Haaland fær frí vegna jarðarfarar Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 10:00 Erling Haaland skoraði gegn Arsenal um helgina og ætti að geta mætt Newcastle næsta laugardag. Getty Erling Haaland er farinn til Noregs vegna jarðarfarar og verður ekki með Manchester City í kvöld þegar liðið mætir Watford í enska deildabikarnum í fótbolta. Haaland er mættur til Noregs til að syrgja náinn fjölskylduvin, Ívar Eggja, sem til að mynda var svaramaður í brúðkaupi Alfie Haaland, pabba Erlings. Markahróknum var boðið að taka sér leyfi eftir að Eggja lést en afþakkaði það og spilaði leikina gegn Brentford, Inter og Arsenal, og skoraði í þeim þrjú mörk. Áður hafði hann opnað sig um það á samfélagsmiðlum hve mikið hann saknaði Ívars, sem var 59 ára þegar hann lést. Haaland flaug til Noregs í gær vegna jarðarfararinnar, samkvæmt Manchester Evening News, en talið er að hann verði mættur og klár í slaginn í næsta deildarleik City sem er við Newcastle á útivelli á laugardaginn. Liðsfélagar Haalands hafa, samkvæmt frétt MEN, verið duglegir við að styðja við hann á erfiðum tímum og þeir sendu til að mynda blóm í einkaboxið hans á Etihad-leikvanginum, þar sem hans fólk fylgdist með leik City við Brentford. „Til þess eru lið. Við styðjum hver annan og reynum að hjálpa. Að þessu sinni var það Erling en við reynum allir að hjálpa hver öðrum. Ekki bara við liðsfélagarnir heldur allir í félaginu,“ sagði Manuel Akanji, miðvörður City. Haaland setti met gegn Brentford með því að hafa skorað níu mörk í fyrstu fjórum leikjum úrvalsdeildarinnar, og með markinu gegn Arsenal á sunnudag hefur hann einnig sett met yfir flest mörk í fyrstu fimm leikjum tímabils. Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland ekki refsað Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23. september 2024 12:31 Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Haaland er mættur til Noregs til að syrgja náinn fjölskylduvin, Ívar Eggja, sem til að mynda var svaramaður í brúðkaupi Alfie Haaland, pabba Erlings. Markahróknum var boðið að taka sér leyfi eftir að Eggja lést en afþakkaði það og spilaði leikina gegn Brentford, Inter og Arsenal, og skoraði í þeim þrjú mörk. Áður hafði hann opnað sig um það á samfélagsmiðlum hve mikið hann saknaði Ívars, sem var 59 ára þegar hann lést. Haaland flaug til Noregs í gær vegna jarðarfararinnar, samkvæmt Manchester Evening News, en talið er að hann verði mættur og klár í slaginn í næsta deildarleik City sem er við Newcastle á útivelli á laugardaginn. Liðsfélagar Haalands hafa, samkvæmt frétt MEN, verið duglegir við að styðja við hann á erfiðum tímum og þeir sendu til að mynda blóm í einkaboxið hans á Etihad-leikvanginum, þar sem hans fólk fylgdist með leik City við Brentford. „Til þess eru lið. Við styðjum hver annan og reynum að hjálpa. Að þessu sinni var það Erling en við reynum allir að hjálpa hver öðrum. Ekki bara við liðsfélagarnir heldur allir í félaginu,“ sagði Manuel Akanji, miðvörður City. Haaland setti met gegn Brentford með því að hafa skorað níu mörk í fyrstu fjórum leikjum úrvalsdeildarinnar, og með markinu gegn Arsenal á sunnudag hefur hann einnig sett met yfir flest mörk í fyrstu fimm leikjum tímabils.
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland ekki refsað Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23. september 2024 12:31 Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Haaland ekki refsað Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23. september 2024 12:31
Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02