Fótbolti

Hlín á skotskónum og Kristian­stad dreymir um Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir spiluðu allan leikinn í góðum sigri Kristianstad.
Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir spiluðu allan leikinn í góðum sigri Kristianstad. Kristianstad

Hlín Eiríksdóttir skoraði síðara mark Kristianstad í 2-0 sigri á Brommapojkarna í efstu deild kvenna í knattspyrnu í Svíþjóð.

Hlín og Guðný Árnadóttir léku allan leikinn í liði heimamanna, Guðný í vörninni og Hlín í fremstu línu. Katla Tryggvadóttir var ekki í leikmannahóp Kristianstad í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var það reynsluboltinn frá Ástralíu, Clare Polkinghorne, sem kom Kristianstad yfir snemma í síðari hálfleik. Hlín fékk gult spjald á 83. mínúut leiksins en kláraði leikinn fyrir heimaliðið ekki löngur síðar. 

Lokatölur 2-0 og með sigrinum fer Kristianstad upp í 41 stig í 4. sæti. Íslendingaliðið er nú aðeins fjórum stigum á eftir Häcken sem er í 2. sæti en á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×