Um síðustu helgi skoraði Hólmbert eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 3-3 jafntefli við Paderborn í þýsku B-deildinni.
Hann lék sama leik í dag þegar Preußen Münster sótti Regensburg heim. Hólmbert kom inn á sem varamaður á 56. mínútu og stundarfjórðungi síðar skoraði hann þriðja og síðasta mark liðsins. Hann hefur því skorað tvö mörk fyrir Preußen Münster á aðeins 52 mínútum.
Hólmbert gekk í raðir Preußen Münster á lokadegi félagaskiptagluggans í lok síðasta mánaðar. Hann lék áður með Holsten Kiel sem er núna í þýsku úrvalsdeildinni.
Preußen Münster vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í dag og er í 13. sæti þýsku B-deildarinnar með fimm stig.