Hafi snúist hugur og vilji nú fara til Liverpool Valur Páll Eiríksson skrifar 19. september 2024 10:32 Zubimendi í baráttunni við Vinicius Junior í 2-0 tapi Sociedad fyrir Real Madrid síðustu helgi. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad og spænska landsliðsins í fótbolta, er sagður vilja fara til Liverpool á Englandi. Örfáar vikur eru síðan hann hafnaði félaginu. Um þetta er fjallað í spænskum og breskum fjölmiðlum í dag. Zubimendi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar og enska félagið var búið að komast að samkomulagi við bæði leikmann og félag um kaupverð þegar skiptin féllu upp fyrir. Fögur er hlíðin Fréttir í sumar hermdu að Sociedad hafi gert mikið til að sannfæra miðjumanninn um að halda kyrru fyrir og meðal annars sýnt honum myndband af öllu því sem hann myndi sakna í heimabæ sínum, San Sebastian, þar sem Sociedad er staðsett. Á fjölda funda milli Zubimendi og stjórnenda hjá félaginu var leikmanninum bent á hversu gott líf hans væri í San Sebastian. Rætt hafi verið um baskneska matargerð og að hann myndi sakna áhugamáls síns að ganga upp Ulia-fjall sem liggur við borgina. Með því tókst stjórnendum félagsins að sannfæra Zubimendi um að fara ekki fet. Þó hafa fréttir frá Spáni hermt að Zubimendi bíði nýs samnings frá félaginu eftir að hafa haldið kyrru fyrir en forseti félagsins, Jokin Aperribay, vísaði sögusögnum af kröfum Zubimendi um nýjan samning á bug á dögunum. Nú segir sagan að hann sjái eftir því að vera áfram hjá Sociedad. Zubimendi hafi komið þeim skilaboðum áleiðis til Bítlaborgarinnar og vilji skipta frá Sociedad til Liverpool þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Zubimendi sé ekki ánægður með stöðu sína hjá Real Sociedad en félagið hefur ekki farið vel af stað í spænsku deildinni og situr í 16. sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir sex leiki. Gravenberch blómstrað í hans stöðu Öllu betur hefur gengið hjá Liverpool, þrátt fyrir slakt 1-0 tap fyrir Nottingham Forest síðustu helgi, en liðið er með níu stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur blómstrað í stöðunni sem Zubimendi væri að líkindum að spila hjá þeim rauðklæddu. Hann hefur leikið vel í upphafi leiktíðar og var valinn maður leiksins í 3-1 sigri Liverpool á AC Milan í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Zubimendi er liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá baskneska félaginu. Orri Steinn kom til liðsins frá FC Kaupmannahöfn undir lok félagsskiptagluggans og hefur spilað þrjá leiki, alla af varamannabekknum. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira
Um þetta er fjallað í spænskum og breskum fjölmiðlum í dag. Zubimendi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar og enska félagið var búið að komast að samkomulagi við bæði leikmann og félag um kaupverð þegar skiptin féllu upp fyrir. Fögur er hlíðin Fréttir í sumar hermdu að Sociedad hafi gert mikið til að sannfæra miðjumanninn um að halda kyrru fyrir og meðal annars sýnt honum myndband af öllu því sem hann myndi sakna í heimabæ sínum, San Sebastian, þar sem Sociedad er staðsett. Á fjölda funda milli Zubimendi og stjórnenda hjá félaginu var leikmanninum bent á hversu gott líf hans væri í San Sebastian. Rætt hafi verið um baskneska matargerð og að hann myndi sakna áhugamáls síns að ganga upp Ulia-fjall sem liggur við borgina. Með því tókst stjórnendum félagsins að sannfæra Zubimendi um að fara ekki fet. Þó hafa fréttir frá Spáni hermt að Zubimendi bíði nýs samnings frá félaginu eftir að hafa haldið kyrru fyrir en forseti félagsins, Jokin Aperribay, vísaði sögusögnum af kröfum Zubimendi um nýjan samning á bug á dögunum. Nú segir sagan að hann sjái eftir því að vera áfram hjá Sociedad. Zubimendi hafi komið þeim skilaboðum áleiðis til Bítlaborgarinnar og vilji skipta frá Sociedad til Liverpool þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Zubimendi sé ekki ánægður með stöðu sína hjá Real Sociedad en félagið hefur ekki farið vel af stað í spænsku deildinni og situr í 16. sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir sex leiki. Gravenberch blómstrað í hans stöðu Öllu betur hefur gengið hjá Liverpool, þrátt fyrir slakt 1-0 tap fyrir Nottingham Forest síðustu helgi, en liðið er með níu stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur blómstrað í stöðunni sem Zubimendi væri að líkindum að spila hjá þeim rauðklæddu. Hann hefur leikið vel í upphafi leiktíðar og var valinn maður leiksins í 3-1 sigri Liverpool á AC Milan í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Zubimendi er liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá baskneska félaginu. Orri Steinn kom til liðsins frá FC Kaupmannahöfn undir lok félagsskiptagluggans og hefur spilað þrjá leiki, alla af varamannabekknum.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira