Skoða betri úrræði fyrir unglinga í gæsluvarðhaldi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. september 2024 11:22 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Það gengur ekki upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga sem fremja afbrot. Þetta segir dómsmálaráðherra sem telur alveg ljóst að betri úrræði skorti og gera þurfi úrbætur. Framkvæmdastjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu lýsti áhyggjum af erfiðri stöðu á Stuðlum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vernda þurfi börnin sem þar dvelja fyrir hvert öðru en húsakosturinn bjóði ekki upp á aldursskiptingu. Móðir þrettán ára drengs lýsti svipuðum áhyggjum en sonur hennar var neyðarvistaður á Stuðlum nokkrum sinnum í ár, þar sem hann komst í kynni við mun eldri drengi sem sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum að sjá núna fram á nýjar áskoranir varðandi unga gerendur og við höfum verið að nota Stuðla, sem er meðferðarstofnun, sem ígildi gæsluvarðhalds fyrir unglinga og það getur ekki gengið upp til lengdar. Þannig við þurfum að endurhugsa þetta alveg upp á nýtt. Við höfum verið með tiltölulega stóran hóp, miðað við fyrri ár, af ungum gerendum,“ segir Guðrún. Það skorti betri úrræði fyrir börn og ungmenni sem fremja afbrot þar sem bæði öryggi þeirra og borgaranna sé tryggt. „Við þurfum vitaskuld alltaf að hlaupa hratt þegar að börnin okkar og unglingarnir eru annars vegar, því að æska þeirra er tiltölulega stutt og það á við í öllum málum sem varða börn. Þegar upp koma vandamál í lífi barna þá viljum við að kerfin okkar geti gripið þau hratt og vel.“ Ljóst sé að bregðast þurfi hratt við með bættum úrræðum. Það sé til skoðunar innan ráðuneytisins auk þess sem hún hafi átt um það samtöl við barnamálaráðherra. „Við erum að skoða þetta og við þurfum að gera úrbætur, það er alveg ljóst,“ segir Guðrún. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fangelsismál Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu lýsti áhyggjum af erfiðri stöðu á Stuðlum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vernda þurfi börnin sem þar dvelja fyrir hvert öðru en húsakosturinn bjóði ekki upp á aldursskiptingu. Móðir þrettán ára drengs lýsti svipuðum áhyggjum en sonur hennar var neyðarvistaður á Stuðlum nokkrum sinnum í ár, þar sem hann komst í kynni við mun eldri drengi sem sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum að sjá núna fram á nýjar áskoranir varðandi unga gerendur og við höfum verið að nota Stuðla, sem er meðferðarstofnun, sem ígildi gæsluvarðhalds fyrir unglinga og það getur ekki gengið upp til lengdar. Þannig við þurfum að endurhugsa þetta alveg upp á nýtt. Við höfum verið með tiltölulega stóran hóp, miðað við fyrri ár, af ungum gerendum,“ segir Guðrún. Það skorti betri úrræði fyrir börn og ungmenni sem fremja afbrot þar sem bæði öryggi þeirra og borgaranna sé tryggt. „Við þurfum vitaskuld alltaf að hlaupa hratt þegar að börnin okkar og unglingarnir eru annars vegar, því að æska þeirra er tiltölulega stutt og það á við í öllum málum sem varða börn. Þegar upp koma vandamál í lífi barna þá viljum við að kerfin okkar geti gripið þau hratt og vel.“ Ljóst sé að bregðast þurfi hratt við með bættum úrræðum. Það sé til skoðunar innan ráðuneytisins auk þess sem hún hafi átt um það samtöl við barnamálaráðherra. „Við erum að skoða þetta og við þurfum að gera úrbætur, það er alveg ljóst,“ segir Guðrún.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fangelsismál Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira