Þetta kom fram í máli hennar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún segist einnig þeirrar skoðunar að ganga ætti til kosninga í vor en ekki næsta haust eins og áætlanir gera ráð fyrir.
Einnig fjöllum við um þá staðreynd að hægst hafi á íbúðauppbyggingu á milli ára samkvæmt nýrri talningu HMS. Forseti ASÍ segir að um svekkjandi þróun sé að ræða, sem komi þó ekki á óvart.
Einnig fjöllum við um nýfallinn dóm sem varðar NPA þjónustuna en Garðabæ var óheimilt að skerða þjónustu við stúlku þar í bæ á þeim forsendum að foreldrar hennar bæru ummönunar- og forsjárskyldu.
Í íþróttapakka dagsins verður svo rýnt í Bestu deildina sem er á síðustu metrunum en Blikar hafa ekki tapað leik síðan í lok júní.