Manngerð hlýnun gerði flóðin í Evrópu tvöfalt líklegri en ella Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 12:03 Svona var umhorfs í bænum Ladek-Zdroj í suðvestanverðu Póllandi í síðustu viku eftir flóð þar. Gríðarleg úrkoma féll í Mið-Evrópu á fáum dögum fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Hnattræn hlýnun af völdum manna tvöfaldaði líkurnar á úrhellinu sem olli mannskæðum flóðum í Mið-Evrópu í síðustu viku. Að minnsta kosti 24 fórust í flóðunum sem eru sögð þau verstu í að minnsta kosti tuttugu ár. Hópur vísindamanna sem rannsakar áhrif loftslagsbreytinga á veðuröfgar segir að úrkoman sem féll í Mið-Evrópu á fjórum dögum í storminum Boris sé sú mesta sem hefur mælst þar. Loftslagsbreytingar hafi gert úrhellið tvöfalt líklegra en ella og sjö prósent ákafara, að því er segir í frétt Reuters. Aur og braki skolaði yfir borgir og bæi í flóðunum í löndum eins og Tékklandi, Póllandi, Rúmeníu og víðar. Skemmdir urðu á byggingum, brýr hrundu og stíflur brustu. Áætlað eignatjón hleypur á milljörðum dollara. Þó að aðstæðurnar sem skópu óveðrið, kalt loft sem kom yfir Alpana og mætti heitu og röku loftni yfir Miðjarðar- og Svartahafi, hafi verið óvenjulegar magni hnattræn hlýnun upp óveður af þessu tagi og gerir þau tíðari. Miðað við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,3 gráður frá upphafi iðnbyltingar, ættu óveður af þessu tagi að eiga sér stað á hundrað til þrjú hundruð ára fresti. Fari hlýnunin umfram tvær gráður verði þau helmingi tíðari og fimm prósent ákafari. Útlit er fyrir hlýnun jarðar nái tveimur gráðum fyrir miðja öldina. „Enn og aftur undirstrika þessi flóð hrikalegar afleiðingar hlýnunar af völdum jarðefnaeldsneytis,“ segir Joyce Kimutai frá Imperial College í London sem einn höfunda skýrslunnar sem World Weather Attribution gaf út. Hópurinn hvetur ríki heims til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að fyrirbyggja að öfgaveður af þessu tagi verði tíðari og hættulegri samfara vaxandi hlýnun jarðar. Náttúruhamfarir Loftslagsmál Pólland Tékkland Tengdar fréttir Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06 Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Hópur vísindamanna sem rannsakar áhrif loftslagsbreytinga á veðuröfgar segir að úrkoman sem féll í Mið-Evrópu á fjórum dögum í storminum Boris sé sú mesta sem hefur mælst þar. Loftslagsbreytingar hafi gert úrhellið tvöfalt líklegra en ella og sjö prósent ákafara, að því er segir í frétt Reuters. Aur og braki skolaði yfir borgir og bæi í flóðunum í löndum eins og Tékklandi, Póllandi, Rúmeníu og víðar. Skemmdir urðu á byggingum, brýr hrundu og stíflur brustu. Áætlað eignatjón hleypur á milljörðum dollara. Þó að aðstæðurnar sem skópu óveðrið, kalt loft sem kom yfir Alpana og mætti heitu og röku loftni yfir Miðjarðar- og Svartahafi, hafi verið óvenjulegar magni hnattræn hlýnun upp óveður af þessu tagi og gerir þau tíðari. Miðað við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,3 gráður frá upphafi iðnbyltingar, ættu óveður af þessu tagi að eiga sér stað á hundrað til þrjú hundruð ára fresti. Fari hlýnunin umfram tvær gráður verði þau helmingi tíðari og fimm prósent ákafari. Útlit er fyrir hlýnun jarðar nái tveimur gráðum fyrir miðja öldina. „Enn og aftur undirstrika þessi flóð hrikalegar afleiðingar hlýnunar af völdum jarðefnaeldsneytis,“ segir Joyce Kimutai frá Imperial College í London sem einn höfunda skýrslunnar sem World Weather Attribution gaf út. Hópurinn hvetur ríki heims til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að fyrirbyggja að öfgaveður af þessu tagi verði tíðari og hættulegri samfara vaxandi hlýnun jarðar.
Náttúruhamfarir Loftslagsmál Pólland Tékkland Tengdar fréttir Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06 Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06
Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila