Uppgjörið: Fylkir - Keflavík 1-4 | Keflavík kláraði tímabilið með stæl Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. september 2024 13:15 Keflavík bar sigur úr býtum í leik sem skipti litlu máli. vísir/Diego Fylkir og Keflavík, liðin tvö sem féllu úr Bestu deild kvenna, mættust í Lautinni í lokaumferðinni. Keflavík þar með 1-4 sigur og endar því einu stigi ofar en Fylkir. Fylkir sá meira af boltanum fyrstu mínútur leiksins og Keflavík reiddi sig á skyndisóknir. Melanie Claire Rendeiro í liði Keflavíkur var nýbúin að klúðra dauðafæri þegar hún tók hornspyrnu á 21. mínútu, gaf lága sendingu sem lak í gegnum allan pakkann og yfir á fjærstöngina. Þar lúrði fyrirliðinn Kristrún Ýr Holm og potaði boltanum yfir línuna. Eftir markið snerist gangur leiksins algjörlega, Keflavík tók völdin og var mun betri aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en kom ekki öðru marki að. Það breyttist snemma í seinni hálfleik. Sigurbjörg Diljá í liði Keflavíkur, dóttir Gunnars þjálfara Fylkis, hafði komið inn á í fyrri hálfleik fyrir Arielu Lewis sem meiddist. Sigurbjörg fékk boltann og smá pláss rétt fyrir utan teig, þrumaði honum svo bara í nærhornið. Ekki flókið í framkvæmd en gott skot og fallegt mark. Þær bættu svo þriðja markinu við á 75. mínútu. Saorla Lorraine Miller lenti þar í kapphlaupi við varnarmann, sem hún vann, og lagði boltann svo laglega í netið. Tinna Harðardóttir klóraði í bakkann fyrir Fylki með afgreiðslu í fyrstu snertingu eftir laglega sókn upp hægri kantinn. Allar vonir um endurkomu slokknuðu hins vegar skömmu síðar þegar Keflavík skoraði fjórða markið. Aftur lenti Fylkir í vandræðum þar með að hreinsa boltann burt eftir hornspyrnu og á endanum setti Abigail Patricia Boyan hann óvart í eigið net. Þar við sat og 1-4 Keflavíkursigur varð niðurstaðan í lokaleik tímabilsins. Stjörnur og skúrkar Heildarframmistaðan mjög fín hjá Keflavíkurliðinu. Stoðsendingagjafinn Melanie átti mjög góðan leik og var óheppinn að skora ekki sjálf. Saorla Lorraine Miller með fína frammistöðu. Anna Arnarsdóttir afskaplega örugg í markinu. Fylkir var í meiri vandræðum, varnarlega og sóknarlega, enginn sökudólgur enda ómikilvægur leikur og ekkert undir. Erfitt að gíra sig upp í svoleiðis slag. Stemning og umgjörð Allt saman algjörlega til fyrirmyndar í Árbænum í sumar og þar skiptir engu hvort um er að ræða karla- eða kvennaleiki. Því miður mjög fáir í dag til að njóta alls þess sem áhorfendum er boðið upp á. Dómarar [9] Guðni Páll Kristjánsson hélt um flautuna. Eydís Ragna Einarsdóttir og Þórarinn Einar Engilbertsson um flöggin. Brynjar Þór Elvarsson sá fjórði. Eitt spjald á Írisi Unu sem hefði vel mátt sleppa. Annars afbragðs frammistaða hjá teyminu. Viðtöl „Ég hef mikinn áhuga á að halda áfram“ Guðrún byrjaði tímabilið sem aðstoðarþjálfari Jonathans Glenn.vísir / hulda margrét „Stelpurnar voru bara mjög góðar í dag, gerðu þetta mjög vel, margir ungir leikmenn sem fengu séns og stóðu sig alveg hrikalega vel,“ sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, starfandi aðalþjálfari Keflavíkur eftir að Jonathan Glenn var látinn fara. Hvort hún verði áfram þjálfari liðsins er enn óvíst, en Guðrún hefur mikinn áhuga á því. „Ég veit það ekki enn þá. Við erum bara aðeins að tala saman og svo kemur í ljós hvað verður. Ég hef mikinn áhuga á að halda áfram, en fólk á eftir að tala saman og við sjáum bara hvað kemur út úr því.“ Leikurinn í dag skipti auðvitað litlu máli, bæði lið voru fallin, en alltaf gott að enda tímabilið á góðum nótum og Keflavíkurkonur ætla að gera sér glaðan dag. „Ég held að það sé allavega smá plan í dag, svo verður lokahóf þegar strákarnir eru líka búnir,“ sagði Guðrún en karlalið Keflavíkur á eftir úrslitakeppni um sæti í Bestu deildinni. Á næsta tímabili mun liðið leika í Lengjudeildinni, en stefnir ekki á að staldra lengi þar. „Stefnan er að sjálfsögðu tekin bara beint upp, þetta er góður hópur af stelpum, margar úr Keflavík þannig að ég á ekki von á öðru en að hópurinn haldist eins og hann er,“ sagði Guðrún að lokum. Besta deild kvenna Fylkir Keflavík ÍF
