Fótbolti

Kane sló met Haaland sem sló met Rooney

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Harry Kane og Erling Haaland eru iðnir við kolann en Wayne Rooney hefur lagt skóna á hilluna.
Harry Kane og Erling Haaland eru iðnir við kolann en Wayne Rooney hefur lagt skóna á hilluna. getty / fotojet

Tveir af helstu markahrókum ensku og þýsku úrvalsdeildanna undanfarin ár, Erling Haaland og Harry Kane, voru báðir á skotskónum í gær. Harry Kane sló met sem Haaland átti áður en Haaland sló met sem var áður í eigu Wayne Rooney.

Haaland skoraði bæði mörkin í 2-1 endurkomusigri Manchester City gegn Brentford. Þetta var hans níunda mark á tímabilinu, en enginn hefur byrjað fyrstu fjóra leikina jafn vel. Wayne Rooney átti besta árangurinn áður þegar hann skoraði átta mark í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins 2011-12.

Haaland bætti því einu meti í sitt mikla safn, en missti annað á sama tíma.

Harry Kane komst nefnilega þrisvar á blað í 1-6 sigri Bayern Munchen gegn Holstein Kiel og varð þar með sá fljótasti til að skora eða leggja upp fimmtíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni, en það gerði hann í aðeins 35 leikjum. 

Mörkin telja fjörutíu og stoðsendingarnar eru tíu samtals. Haaland náði sama árangri í fimmtíu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×