Skyldur vinnuveitenda gífurlegar í erfiðum málum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. september 2024 22:47 Adríana Pétursdóttir, formaður Mannauðs félags mannauðsfólks á íslandi. Aðsend „Varðandi MeToo-umræðuna. Að mörgu leyti hefur regluverkið ekki mikið breyst í gegnum tíðina. Kannski hefur verið skerpt aðeins á því hvað telst einelti og hvað er ofbeldi og slíkt en fyrirtækin eru að taka þetta miklu miklu fastari tökum og miklu meira formfast og rannsaka þetta með skipulögðum hætti. Málin eru bara svo flókin, það er engin ein leið rétt.“ Þetta segir Adríana Pétursdóttir, formaður Mannauðs félags mannauðsfólks á íslandi, um viðbragð fyrirtækja við áreitni og ofbeldi starfsmanna gagnvart öðrum starfsmönnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um mál Sólon Guðmundssonar, sem lést í sjálfsvígi stuttu eftir að honum var gert að segja upp störfum hjá Icelandair sem flugmaður að sögn aðstandenda hans. Fimm konur sem starfa eða hafa starfað hjá Icelandair segjast hafa verið beittar ofbeldi af hálfu samstarfsmanni þeirra og ein þeirra hefur lagt fram kæru á hendur honum fyrir nauðgun. Adríana tók samtalið í Reykjavík síðdegis í dag í ljósi umræðunnar og ræddi hvernig fyrirtæki eigi að bregðast við ásökunum um áreitni. Spurð hvenær sé tímabært að segja upp starfsmanni vegna kvörtunar, þegar að kæra er ekki komin upp segir hún: „Þetta er mjög flókið. Það er ekki ein þumalputtaregla að ef þú gerir þetta þá verður þér sagt upp. Málin eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Það er stundum langur aðdragandi og stundum stuttur. Auðvitað ef viðkomandi sem er gerandi viðurkennir sökina eða það hefur verið sannað að hann hafi farið yfir strikið. Ef hann tilbúinn að læra af því og bæta sitt ráð, það á að vera grunurinn að því að við sjáum við okkur og viljum bæta okkar ráð. Þá eigum við auðvitað að gefa fólki tækifæri á því. Því miður er það ekki alltaf hægt og ótrúlega mismunandi eftir atvikum.“ Hún minnir jafnframt á að í opinbera geiranum séu talsvert strangari reglur um uppsagnir en í einkageiranum. Í einkageiranum sé meira svigrúm til að segja upp starfsfólki. Skyldur vinnuveitenda gríðarlegar „Þetta eru alltaf mjög erfið mál þegar það er lögð fram kæra eða ásökun á hendur samstarfsfólks. Það er mjög skýrt regluverk um hvað á að gera og hvernig á að gera þegar upp kemur kvörtun eða ásökun á hendur samstarfsfólks,“ segir hún og ítrekar að skyldur vinnuveitenda séu gríðarlega miklar. Hún nefnir sem dæmi að vinnuveitendum beri að tryggja það að vera með skýra stefnu og forvörn um hvernig eigi að takast á við slík mál. Hún bendir á að það sé skylda fyrirtækja að rannsaka hvað hefur átt sér stað þegar að kvörtun kemur á borð mannauðsdeildar. Mikilvægt að vísa málum úr mannauðsdeild „Við þurfum að hafa það í huga að sumt einelti eða sumt áreiti getur verið það alvarlegt að það varðar hegningarlög og þá er rosalega gott að leita til þriðja aðila og vísa málinu út úr mannauðsdeild fyrirtækja,“ segir hún og bendir á ýmis hlutlaus fyrirtæki sem eru sérhæfð í þessum tilteknu málum. Hún segir það sérstaklega mikilvægt að vísa málum úr mannauðsdeild og til sérhæfðra aðila ef margir eiga hlut að máli eða málið varðar stjórnendur eða alvarleg brot. Hún bendir á að í reglugerð er varðar svona mál hjá fyrirtækjum er fyrirtækjum ekki gert skylt að setja mál í ákveðin farveg. „Auðvitað getur það verið mismunandi eftir atvikum hvort að viðkomandi sé settur í einhvers konar leyfi á meðan að rannsókn stendur. Það er ekki óalgengt innan fyrirtækja og það geta verið góðar og gildar ástæður fyrir slíku. Það verður að hafa í huga að bæði er þetta þungt fyrir meintan þolanda en líka meintan geranda.