Miðvörðurinn skrifaði nýverið undir nýjan samning við Palmeiras til ársins 2028. Í samningnum er klásúla sem gerir liðum kleift að kaupa hann á 100 milljónir evra eða 15 milljarða íslenskra króna.
Líklega er félagið þó til í að selja táninginn á talsvert lægri upphæð en það vonast engu að síður til að halda Reis í sínum röðum fram yfir HM félagsliða sem fram fer á næsta ári.
Í frétt The Athletic segir að ásamt Arsenal og Real Madríd séu einu liðin sem hafa lagt fram fyrirspurn varðandi möguleikann á að fá leikmanninn í sínar raðir. Barcelona, Liverpool og Chelsea eru einnig með leikmanninn á óskalista sínum.
Arsenal and Real Madrid are among a host of European clubs who have shown an interest in signing Palmeiras centre-back Vitor Reis.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 30, 2024
The two sides have made initial enquiries with Palmeiras and the player’s representatives regarding his availability, although there have been no… pic.twitter.com/nu3UnxL0Eh
Flest þessara liða að Chelsea undanskildu eru með brasilíska leikmenn á sínum snærum en Real Madríd er án efa það lið sem hefur verið hvað duglegast að kaupa efnilega leikmenn þaðan undanfarin ár.
Hvort þeir bæti Reis við listann sem inniheldur Éder Militão, Vinícius Júnior, Rodrygo og Endrick kemur í ljós á næstu misserum.