Fyrirliðinn heitir fullu nafni Alexandra Popp-Höppe og hefur spilað fyrir A-landslið Þýskalands frá árinu 2010. Alls hefur hún spilað 144 leiki og skorað 67 mörk. Þá spilaði hún á sínum tíma 47 leiki fyrir yngri landslið Þýskalands og skoraði í þeim 37 mörk.
An incredible chapter closes as Alexandra Popp retires from international football! With 128 caps, 61 goals, and an Olympic gold in 2016, her passion has been inspiring 😍#DFB #GermanFootball #GermanWNT
— German Football (@DFB_Team_EN) September 30, 2024
📸 DFB/Yuliia Perekopaiko & DFB/Sofieke van Bilsen pic.twitter.com/CjPNYkbGkn
A-landsleikirnir verða þá að öllum líkindum 145 eða jafnvel 146 þar sem Þýskaland mætir Ástralíu þann 25. október næstkomandi og Ástralíu þremur dögum síðar. Eftir það fara landsliðsskór Popp upp í hillu.
Popp hefur tekið þátt í fjórum heimsmeistaramótum með Þýskalandi. Þá var hún í liðinu sem vann Ólympíuleikana 2016 sem og því sem tapaði fyrir Englandi í úrslitum EM 2022.
Uns bleibt nur eins: DANKE zu sagen, an eine der besten Fußballerinnen weltweit. 🙏 Es war uns eine Freude, dich über all die Jahre zu begleiten. Als Kapitänin der Nationalmannschaft bist du auf und neben dem Platz vorangegangen. [1/2] pic.twitter.com/Dtt5lBi73W
— DFB-Frauen (@DFB_Frauen) September 30, 2024
Þessi magnaði leikmaður er samningsbundin Wolfsburg út þetta tímabil. Hún hefur spilað fyrir liðið síðan 2012 og tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu, sjö sinnum orðið þýskur meistari og tíu sinnum bikarmeistari.
Einnig vann Popp Meistaradeild Evrópu sem og bikarkeppnina í tvígang með fyrsta félagi sínu, FCR 2001 Duisburg.