Hvern gæti Man City sótt í stað Rodri? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2024 23:03 Pierre Lees-Melou, leikmaður Brest, í Frakklandi, er óvænt á lista BBC yfir þá leikmenn sem Man City gæti sótt til að fylla skarð Rodri. Jean Catuffe/Getty Images Fyrr í dag staðfesti enska knattspyrnufélagið Manchester City að spænski miðjumaðurinn Rodri væri með slitið krossband í hné. Það þýðir að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð og því gæti Man City sótt miðjumann þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik um áramótin, en hvern? We can confirm that Rodri has suffered a ligament injury to his right knee.Everyone at the Club wishes him a speedy recovery 🩵More information 👇— Manchester City (@ManCity) September 25, 2024 Hinn 28 ára gamli Rodri hefur undanfarin misseri verið hreint út sagt ómissandi fyrir Pep Guardiola og lið hans. Með Rodri innanborðs var liðið svo gott sem óstöðvandi en án hans var liðið í stökustu vandræðum. Tölfræðin bakkar þetta upp en með Rodri hefur Man City aðeins tapað 11 prósent viðureigna sinna síðan 2019 á meðan liðið hefur tapað 24 prósent leikja sinna þegar Rodri er fjarri góðu gamni. Nú er ljóst að Pep þarf að stilla upp liði án Rodri næstu mánuðina og þar sem leikmannahópur þess er heldur þunnskipaður á miðsvæðinu gæti farið svo að þjálfarinn leitist eftir styrkingu í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman nokkur nöfn sem gætu verið á blaði hjá Englandsmeisturunum. Leon Goretzka (29 ára, Bayern München) Harry Kane og Goretzka á góðri stund.Alexander Hassenstein/Getty Images Þjóðverjinn er ekki inn í myndinni hjá Vincent Kompany, þjálfara Bayern, og gæti stokkið á tækifærið að ganga í raðir Man City. Samkvæmt tölfræðiforriti Opta er Goretzka einna líkastur Rodri sóknarlega en á þó nokkuð í land varnarlega. Martin Zubimendi (25 ára, Real Sociedad) Spánverjinn Zubimendi fyllti skarð Rodri í úrslitaleik EM síðasta sumar og gæti nú gert slíkt hið sama ef Man City tekst að sannfæra hann um að koma til Englands. Adam Wharton (20 ára, Crystal Palace) Þessi ungi Englendingur gekk í raðir Palace í janúar á þessu ári og var í kjölfarið valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM. Hefur spilað djúpur á miðju fyrir Palace en getur einnig spilað framar á vellinum. BBC telur þó að hann muni kosta skildinginn þar sem hann er aðeins nýgenginn í raðir Palace og enskir leikmenn kosta alltaf sitt. Bruno Guimarães (26 ára, Newcastle United) Gæti hann loks farið til Man City?Vísir/Getty Images Brasilíumaðurinn hefur verið gríðarlega öflugur síðan hann gekk í raðir Newcastle sumarið 2022. Var orðaður við Man City í sumar en Englandsmeistararnir voru ekki tilbúnir að borga uppsett verð. Hefur byrjað tímabilið brösuglega en Newcastle myndi samt sem áður vilja sama verð og var sett á leikmanninn síðasta sumar. Frenkie de Jong (27 ára, Barcelona) Gæti De Jong endað í Manchester eftir allt saman?Pedro Salado/Getty Images Hollendingurinn var orðaður við Man United lengi vel en ekkert varð af þeim vistaskiptum. De Jong virðist líða vel í Katalóníu en fjárhagsvandræði Barcelona eru ekkert að fara gufa upp á næstunni og gæti gott tilboð heillað endurskoðendur félagsins. De Jong hefur hins vegar ekki enn spilað á þessari leiktíð þar sem hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðan í apríl á þessu ári. Pierre Lees-Melou (31 árs, Brest) Óvæntasta nafnið á lista BBC. Samkvæmt Opta er hann í fjórða sæti þegar kemur að leikmönnum sem eru hvað líkastir Rodri. Gekk í raðir Brest árið 2022 og hefur notið sín í botn síðan. Valinn í lið ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð