Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 15:02 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. Þann 8. október byrjuðu Hezbollah-liðar að skjóta eldflaugum að Ísrael og hafa Ísraelar svarað þeim. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín beggja vegna við landamærin. Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Aðrir vígahópar sem studdir eru af klerkastjórninni í Íran, eins og Hezbollah, hafa skotið stýriflaugum og flogið drónum að Ísrael frá Írak. Sjá einnig: Skiptast á eldflaugum í massavís Netanjahú sagði að ekkert ríki gæti sætt sig við stöðugar eldflaugaárásir á íbúa sína og það gerði Ísrael ekki heldur. „Ef Hezbollah hefur ekki enn skilið skilaboðin, lofa ég ykkur því að þeir munu skilja þau,“ sagði Netanjahú í ávarpi sem hann birti í dag. No country can accept the wanton rocketing of its cities. We can't accept it either. pic.twitter.com/Gkw8ruxFsc— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) September 22, 2024 Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að aðgerðum gegn Hezbollah verði ekki hætt fyrr en áðurnefndir íbúar geti snúið aftur heim. „Við munum gera allt sem er nauðsynlegt til að ná því markmiði.“ Tilbúnir í stríð Óttast er að stigmögnunin milli Ísraela og Hezbollah muni leiða til allsherjar stríðs þar á milli. Hryðjuverkasamtökin eru skipuð þúsundum vígamanna sem hafa hafa margir hverjir mikla reynslu af átökum í Sýrlandi og eru sagðir vel þjálfaðir. Þá eru samtökin einnig talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum af ýmsum gerðum, auk dróna og annarra hergagna. AP fréttaveitan hefur eftir þingmanni Hezbollah að samtökin séu tilbúin fyrir mögulegt stríð við Ísrael, þó Ísraelar hafi valdið samtökunum þung högg á undanförnum dögum. Sjá einnig: Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Þingmaðurinn sagði einnig að Ísraelum myndi aldrei takast að snúa aftur til síns heima í Norður-Ísrael. Hezbollah byggi yfir miklum mannafla og hergögnum sem gerðu samtökunum kleift að bregðast við mannfalli og fjölbreyttum aðstæðum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Íran Tengdar fréttir Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. 21. september 2024 23:24 Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Þann 8. október byrjuðu Hezbollah-liðar að skjóta eldflaugum að Ísrael og hafa Ísraelar svarað þeim. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín beggja vegna við landamærin. Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Aðrir vígahópar sem studdir eru af klerkastjórninni í Íran, eins og Hezbollah, hafa skotið stýriflaugum og flogið drónum að Ísrael frá Írak. Sjá einnig: Skiptast á eldflaugum í massavís Netanjahú sagði að ekkert ríki gæti sætt sig við stöðugar eldflaugaárásir á íbúa sína og það gerði Ísrael ekki heldur. „Ef Hezbollah hefur ekki enn skilið skilaboðin, lofa ég ykkur því að þeir munu skilja þau,“ sagði Netanjahú í ávarpi sem hann birti í dag. No country can accept the wanton rocketing of its cities. We can't accept it either. pic.twitter.com/Gkw8ruxFsc— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) September 22, 2024 Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að aðgerðum gegn Hezbollah verði ekki hætt fyrr en áðurnefndir íbúar geti snúið aftur heim. „Við munum gera allt sem er nauðsynlegt til að ná því markmiði.“ Tilbúnir í stríð Óttast er að stigmögnunin milli Ísraela og Hezbollah muni leiða til allsherjar stríðs þar á milli. Hryðjuverkasamtökin eru skipuð þúsundum vígamanna sem hafa hafa margir hverjir mikla reynslu af átökum í Sýrlandi og eru sagðir vel þjálfaðir. Þá eru samtökin einnig talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum af ýmsum gerðum, auk dróna og annarra hergagna. AP fréttaveitan hefur eftir þingmanni Hezbollah að samtökin séu tilbúin fyrir mögulegt stríð við Ísrael, þó Ísraelar hafi valdið samtökunum þung högg á undanförnum dögum. Sjá einnig: Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Þingmaðurinn sagði einnig að Ísraelum myndi aldrei takast að snúa aftur til síns heima í Norður-Ísrael. Hezbollah byggi yfir miklum mannafla og hergögnum sem gerðu samtökunum kleift að bregðast við mannfalli og fjölbreyttum aðstæðum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Íran Tengdar fréttir Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. 21. september 2024 23:24 Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. 21. september 2024 23:24
Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03