Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Gautaborgar og hann kom sínum mönnum yfir með frábæru marki á 36. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
1-0 IFK Göteborg! Kolbeinn Thordarson ger Blåvitt ledningen mot GAIS 🔵⚪
— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) September 30, 2024
📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/jDCErl9mrZ
Í síðari hálfleik bættu heimamenn við marki og Kolbeinn nældi sér í gult spjald áður en hann var tekinn af velli í uppbótartíma, lokatölur 2-0.
🔵⚪️ | Derbyt igång i Göteborg mellan Blåvitt-GAIS. Hyfsad bränning direkt från Blåvitt 🔥 pic.twitter.com/XB8ihMRUOT
— TuttoSvenskan (@TuttoSvenskan) September 30, 2024
Gautaborg er komið með 27 stig í 11. sæti, fimm stigum frá fallsæti og þremur stigum frá Halmstad í 14. sætinu en það sæti spilar að tímabilinu loknu umspilsleik við liðið í 3. sæti B-deildar um sæti í efstudeild.