“ Hún fagnar því að úrvinnsla hjá fyrirtækjum á viðkvæmum málum sé nú formfastari en áður og að hlutir séu skráðir skriflega í staðinn fyrir að erfið mál séu tækluð yfir kaffibolla. Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Þetta segir Adríana Pétursdóttir, formaður Mannauðs félags mannauðsfólks á íslandi, um viðbragð fyrirtækja við áreitni og ofbeldi starfsmanna gagnvart öðrum starfsmönnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um mál Sólon Guðmundssonar, sem lést í sjálfsvígi stuttu eftir að honum var gert að segja upp störfum hjá Icelandair sem flugmaður að sögn aðstandenda hans. Fimm konur sem starfa eða hafa starfað hjá Icelandair segjast hafa verið beittar ofbeldi af hálfu samstarfsmanni þeirra og ein þeirra hefur lagt fram kæru á hendur honum fyrir nauðgun. Adríana tók samtalið í Reykjavík síðdegis í dag í ljósi umræðunnar og ræddi hvernig fyrirtæki eigi að bregðast við ásökunum um áreitni. Spurð hvenær sé tímabært að segja upp starfsmanni vegna kvörtunar, þegar að kæra er ekki komin upp segir hún: „Þetta er mjög flókið. Það er ekki ein þumalputtaregla að ef þú gerir þetta þá verður þér sagt upp. Málin eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Það er stundum langur aðdragandi og stundum stuttur. Auðvitað ef viðkomandi sem er gerandi viðurkennir sökina eða það hefur verið sannað að hann hafi farið yfir strikið. Ef hann tilbúinn að læra af því og bæta sitt ráð, það á að vera grunurinn að því að við sjáum við okkur og viljum bæta okkar ráð. Þá eigum við auðvitað að gefa fólki tækifæri á því. Því miður er það ekki alltaf hægt og ótrúlega mismunandi eftir atvikum.“ Hún minnir jafnframt á að í opinbera geiranum séu talsvert strangari reglur um uppsagnir en í einkageiranum. Í einkageiranum sé meira svigrúm til að segja upp starfsfólki. Skyldur vinnuveitenda gríðarlegar „Þetta eru alltaf mjög erfið mál þegar það er lögð fram kæra eða ásökun á hendur samstarfsfólks. Það er mjög skýrt regluverk um hvað á að gera og hvernig á að gera þegar upp kemur kvörtun eða ásökun á hendur samstarfsfólks,“ segir hún og ítrekar að skyldur vinnuveitenda séu gríðarlega miklar. Hún nefnir sem dæmi að vinnuveitendum beri að tryggja það að vera með skýra stefnu og forvörn um hvernig eigi að takast á við slík mál. Hún bendir á að það sé skylda fyrirtækja að rannsaka hvað hefur átt sér stað þegar að kvörtun kemur á borð mannauðsdeildar. Mikilvægt að vísa málum úr mannauðsdeild „Við þurfum að hafa það í huga að sumt einelti eða sumt áreiti getur verið það alvarlegt að það varðar hegningarlög og þá er rosalega gott að leita til þriðja aðila og vísa málinu út úr mannauðsdeild fyrirtækja,“ segir hún og bendir á ýmis hlutlaus fyrirtæki sem eru sérhæfð í þessum tilteknu málum. Hún segir það sérstaklega mikilvægt að vísa málum úr mannauðsdeild og til sérhæfðra aðila ef margir eiga hlut að máli eða málið varðar stjórnendur eða alvarleg brot. Hún bendir á að í reglugerð er varðar svona mál hjá fyrirtækjum er fyrirtækjum ekki gert skylt að setja mál í ákveðin farveg. „Auðvitað getur það verið mismunandi eftir atvikum hvort að viðkomandi sé settur í einhvers konar leyfi á meðan að rannsókn stendur. Það er ekki óalgengt innan fyrirtækja og það geta verið góðar og gildar ástæður fyrir slíku. Það verður að hafa í huga að bæði er þetta þungt fyrir meintan þolanda en líka meintan geranda.“ Hún fagnar því að úrvinnsla hjá fyrirtækjum á viðkvæmum málum sé nú formfastari en áður og að hlutir séu skráðir skriflega í staðinn fyrir að erfið mál séu tækluð yfir kaffibolla.
Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira