Heimamenn í Sporting höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda, en áttu í örlitlum erfiðleikum með að hrista gestina af sér framan af í fyrri hálfleik. Það tókst þó að lokum og Sporting leiddi með sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 18-12.
Í síðari hálfleik var svo aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Munurinn að liðunum varð aldrei minni en sex mörk eftir hlé og heimamenn náðu tíu marka forskoti í stöðunni 28-18. Orri og félagar unnu því að lokum öruggan 16 marka sigur, 38-22.
Orri skoraði þrjú mörk fyrir Sporting sem trónir á toppi portúgölsku deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex leiki. Stiven Tobar Valencia skoraði eitt mark fyrir Benfica sem situr í fjórða sæti með átta stig.