Nottingham Forest tapaði leiknum 1-0. Raul Jimenez skoraði sigurmarkið af vítapunktinum en Forest menn voru mjög ósáttir með dómarann þegar hann benti á punktinn. Sérstaklega í ljósi þess að tvisvar áður í leiknum vildi Forest víti, en fékk ekki.
Eigandi félagsins er sagður hafa hegðað sér illa í göngunum sem leiða frá velli og að búningsherbergjunum, en ekki kemur nánar fram í ákærunni hvað hann gerði eða sagði.
Hann hefur andmælarétt til 7. október, félagið má einnig leggja fram ummæli um málið. Fari svo að hann finnist sekur á Forest von á hárri sekt.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Marinakis hefur gagnrýnt dómara deildarinnar. Í viðtali við BBC undir lok síðasta tímabils sagði hann „dómarana hafa kostað liðið stig með sífelldum og endurteknum mistökum.“ Eitthvað sem enska úrvalsdeildin „þyrfti nauðsynlega að bæta úr.“
Forest er í 10. sæti deildarinnar með 9 stig eftir sex umferðir. Næsti leikur liðsins er geggn Chelsea á sunnudag.