Fylkir og Keflavík, liðin tvö sem féllu úr Bestu deild kvenna, mættust í Lautinni í lokaumferðinni. Keflavík þar með 1-4 sigur og endar því einu stigi ofar en Fylkir. Fylkir sá meira af boltanum fyrstu mínútur leiksins og Keflavík reiddi sig á skyndisóknir. Melanie Claire Rendeiro í liði Keflavíkur var nýbúin að klúðra dauðafæri þegar hún tók hornspyrnu á 21. mínútu, gaf lága sendingu sem lak í gegnum allan pakkann og yfir á fjærstöngina. Þar lúrði fyrirliðinn Kristrún Ýr Holm og potaði boltanum yfir línuna. Eftir markið snerist gangur leiksins algjörlega, Keflavík tók völdin og var mun betri aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en kom ekki öðru marki að. Það breyttist snemma í seinni hálfleik. Sigurbjörg Diljá í liði Keflavíkur, dóttir Gunnars þjálfara Fylkis, hafði komið inn á í fyrri hálfleik fyrir Arielu Lewis sem meiddist. Sigurbjörg fékk boltann og smá pláss rétt fyrir utan teig, þrumaði honum svo bara í nærhornið. Ekki flókið í framkvæmd en gott skot og fallegt mark. Þær bættu svo þriðja markinu við á 75. mínútu. Saorla Lorraine Miller lenti þar í kapphlaupi við varnarmann, sem hún vann, og lagði boltann svo laglega í netið. Tinna Harðardóttir klóraði í bakkann fyrir Fylki með afgreiðslu í fyrstu snertingu eftir laglega sókn upp hægri kantinn. Allar vonir um endurkomu slokknuðu hins vegar skömmu síðar þegar Keflavík skoraði fjórða markið. Aftur lenti Fylkir í vandræðum þar með að hreinsa boltann burt eftir hornspyrnu og á endanum setti Abigail Patricia Boyan hann óvart í eigið net. Þar við sat og 1-4 Keflavíkursigur varð niðurstaðan í lokaleik tímabilsins. Stjörnur og skúrkar Heildarframmistaðan mjög fín hjá Keflavíkurliðinu. Stoðsendingagjafinn Melanie átti mjög góðan leik og var óheppinn að skora ekki sjálf. Saorla Lorraine Miller með fína frammistöðu. Anna Arnarsdóttir afskaplega örugg í markinu. Fylkir var í meiri vandræðum, varnarlega og sóknarlega, enginn sökudólgur enda ómikilvægur leikur og ekkert undir. Erfitt að gíra sig upp í svoleiðis slag. Stemning og umgjörð Allt saman algjörlega til fyrirmyndar í Árbænum í sumar og þar skiptir engu hvort um er að ræða karla- eða kvennaleiki. Því miður mjög fáir í dag til að njóta alls þess sem áhorfendum er boðið upp á. Dómarar [9] Guðni Páll Kristjánsson hélt um flautuna. Eydís Ragna Einarsdóttir og Þórarinn Einar Engilbertsson um flöggin. Brynjar Þór Elvarsson sá fjórði. Eitt spjald á Írisi Unu sem hefði vel mátt sleppa. Annars afbragðs frammistaða hjá teyminu. Viðtöl „Ég hef mikinn áhuga á að halda áfram“ Guðrún byrjaði tímabilið sem aðstoðarþjálfari Jonathans Glenn.vísir / hulda margrét „Stelpurnar voru bara mjög góðar í dag, gerðu þetta mjög vel, margir ungir leikmenn sem fengu séns og stóðu sig alveg hrikalega vel,“ sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, starfandi aðalþjálfari Keflavíkur eftir að Jonathan Glenn var látinn fara. Hvort hún verði áfram þjálfari liðsins er enn óvíst, en Guðrún hefur mikinn áhuga á því. „Ég veit það ekki enn þá. Við erum bara aðeins að tala saman og svo kemur í ljós hvað verður. Ég hef mikinn áhuga á að halda áfram, en fólk á eftir að tala saman og við sjáum bara hvað kemur út úr því.“ Leikurinn í dag skipti auðvitað litlu máli, bæði lið voru fallin, en alltaf gott að enda tímabilið á góðum nótum og Keflavíkurkonur ætla að gera sér glaðan dag. „Ég held að það sé allavega smá plan í dag, svo verður lokahóf þegar strákarnir eru líka búnir,“ sagði Guðrún en karlalið Keflavíkur á eftir úrslitakeppni um sæti í Bestu deildinni. Á næsta tímabili mun liðið leika í Lengjudeildinni, en stefnir ekki á að staldra lengi þar. „Stefnan er að sjálfsögðu tekin bara beint upp, þetta er góður hópur af stelpum, margar úr Keflavík þannig að ég á ekki von á öðru en að hópurinn haldist eins og hann er,“ sagði Guðrún að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti