Bresku fótboltaþjóðirnar, England, Skotland, Wales og Norður-Írland, halda Evrópumótið ásamt Írlandi en þau voru staðfestir sem gestgjafar í október á síðasta ári.
The Times fjallar um það að UEFA hafi varað breska ráðherra við því að samþykkja ný lög frá Keir Starmer forsætisráðherra sem vil vera með pólitíkskt eftirlitskerfi með enska fótboltanum.
Uefa warns Govt that England could be excluded from Euros over "concerns" that a planned independent football regulator could lead to "government interference" in the sport. https://t.co/UlIW4H1xEE
— Dan Roan (@danroan) September 14, 2024
UEFA bannar algjörlega öll afskipti stjórnmálamanna af knattspyrnusamböndum sínum.
Theodore Theodoridis, framkvæmdastjóri UEFA, sendi menningarmálaráðherranum Lisu Nandy bréf þar sem hann ítrekar það „að stjórnmálamenn mega ekki koma nálægt rekstri fótboltasambanda“ eins og hann orðaði það samkvæmt frétt The Times.
Theodoridis segir að það sé algjört lykilatriði að fótboltinn standi alveg sjálfstæður og laus við alla pólitík.
Nýr flokkur er kominn við völd í Bretlandi og það eykur líkur á slíku eftirliti sem átti að vera eins konar svar við miklum völdum ríkra erlendra eigenda ensku fótboltafélaganna.
Hvort Verkamannaflokkurinn hans Keir Starmer fari alla leið með þetta mál verður að koma í ljós en það gæti þýtt að enska landsliðið fengi ekki að taka þátt í Evrópumóti sem þeir halda sjálfir. Þessi hótun gæti þó breytt miklu.