Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. september 2024 18:10 Ali Khamenei, æðsti klerkur Íran, lýsti yfir stuðningi við Hezbollah eftir fall leiðtoga samtakanna í dag. Getty/Skrifstofa æðsta klerks Íran Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út. Óvíst er hversu margir fórust í umfangsmiklum árásum Ísrael í nótt. Minnst sjö hundruð hafa farist á síðustu tveimur vikum og meira en 200 þúsund þurft að flýja heimili sín. Talið er að 50 þúsund hafi flúið yfir landamærin til Sýrlands. „Hans tign, Hassan Nasrallah, yfirmaður Hezbollah, sameinaðist hinum miklu píslavottum sínum sem hann leiddi ítrekað til sigurs í nær 30 ár.“ Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah til þrjátíu ára var felldur í loftárás Ísrael í nótt.AP Photo/Mohammed Zaatari Svona hljóðaði yfirlýsing sem Hezbollah sendi frá sér rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. Í yfirlýsingunni hétu samtökin því að halda áfram því helga stríði, sem þau hefðu staðið í gegn Ísrael til stuðnings Gaza og palestínku þjóðinni. Ísraelski herinn hafði tilkynnt það í morgun á samfélagsmiðlinum X að Nasrallah myndi ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. „Nasrallah var lífshættulegur þúsundum Ísraelsmanna og annarra borgara,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, í yfirlýsingu í dag. „Hezbollah dregur Líbanon og allan heimshlutann inn í stigvaxandi átök. Ísrael sækist ekki eftir stigvaxandi átökum,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers. Húsarústir eftir loftárásir Ísraela.AP Photo/Hussein Malla Ísraelar segjast nú hafa grandað öllum helstu toppum innan Hezbollah Fullyrða má að með þessu aukist spennan á svæðinu en hún hefur farið stigvaxandi síðustu vikur. Írönsk yfirvöld, sem styðja Hezbollah og fleiri álíka samtök, fordæmdu aðgerðir Ísrael í dag. Hamas í Palestínu og Hútar í Jemen lýstu yfir stuðningi við Hezbollah í kjölfarið. „Allir múslimar eru skyldugir að styðja líbönsku þjóðina og hina hugprúðu Hezbollah með ráðum og dáð og hjálpa þeim við að berjast gegn hinum rángjarna, harðráða og illa óvini,“ sagði í yfirlýsingu Ayatollah Khamenei, æðstaklerks Íran. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Tengdar fréttir Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. 28. september 2024 14:24 Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22 Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. 27. september 2024 23:18 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Óvíst er hversu margir fórust í umfangsmiklum árásum Ísrael í nótt. Minnst sjö hundruð hafa farist á síðustu tveimur vikum og meira en 200 þúsund þurft að flýja heimili sín. Talið er að 50 þúsund hafi flúið yfir landamærin til Sýrlands. „Hans tign, Hassan Nasrallah, yfirmaður Hezbollah, sameinaðist hinum miklu píslavottum sínum sem hann leiddi ítrekað til sigurs í nær 30 ár.“ Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah til þrjátíu ára var felldur í loftárás Ísrael í nótt.AP Photo/Mohammed Zaatari Svona hljóðaði yfirlýsing sem Hezbollah sendi frá sér rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. Í yfirlýsingunni hétu samtökin því að halda áfram því helga stríði, sem þau hefðu staðið í gegn Ísrael til stuðnings Gaza og palestínku þjóðinni. Ísraelski herinn hafði tilkynnt það í morgun á samfélagsmiðlinum X að Nasrallah myndi ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. „Nasrallah var lífshættulegur þúsundum Ísraelsmanna og annarra borgara,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, í yfirlýsingu í dag. „Hezbollah dregur Líbanon og allan heimshlutann inn í stigvaxandi átök. Ísrael sækist ekki eftir stigvaxandi átökum,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers. Húsarústir eftir loftárásir Ísraela.AP Photo/Hussein Malla Ísraelar segjast nú hafa grandað öllum helstu toppum innan Hezbollah Fullyrða má að með þessu aukist spennan á svæðinu en hún hefur farið stigvaxandi síðustu vikur. Írönsk yfirvöld, sem styðja Hezbollah og fleiri álíka samtök, fordæmdu aðgerðir Ísrael í dag. Hamas í Palestínu og Hútar í Jemen lýstu yfir stuðningi við Hezbollah í kjölfarið. „Allir múslimar eru skyldugir að styðja líbönsku þjóðina og hina hugprúðu Hezbollah með ráðum og dáð og hjálpa þeim við að berjast gegn hinum rángjarna, harðráða og illa óvini,“ sagði í yfirlýsingu Ayatollah Khamenei, æðstaklerks Íran.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Tengdar fréttir Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. 28. september 2024 14:24 Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22 Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. 27. september 2024 23:18 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. 28. september 2024 14:24
Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22
Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. 27. september 2024 23:18