og hjálpaði Brest að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögunni. Hvort það sé nóg fyrir Pep Guardiola verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Það þýðir að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð og því gæti Man City sótt miðjumann þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik um áramótin, en hvern? We can confirm that Rodri has suffered a ligament injury to his right knee.Everyone at the Club wishes him a speedy recovery 🩵More information 👇— Manchester City (@ManCity) September 25, 2024 Hinn 28 ára gamli Rodri hefur undanfarin misseri verið hreint út sagt ómissandi fyrir Pep Guardiola og lið hans. Með Rodri innanborðs var liðið svo gott sem óstöðvandi en án hans var liðið í stökustu vandræðum. Tölfræðin bakkar þetta upp en með Rodri hefur Man City aðeins tapað 11 prósent viðureigna sinna síðan 2019 á meðan liðið hefur tapað 24 prósent leikja sinna þegar Rodri er fjarri góðu gamni. Nú er ljóst að Pep þarf að stilla upp liði án Rodri næstu mánuðina og þar sem leikmannahópur þess er heldur þunnskipaður á miðsvæðinu gæti farið svo að þjálfarinn leitist eftir styrkingu í janúar. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman nokkur nöfn sem gætu verið á blaði hjá Englandsmeisturunum. Leon Goretzka (29 ára, Bayern München) Harry Kane og Goretzka á góðri stund.Alexander Hassenstein/Getty Images Þjóðverjinn er ekki inn í myndinni hjá Vincent Kompany, þjálfara Bayern, og gæti stokkið á tækifærið að ganga í raðir Man City. Samkvæmt tölfræðiforriti Opta er Goretzka einna líkastur Rodri sóknarlega en á þó nokkuð í land varnarlega. Martin Zubimendi (25 ára, Real Sociedad) Spánverjinn Zubimendi fyllti skarð Rodri í úrslitaleik EM síðasta sumar og gæti nú gert slíkt hið sama ef Man City tekst að sannfæra hann um að koma til Englands. Adam Wharton (20 ára, Crystal Palace) Þessi ungi Englendingur gekk í raðir Palace í janúar á þessu ári og var í kjölfarið valinn í leikmannahóp Englands fyrir EM. Hefur spilað djúpur á miðju fyrir Palace en getur einnig spilað framar á vellinum. BBC telur þó að hann muni kosta skildinginn þar sem hann er aðeins nýgenginn í raðir Palace og enskir leikmenn kosta alltaf sitt. Bruno Guimarães (26 ára, Newcastle United) Gæti hann loks farið til Man City?Vísir/Getty Images Brasilíumaðurinn hefur verið gríðarlega öflugur síðan hann gekk í raðir Newcastle sumarið 2022. Var orðaður við Man City í sumar en Englandsmeistararnir voru ekki tilbúnir að borga uppsett verð. Hefur byrjað tímabilið brösuglega en Newcastle myndi samt sem áður vilja sama verð og var sett á leikmanninn síðasta sumar. Frenkie de Jong (27 ára, Barcelona) Gæti De Jong endað í Manchester eftir allt saman?Pedro Salado/Getty Images Hollendingurinn var orðaður við Man United lengi vel en ekkert varð af þeim vistaskiptum. De Jong virðist líða vel í Katalóníu en fjárhagsvandræði Barcelona eru ekkert að fara gufa upp á næstunni og gæti gott tilboð heillað endurskoðendur félagsins. De Jong hefur hins vegar ekki enn spilað á þessari leiktíð þar sem hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðan í apríl á þessu ári. Pierre Lees-Melou (31 árs, Brest) Óvæntasta nafnið á lista BBC. Samkvæmt Opta er hann í fjórða sæti þegar kemur að leikmönnum sem eru hvað líkastir Rodri. Gekk í raðir Brest árið 2022 og hefur notið sín í botn síðan. Valinn í lið ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð og hjálpaði Brest að komast í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögunni. Hvort það sé nóg fyrir Pep Guardiola verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira