashford í upphafi seinni hálfleiks og Ten Hag sagði það nauðsynlegt með tilliti til leiksins við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Við verðum að rótera. Við byrjuðum ekki með Garnacho inn á en hann hefur átt góða leiktíð. Við eigum annan erfiðan leik á sunnudag svo við þurfum á því að halda að menn séu ferskir. Það er stutt í leikinn við Villa-menn, sem fá að hvíla sig degi lengur, og við vorum að spila útileik,“ sagði Ten Hag á TNT Sports. Don Hutchison, sérfræðingur TNT Sports, tók lítið mark á þessum útskýringum. „Ég kaupi þetta ekki,“ sagði Hutchison. „Marcus Rashford var að spila virkilega vel og var beittur í fyrri hálfleiknum. Ætlið þið þá að segja mér að í stöðunni 2-2 hafi hann verið tekinn af velli því Ten Hag sé með augun á Villa-leiknum? Ef þú ert 2-0 eða 3-0 yfir þá kannski tekurðu menn af velli til að hlífa þeim, á leið í leikinn við Villa. Það er skiljanlegt. En þegar leikurinn er jafn, 2-2, og þeta er stórleikur, þá trúi ég ekki þessari skýringu. Þess vegna velti ég fyrir mér hvort það hafi verið einhver ágreiningur eða rifrildi í klefanum í hálfleik. Það getur gerst. Ég hallast að því. Mér gæti skjátlast en ég hallast að því,“ sagði Hutchison.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira