Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. september 2024 22:45 Albert gekk í raðir Fiorentina á láni í sumar eftir frábært tímabil með Genoa á síðustu leiktíð. Fiorentina Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot. Albert mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og dag, föstudag. Hann sætir ákæru fyrir nauðgun. Verði hann dæmdur fellur klásúla Fiorentina úr gildi. Framkvæmdastjóri félagsins, Daniele Pradé, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag þar sem nýir leikmenn félagsins voru til umræðu. Pradé sagði að Albert hefði verið dýrasta fjárfesting liðsins þar sem Fiorentina borgar átta milljónir evra, 1,2 milljarð íslenskra króna, fyrir lánsamninginn. Að honum loknum ber félaginu svo að kaupa leikmanninn á alls 20 milljónir evra, þrjá milljarða íslenskra króna. „Þetta voru erfiðustu samningaviðræðurnar. Þær hófust í janúar og lauk ekki fyrr en nú í sumar. Það (mál Alberts) er einnig ástæðan fyrir því að það tók svo langan tíma. Félagið vildi vera 100 prósent varið,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Þetta snýst allt um hvenær það kemur niðurstaða í málinu, vonandi fyrir 15. júní. Ef ekki þá eigum við í góðu sambandi við Genoa og reynum að semja upp á nýtt,“ sagði hann að endingu. Albert, sem hefur ekki enn spilað fyrir Fiorentina vegna meiðsla, neitar sök og hefur ávallt gert. Fótbolti Ítalski boltinn Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Albert mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og dag, föstudag. Hann sætir ákæru fyrir nauðgun. Verði hann dæmdur fellur klásúla Fiorentina úr gildi. Framkvæmdastjóri félagsins, Daniele Pradé, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag þar sem nýir leikmenn félagsins voru til umræðu. Pradé sagði að Albert hefði verið dýrasta fjárfesting liðsins þar sem Fiorentina borgar átta milljónir evra, 1,2 milljarð íslenskra króna, fyrir lánsamninginn. Að honum loknum ber félaginu svo að kaupa leikmanninn á alls 20 milljónir evra, þrjá milljarða íslenskra króna. „Þetta voru erfiðustu samningaviðræðurnar. Þær hófust í janúar og lauk ekki fyrr en nú í sumar. Það (mál Alberts) er einnig ástæðan fyrir því að það tók svo langan tíma. Félagið vildi vera 100 prósent varið,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Þetta snýst allt um hvenær það kemur niðurstaða í málinu, vonandi fyrir 15. júní. Ef ekki þá eigum við í góðu sambandi við Genoa og reynum að semja upp á nýtt,“ sagði hann að endingu. Albert, sem hefur ekki enn spilað fyrir Fiorentina vegna meiðsla, neitar sök og hefur ávallt gert.
Fótbolti Ítalski boltinn Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira