Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Þórarinn Þórarinsson skrifar 4. október 2024 10:23 Rafík landaði sínum fyrsta sigri í Ljósleiðaradeildinni með sannfærandi sigri á Sögu í 5. umferð. Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hélt áfram á fimmtudagskvöld með tveimur leikjum þar sem Rafík sigraði Sögu 2-0 og Þór afgreiddi Kano, einnig 2-0. Tómas Jóhannsson og Jón Þór Hermannsson lýstu viðureign Rafík og Sögu í beinni og spenntust allir upp þegar Rafík landaði sínum fyrsta sigri í Ljósleiðaradeildinni með því að „jarðsetja“ Sögu í seinni leiknum þar sem lokatölur voru 13 - 7. Þegar fjórir leikir eru að baki í umferðinni hafa litlar breytingar orðið á stigatöflunni síðan á þriðjudag. Dusty hefur þó vikið niður í 2. sæti fyrir Þór sem trónir á toppnum í augnablikinu og Rafík er komið í 7. sæti úr 9. eftir sögulegan sigur á Sögu í gær. Þó ber að hafa í huga að Dusty og Veca eiga leik til góða því umferðinni lýkur ekki fyrr en annað kvöld, laugardaginn 5. október, með frestuðum leik liðanna. Sjötta umferð hefst síðan með einum leik, þegar Dusty og Ármann mætast, þriðjudaginn 8. október. Umferðin klárast síðan á fimmtudeginum með leikjum ÍA og Hattar, Kano og Venus, Sögu og Veca og Rafík lendir síðan væntanlega í brattri brekku á móti Þór. Rafíþróttir Tengdar fréttir Venus skellti Skagamönnum á botninn Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst í gærkvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Ármann 2-0 og ÍA tapaði í botnbaráttuleik fyrir Venus 1-2. 2. október 2024 10:52 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn
Tómas Jóhannsson og Jón Þór Hermannsson lýstu viðureign Rafík og Sögu í beinni og spenntust allir upp þegar Rafík landaði sínum fyrsta sigri í Ljósleiðaradeildinni með því að „jarðsetja“ Sögu í seinni leiknum þar sem lokatölur voru 13 - 7. Þegar fjórir leikir eru að baki í umferðinni hafa litlar breytingar orðið á stigatöflunni síðan á þriðjudag. Dusty hefur þó vikið niður í 2. sæti fyrir Þór sem trónir á toppnum í augnablikinu og Rafík er komið í 7. sæti úr 9. eftir sögulegan sigur á Sögu í gær. Þó ber að hafa í huga að Dusty og Veca eiga leik til góða því umferðinni lýkur ekki fyrr en annað kvöld, laugardaginn 5. október, með frestuðum leik liðanna. Sjötta umferð hefst síðan með einum leik, þegar Dusty og Ármann mætast, þriðjudaginn 8. október. Umferðin klárast síðan á fimmtudeginum með leikjum ÍA og Hattar, Kano og Venus, Sögu og Veca og Rafík lendir síðan væntanlega í brattri brekku á móti Þór.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Venus skellti Skagamönnum á botninn Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst í gærkvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Ármann 2-0 og ÍA tapaði í botnbaráttuleik fyrir Venus 1-2. 2. október 2024 10:52 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn
Venus skellti Skagamönnum á botninn Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst í gærkvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Ármann 2-0 og ÍA tapaði í botnbaráttuleik fyrir Venus 1-2. 2. október 2024 10:52