Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. september 2024 18:10 Ali Khamenei, æðsti klerkur Íran, lýsti yfir stuðningi við Hezbollah eftir fall leiðtoga samtakanna í dag. Getty/Skrifstofa æðsta klerks Íran Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út. Óvíst er hversu margir fórust í umfangsmiklum árásum Ísrael í nótt. Minnst sjö hundruð hafa farist á síðustu tveimur vikum og meira en 200 þúsund þurft að flýja heimili sín. Talið er að 50 þúsund hafi flúið yfir landamærin til Sýrlands. „Hans tign, Hassan Nasrallah, yfirmaður Hezbollah, sameinaðist hinum miklu píslavottum sínum sem hann leiddi ítrekað til sigurs í nær 30 ár.“ Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah til þrjátíu ára var felldur í loftárás Ísrael í nótt.AP Photo/Mohammed Zaatari Svona hljóðaði yfirlýsing sem Hezbollah sendi frá sér rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. Í yfirlýsingunni hétu samtökin því að halda áfram því helga stríði, sem þau hefðu staðið í gegn Ísrael til stuðnings Gaza og palestínku þjóðinni. Ísraelski herinn hafði tilkynnt það í morgun á samfélagsmiðlinum X að Nasrallah myndi ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. „Nasrallah var lífshættulegur þúsundum Ísraelsmanna og annarra borgara,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, í yfirlýsingu í dag. „Hezbollah dregur Líbanon og allan heimshlutann inn í stigvaxandi átök. Ísrael sækist ekki eftir stigvaxandi átökum,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers. Húsarústir eftir loftárásir Ísraela.AP Photo/Hussein Malla Ísraelar segjast nú hafa grandað öllum helstu toppum innan Hezbollah Fullyrða má að með þessu aukist spennan á svæðinu en hún hefur farið stigvaxandi síðustu vikur. Írönsk yfirvöld, sem styðja Hezbollah og fleiri álíka samtök, fordæmdu aðgerðir Ísrael í dag. Hamas í Palestínu og Hútar í Jemen lýstu yfir stuðningi við Hezbollah í kjölfarið. „Allir múslimar eru skyldugir að styðja líbönsku þjóðina og hina hugprúðu Hezbollah með ráðum og dáð og hjálpa þeim við að berjast gegn hinum rángjarna, harðráða og illa óvini,“ sagði í yfirlýsingu Ayatollah Khamenei, æðstaklerks Íran. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Tengdar fréttir Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. 28. september 2024 14:24 Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22 Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. 27. september 2024 23:18 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Óvíst er hversu margir fórust í umfangsmiklum árásum Ísrael í nótt. Minnst sjö hundruð hafa farist á síðustu tveimur vikum og meira en 200 þúsund þurft að flýja heimili sín. Talið er að 50 þúsund hafi flúið yfir landamærin til Sýrlands. „Hans tign, Hassan Nasrallah, yfirmaður Hezbollah, sameinaðist hinum miklu píslavottum sínum sem hann leiddi ítrekað til sigurs í nær 30 ár.“ Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah til þrjátíu ára var felldur í loftárás Ísrael í nótt.AP Photo/Mohammed Zaatari Svona hljóðaði yfirlýsing sem Hezbollah sendi frá sér rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. Í yfirlýsingunni hétu samtökin því að halda áfram því helga stríði, sem þau hefðu staðið í gegn Ísrael til stuðnings Gaza og palestínku þjóðinni. Ísraelski herinn hafði tilkynnt það í morgun á samfélagsmiðlinum X að Nasrallah myndi ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. „Nasrallah var lífshættulegur þúsundum Ísraelsmanna og annarra borgara,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, í yfirlýsingu í dag. „Hezbollah dregur Líbanon og allan heimshlutann inn í stigvaxandi átök. Ísrael sækist ekki eftir stigvaxandi átökum,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers. Húsarústir eftir loftárásir Ísraela.AP Photo/Hussein Malla Ísraelar segjast nú hafa grandað öllum helstu toppum innan Hezbollah Fullyrða má að með þessu aukist spennan á svæðinu en hún hefur farið stigvaxandi síðustu vikur. Írönsk yfirvöld, sem styðja Hezbollah og fleiri álíka samtök, fordæmdu aðgerðir Ísrael í dag. Hamas í Palestínu og Hútar í Jemen lýstu yfir stuðningi við Hezbollah í kjölfarið. „Allir múslimar eru skyldugir að styðja líbönsku þjóðina og hina hugprúðu Hezbollah með ráðum og dáð og hjálpa þeim við að berjast gegn hinum rángjarna, harðráða og illa óvini,“ sagði í yfirlýsingu Ayatollah Khamenei, æðstaklerks Íran.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Tengdar fréttir Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. 28. september 2024 14:24 Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22 Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. 27. september 2024 23:18 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. 28. september 2024 14:24
Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22
Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. 27. september 2024 23:18