Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni segir gagnrýni Jóns Gunnarssonar fyrrverandi samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusárbrú ekki á rökum reista. Vegagerðin sé tilbúin að hefjast handa en bíður eftir grænu ljósi. Eins verður rætt við bæjarstjórann í Árborg um biðina eftir nýrri brú.
Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Krisján Már fylgdist með, rétt eins og hann gerði þegar flugvélin lenti í fyrsta sinn á Keflavíkurflugvelli árið 1993.
Í íþróttafréttunum fylgjumst við með Víkingi, sem þreytti frumraun sína í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í dag.
Og í Íslandi í dag kynnir Vala Matt sér fýlustjórnun í samböndum. Sambandsráðgjafarar segja marga beita slíkri aðferð í stað þess að tjá sig og vinna úr erfiðleikum í samskiptum.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan 18:30.