Boða til kyrrðarstundar því íslenskt samfélag standi á krossgötum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. september 2024 12:04 Kyrrðarstundin hefst klukkan sex. Vísir/Vilhelm Íslenskt samfélag stendur á krossgötum og það er óhjákvæmilegt að leita inn á við. Þetta segir séra Elínborg Sturludóttir. Starfsfólk dómkirkjunnar hefur boðað til kyrrðar- og bænastundar vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir samfélagið að síðustu. Klukkan sex síðdegis mun bænastundin fara fram en hún stendur öllum til boða. Séra Elínborg Sturludóttir mun flytja ávarp, Séra Sveinn Valgarðsson leiðir bæn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leiðir sálmasöng. Séra Elínborg segir að starfsfólk kirkjunnar hefði fundið það hjá sér að til slíkrar kyrrðarstundar yrði að boða til vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er alveg ótrúlegur fjöldi manna hér á landi sem á um sárt að binda og ég held að í okkar litla samfélagi þá látum við þessi áföll okkur ekki ósnert og af þeim sökum er bara allt samfélagið harmi slegið og þess vegna fannst okkur ástæða til þess að koma saman því það er svo mikill styrkur í því að koma saman og dómkirkjan hefur verið Reykvíkingum skjól í gleði og sorg í meira en 200 ár.“ Séra Elínborg bendir á að það skipti ekki öllu máli hvað við segjum við fólk sem eigi um sárt að binda, heldur að við sýnum umhyggju okkar í verki. „Að hafa hugrekki til að sýna þeim sem eiga um sárt að binda samúð, forðast það ekki og bara það að fara og votta samúð, gráta með fólki. Það er ekki endilega það sem við segjum sem skiptir mestu máli heldur hvernig við sýnum samkennd og umhyggju.“ Nú sé tíminn til að leita inn á við. „Það er óhjákvæmilegt og mér finnst öll samfélagsumræðan vera þannig núna að við erum tilbúin til þess. Við stöndum bara á ákveðnum krossgötum. Við getum ekki áfram haldið eins og ekkert hafi í skorist, við verðum að staldra við og við þurfum að gera það öll saman, bæði kirkjan og við höfum aldrei þarfnast þess held ég eins og nú að taka höndum saman um það að fegra og bæta mannlífið í okkar samfélagi,“ segir Séra Elínborg Sturludóttir. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Klukkan sex síðdegis mun bænastundin fara fram en hún stendur öllum til boða. Séra Elínborg Sturludóttir mun flytja ávarp, Séra Sveinn Valgarðsson leiðir bæn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leiðir sálmasöng. Séra Elínborg segir að starfsfólk kirkjunnar hefði fundið það hjá sér að til slíkrar kyrrðarstundar yrði að boða til vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er alveg ótrúlegur fjöldi manna hér á landi sem á um sárt að binda og ég held að í okkar litla samfélagi þá látum við þessi áföll okkur ekki ósnert og af þeim sökum er bara allt samfélagið harmi slegið og þess vegna fannst okkur ástæða til þess að koma saman því það er svo mikill styrkur í því að koma saman og dómkirkjan hefur verið Reykvíkingum skjól í gleði og sorg í meira en 200 ár.“ Séra Elínborg bendir á að það skipti ekki öllu máli hvað við segjum við fólk sem eigi um sárt að binda, heldur að við sýnum umhyggju okkar í verki. „Að hafa hugrekki til að sýna þeim sem eiga um sárt að binda samúð, forðast það ekki og bara það að fara og votta samúð, gráta með fólki. Það er ekki endilega það sem við segjum sem skiptir mestu máli heldur hvernig við sýnum samkennd og umhyggju.“ Nú sé tíminn til að leita inn á við. „Það er óhjákvæmilegt og mér finnst öll samfélagsumræðan vera þannig núna að við erum tilbúin til þess. Við stöndum bara á ákveðnum krossgötum. Við getum ekki áfram haldið eins og ekkert hafi í skorist, við verðum að staldra við og við þurfum að gera það öll saman, bæði kirkjan og við höfum aldrei þarfnast þess held ég eins og nú að taka höndum saman um það að fegra og bæta mannlífið í okkar samfélagi,“ segir Séra Elínborg Sturludóttir.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira