Sextán ára dómur fyrir manndráp í Drangahrauni stendur Jón Þór Stefánsson skrifar 26. september 2024 15:07 Maciej Jakub Talik kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness síðasta haust klæddur bol með áletruninni „welcome to gangland“ sem mætti þýða „velkomin í land gengjanna“. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm Maciej Jakub Talik fyrir að verða herbergisfélaga sínum, Jaroslaw Kaminski, að bana í Drangahrauni í Hafnarfirði sumarið 2023. Honum var gert að greiða þrjár og hálfa milljón króna í áfrýjunarkostnað. Maciej var gefið að sök að svipta Jaroslaw, meðleigjenda sinn, lífi aðfaranótt þjóðhátíðardagsins 17. júní árið 2023. Hann hafi stungið hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk, en samkvæmt ákæru lét Jaroslaw lífið vegna áverka á hjarta. Landsréttur sagði Maciej eiga sér engar málsbætur sem geti haft þýðingu við úrlausn málsins. Honum hafði í héraði verið gert að greiða tveimur aðstandenum hins látna samtals tæplega fjörutíu milljónir króna. Landsréttur staðfesti þær upphæðir. Sjá einnig: Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Fyrir dómi viðurkenndi Maciej að hafa stungið Jaroslaw, en neitaði sök og bar fyrir sig að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þó sagðist hann taka hvaða refsingu sem er, en gagnrýndi málatilbúnað lögreglu. „Eitt sem ég get ekki tekið undir er að lögreglan hafi snúið málinu við svo það væri eins og ég hefði drepið hann eins og rottu.“ Þeir tveir hafi farið út á lífið í Hafnarfirði kvöldið örlagaríka og verið fram á morgun. Þegar þeir hafi komið heim hafi Maciej verið ákveðinn og sagt að hann myndi ekki greiða honum umfram það sem þeir höfðu samið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Hann sagðist hafa orðið mjög hræddur eftir að hafa stungið meðleigjenda sinn ítrekað. Hann hafi flúið íbúðina og athugað hvort honum væri veitt eftirför. „Ég var rosa hræddur og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hef aldrei verið svona hræddur.“ „Fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ Á meðal gagna málsins voru skilaboð sem Maciej sendi vini sínum sama kvöld. Þar hótaði hann að myrða Jaroslaw. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig,“ stóð í umræddum skilaboðum. Hann sagðist oft hafa sent skilaboð sem þessi úti í Póllandi. Hann hefði ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar var birtur. Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Maciej var gefið að sök að svipta Jaroslaw, meðleigjenda sinn, lífi aðfaranótt þjóðhátíðardagsins 17. júní árið 2023. Hann hafi stungið hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk, en samkvæmt ákæru lét Jaroslaw lífið vegna áverka á hjarta. Landsréttur sagði Maciej eiga sér engar málsbætur sem geti haft þýðingu við úrlausn málsins. Honum hafði í héraði verið gert að greiða tveimur aðstandenum hins látna samtals tæplega fjörutíu milljónir króna. Landsréttur staðfesti þær upphæðir. Sjá einnig: Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Fyrir dómi viðurkenndi Maciej að hafa stungið Jaroslaw, en neitaði sök og bar fyrir sig að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þó sagðist hann taka hvaða refsingu sem er, en gagnrýndi málatilbúnað lögreglu. „Eitt sem ég get ekki tekið undir er að lögreglan hafi snúið málinu við svo það væri eins og ég hefði drepið hann eins og rottu.“ Þeir tveir hafi farið út á lífið í Hafnarfirði kvöldið örlagaríka og verið fram á morgun. Þegar þeir hafi komið heim hafi Maciej verið ákveðinn og sagt að hann myndi ekki greiða honum umfram það sem þeir höfðu samið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Hann sagðist hafa orðið mjög hræddur eftir að hafa stungið meðleigjenda sinn ítrekað. Hann hafi flúið íbúðina og athugað hvort honum væri veitt eftirför. „Ég var rosa hræddur og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hef aldrei verið svona hræddur.“ „Fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ Á meðal gagna málsins voru skilaboð sem Maciej sendi vini sínum sama kvöld. Þar hótaði hann að myrða Jaroslaw. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig,“ stóð í umræddum skilaboðum. Hann sagðist oft hafa sent skilaboð sem þessi úti í Póllandi. Hann hefði ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar var birtur.
Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent