Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2024 14:58 Fram kemur að sprunga hafi myndast í skálinni við handþvott í desember 2023 og sama mánuð hafi eiginmaðurinn sent verslunni tölvupóst og óskað eftir upplýsingum um hvort skálin væri haldin framleiðslugalla. Myndin er úr safni. Getty Brúðhjón sem fengu hrærivél í brúðkaupsgjöf skulu fá nýja glerskál fyrir hrærivélina frá söluaðilanum eftir að sprunga myndaðist í þriðja eða fjórða handþvotti. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Brúðhjónin vildu meina að skálin væri haldin framleiðslugalla enda hafi skálin engan veginn staðist væntingar og sprunga myndast fljótt. Í úrskurði nefndarinnar má sjá að þann 26. ágúst 2023 hafi hjónin fengið glerskálina fyrir hrærivélina í brúðkaupsgjöf. Glerskálin hafi verið keypt samkvæmt gjafalista þeirra hjóna hjá versluninni þar sem kaupverðið var 16.990 krónur. Fram kemur að sprunga hafi myndast í skálinni við handþvott í desember 2023 og sama mánuð hafi eiginmaðurinn sent verslunni tölvupóst og óskað eftir upplýsingum um hvort skálin væri haldin framleiðslugalla. Töldu skálina ekki í ábyrgð Verslunin leitaði til umboðsaðila skálarframleiðanda á Íslandi og fékk svar nokkrum mánuðum síðar um að verslunin teldi að glerskálin félli ekki undir ábyrgð sína. Verslunin bauð hjónunum þá helmingsafslátt við kaup á nýrri skál, en hjónin féllust ekki á það. Eiginmaðurinn leitaði því til kærunefndarinnar og benti á að skálin hafi aðeins verið notuð og handþvegin þrisvar eða fjórum sinnum frá kaupunum. Benti hann á að á vefsíðu framleiðanda kæmi fram að skálin ætti að þola þvott í uppþvottavél, hitun í örbylgjuofni og gleymslu í frysti. Skálin ætti því að þola ýmislegt, en hann vísaði einnig til umsagna annarra skálareiganda á netinu um að þær brotnuðu auðveldlega. Í varnarorðum verslunarinnar sagði að umboðsmaðurinn teldi að skálin gæti brotnað við ýmsar ytri aðstæður, til dæmis við högg eða hitabreytingar. „Sé til að mynda notað of heitt vatn við uppvask og svo kalt vatn, eða öfugt, geti gler sprungið á sama veg og hafi gerst hjá sóknaraðila.“ Þá sé ekki vitað hvort notkun brúðhjónanna á skálinni „hafi verið eðlileg“. Ekkert bendi til rangrar notkunar hjónanna Ljósmyndir af skálinni voru lagðar fram við meðferð málsins. Kærunefndin tók málið fyrir og segir í niðurstöðukafla sínum að það væri ekkert sem benti til þess að tjónið væri að rekja til rangrar notkunar hjónanna. Gera verði þá kröfu til hluta sem seldir séu að unnt sé að nota þá með hefðbundnum hætti, í samræmi við kynnta eiginleika þeirra. „Hafi glerskálin ekki haft þá eiginleika að þola vel hitabreytingar á vatni við handþvott hennar bar varnaraðila að gera grein fyrir slíkum upplýsingum við kaupin“. Þá geti verslunin ekki borið fyrir sig afstöðu umboðsaðila framleiðanda skálarinnar á Íslandi til málsins enda verslunin bundin af lögum um neytendakaup. Því verði ekki annað séð en að glerskálin hafi verið haldin galla við afhendingu sem olli því að hún entist mun skemur en gera mátti ráð fyrir við kaupin. Verslunin verði því að verða við kröfu hjóanna um afhendingu á nýrri og sambærilegri hrærivélarskál og að sú afhending fari fram án kostnaðar og verulegs óhagræðis fyrir sóknaraðila og innan hæfilegs tíma. Neytendur Brúðkaup Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Brúðhjónin vildu meina að skálin væri haldin framleiðslugalla enda hafi skálin engan veginn staðist væntingar og sprunga myndast fljótt. Í úrskurði nefndarinnar má sjá að þann 26. ágúst 2023 hafi hjónin fengið glerskálina fyrir hrærivélina í brúðkaupsgjöf. Glerskálin hafi verið keypt samkvæmt gjafalista þeirra hjóna hjá versluninni þar sem kaupverðið var 16.990 krónur. Fram kemur að sprunga hafi myndast í skálinni við handþvott í desember 2023 og sama mánuð hafi eiginmaðurinn sent verslunni tölvupóst og óskað eftir upplýsingum um hvort skálin væri haldin framleiðslugalla. Töldu skálina ekki í ábyrgð Verslunin leitaði til umboðsaðila skálarframleiðanda á Íslandi og fékk svar nokkrum mánuðum síðar um að verslunin teldi að glerskálin félli ekki undir ábyrgð sína. Verslunin bauð hjónunum þá helmingsafslátt við kaup á nýrri skál, en hjónin féllust ekki á það. Eiginmaðurinn leitaði því til kærunefndarinnar og benti á að skálin hafi aðeins verið notuð og handþvegin þrisvar eða fjórum sinnum frá kaupunum. Benti hann á að á vefsíðu framleiðanda kæmi fram að skálin ætti að þola þvott í uppþvottavél, hitun í örbylgjuofni og gleymslu í frysti. Skálin ætti því að þola ýmislegt, en hann vísaði einnig til umsagna annarra skálareiganda á netinu um að þær brotnuðu auðveldlega. Í varnarorðum verslunarinnar sagði að umboðsmaðurinn teldi að skálin gæti brotnað við ýmsar ytri aðstæður, til dæmis við högg eða hitabreytingar. „Sé til að mynda notað of heitt vatn við uppvask og svo kalt vatn, eða öfugt, geti gler sprungið á sama veg og hafi gerst hjá sóknaraðila.“ Þá sé ekki vitað hvort notkun brúðhjónanna á skálinni „hafi verið eðlileg“. Ekkert bendi til rangrar notkunar hjónanna Ljósmyndir af skálinni voru lagðar fram við meðferð málsins. Kærunefndin tók málið fyrir og segir í niðurstöðukafla sínum að það væri ekkert sem benti til þess að tjónið væri að rekja til rangrar notkunar hjónanna. Gera verði þá kröfu til hluta sem seldir séu að unnt sé að nota þá með hefðbundnum hætti, í samræmi við kynnta eiginleika þeirra. „Hafi glerskálin ekki haft þá eiginleika að þola vel hitabreytingar á vatni við handþvott hennar bar varnaraðila að gera grein fyrir slíkum upplýsingum við kaupin“. Þá geti verslunin ekki borið fyrir sig afstöðu umboðsaðila framleiðanda skálarinnar á Íslandi til málsins enda verslunin bundin af lögum um neytendakaup. Því verði ekki annað séð en að glerskálin hafi verið haldin galla við afhendingu sem olli því að hún entist mun skemur en gera mátti ráð fyrir við kaupin. Verslunin verði því að verða við kröfu hjóanna um afhendingu á nýrri og sambærilegri hrærivélarskál og að sú afhending fari fram án kostnaðar og verulegs óhagræðis fyrir sóknaraðila og innan hæfilegs tíma.
Neytendur Brúðkaup Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira