„Átum þá lifandi í fyrri hálfleik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2024 23:31 Strákarnir hans Eriks ten Hag náðu ekki að nýta sér yfirburðina í fyrri hálfleik gegn Crystal Palace. EPA-EFE/PETER POWELL Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeild karla á laugardag. Liðið náði hins vegar ekki að skora og þurfti á endanum að treysta á hetjudáðir Andrés Onana til að fá stig út úr leiknum. „Þegar við sigrum ekki þá er ég ekki ánægður. Við hefðum áttum að vinna, við átum þá lifandi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var meira jafnvægi en í fyrri hálfleik áttum við að skora 1-2 mörk.“ „Gegn Brighton & Hove Albion hefðum við átt að ná í jafntefli eða jafnvel sigur svo við töpuðum þremur stigum þar. Í dag töpuðum við líklega tveimur stigum vegna fyrri hálfleiks en við töpuðum þessum leik hins vegar ekki í lokin,“ sagði Ten Hag sem var svo spurður hvort færanýtingin hefði orðið sínum mönnum að falli. „Ég tel ekki svo vera. Við vorum með alla stjórn á leiknum, bæði með og án bolta. Mér fannst við spila virkilega vel. Eina var að leikurinn ræðst í vítateignum. Þar þurfum við að vera klínískari.“ Onana bjargaði United með magnaðri tvöfaldri markvörslu í seinni hálfleik og sá til þess að liðið fékk ekki á sig mark. „Það er erfitt fyrir markvörðinn að vera í réttu augnabliki þegar þú þarft á honum að halda. Dean Henderson spilaði virkilega vel og varði fjöldann allan af skotum. Hann var í takti en André þurfti að bíða og halda einbeitingu og þegar augnablikið kom þá var hann á réttum stað og gerði frábærlega,“ sagði Ten Hag. THAT double save, though 🤯Well deserved, @AndreyOnana 👏#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/2VKDWoGC5w— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 „Við þurfum að leggja mikið á okkur sem lið að vera þéttir varnarlega. Við höfum unnið mikið með pressuna okkar og þú sérð ágóðann af því en við höfum að sama skapi stjórn á leiknum þegar við erum með boltann.“ „Þeir lokuðu miðjunni og áttu nokkrar virkilega góðar skyndisóknir svo leikurinn varð erfiðari. Við sóttum á mörgum mönnum og það gaf þeim pláss til að sækja í,“ sagði sá hollenski um síðari hálfleikinn. Great to see you back out there, Rasmus 💪#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/4gy3Rz6rIb— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sneri til baka eftir að hafa meiðst í fyrsta æfingaleik sínum fyrir félagið á leiktíðinni. „Maður vill fá menn inn af bekknum sem geta haft áhrif á leikinn. Í dag gátum við sett Höjlund og Marcus Rashford inn til að hafa áhrif. Ég er viss um að þeir munu vinna leiki fyrir okkur.“ Eftir jafnteflið á Selhurst Park er Man United í 11. sæti deildarinnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira
„Þegar við sigrum ekki þá er ég ekki ánægður. Við hefðum áttum að vinna, við átum þá lifandi í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var meira jafnvægi en í fyrri hálfleik áttum við að skora 1-2 mörk.“ „Gegn Brighton & Hove Albion hefðum við átt að ná í jafntefli eða jafnvel sigur svo við töpuðum þremur stigum þar. Í dag töpuðum við líklega tveimur stigum vegna fyrri hálfleiks en við töpuðum þessum leik hins vegar ekki í lokin,“ sagði Ten Hag sem var svo spurður hvort færanýtingin hefði orðið sínum mönnum að falli. „Ég tel ekki svo vera. Við vorum með alla stjórn á leiknum, bæði með og án bolta. Mér fannst við spila virkilega vel. Eina var að leikurinn ræðst í vítateignum. Þar þurfum við að vera klínískari.“ Onana bjargaði United með magnaðri tvöfaldri markvörslu í seinni hálfleik og sá til þess að liðið fékk ekki á sig mark. „Það er erfitt fyrir markvörðinn að vera í réttu augnabliki þegar þú þarft á honum að halda. Dean Henderson spilaði virkilega vel og varði fjöldann allan af skotum. Hann var í takti en André þurfti að bíða og halda einbeitingu og þegar augnablikið kom þá var hann á réttum stað og gerði frábærlega,“ sagði Ten Hag. THAT double save, though 🤯Well deserved, @AndreyOnana 👏#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/2VKDWoGC5w— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 „Við þurfum að leggja mikið á okkur sem lið að vera þéttir varnarlega. Við höfum unnið mikið með pressuna okkar og þú sérð ágóðann af því en við höfum að sama skapi stjórn á leiknum þegar við erum með boltann.“ „Þeir lokuðu miðjunni og áttu nokkrar virkilega góðar skyndisóknir svo leikurinn varð erfiðari. Við sóttum á mörgum mönnum og það gaf þeim pláss til að sækja í,“ sagði sá hollenski um síðari hálfleikinn. Great to see you back out there, Rasmus 💪#MUFC || #CRYMUN pic.twitter.com/4gy3Rz6rIb— Manchester United (@ManUtd) September 21, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sneri til baka eftir að hafa meiðst í fyrsta æfingaleik sínum fyrir félagið á leiktíðinni. „Maður vill fá menn inn af bekknum sem geta haft áhrif á leikinn. Í dag gátum við sett Höjlund og Marcus Rashford inn til að hafa áhrif. Ég er viss um að þeir munu vinna leiki fyrir okkur.“ Eftir jafnteflið á Selhurst Park er Man United í 11. sæti deildarinnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira