Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2024 10:55 Almar Þ. Möller gagnrýnir þau sjónarmið sem Róbert Spanó setur fram. Hann telur Sigríði ríkissaksóknara geti sjálfri sér um kennt og Salómonsdóm Guðrúnar megi rekja til meðvirkni hennar með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. vísir Almar M. Möller lögmaður gagnrýnir þau sjónarmið sem fram komu í grein Róberts Spanó frá í gær að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um að Helgi Magnús Gunnarsson haldi stöðu sinni sem vararíkissaksóknari stangist á við lög. Hann telur dómsmálaráðherra skilgreina málið of þröngt að gefnum forsendum og í raun megi rekja allt tal um lögleysu til ríkissaksóknara sjálfs. Almar segir meðal annars í grein sinni að öllum beri að fara að lögum. En að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari taki sér vald sem hún hafi ekki. Að veita vararíkissaksóknara áminningu sé meira en aðfinnsluvert. „Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu.“ Lagaleysa en hverju er um að kenna? Grein sem Róbert birti á Vísi í gær, en hann er einn helsti lögspekingur landsins og meðal annars fyrrverandi forseti Mannréttindadómstólsins, hefur vakið gríðarlega athygli. Þar segir Róbert ákvörðun Guðrúnar og þær forsendur sem hún gefi sér fyrir því að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki úr starfi, ganga í berhögg við lög. Sjónarmið Róberts hljóta að teljast allrar athygli verð. Guðrún hefur sagt að hún hafi haft tvö lögfræðiálit til að styðjast við þegar hún tók ákvörðunina en þau vísi í sitthvora áttina. Almar, sem hefur gætt sjónarmiða Helga Magnúsar í þessu máli, vitnar í lögfræðiálit LEX sem hann segir ítarlegt og vel rökstutt og er þar meðal annars talað um „lögmætisregluna“ sem gengur út á að stjórnvöld geti almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgara nema fyrir liggi lagastoð. „Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla,“ segir í álitinu. „Furðuleg“ áminning starfsmanna ráðuneytisins Til þessa vísar Guðrún en Almar telur aðfinnsluvert með tilliti til meðalhófsreglu sem hún vísar jafnframt til að hún hafi ekki einfaldlega hafnað erindi Sigríðar á grundvelli valdþurrðar. „Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú.“ Af þessum á ráða að Almar telur Guðrúnu hafa viljað þóknast öllum sjónarmiðum, að fella Salómonsdóm en mörgum getur reynst hált á því svellinu. Það sem réði úrslitum sé ríkur vilji Guðrúnar til að hlífa undirmönnum sínum í ráðuneytinu. Öðrum kosti standist málið ekki. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Almar segir meðal annars í grein sinni að öllum beri að fara að lögum. En að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari taki sér vald sem hún hafi ekki. Að veita vararíkissaksóknara áminningu sé meira en aðfinnsluvert. „Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu.“ Lagaleysa en hverju er um að kenna? Grein sem Róbert birti á Vísi í gær, en hann er einn helsti lögspekingur landsins og meðal annars fyrrverandi forseti Mannréttindadómstólsins, hefur vakið gríðarlega athygli. Þar segir Róbert ákvörðun Guðrúnar og þær forsendur sem hún gefi sér fyrir því að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki úr starfi, ganga í berhögg við lög. Sjónarmið Róberts hljóta að teljast allrar athygli verð. Guðrún hefur sagt að hún hafi haft tvö lögfræðiálit til að styðjast við þegar hún tók ákvörðunina en þau vísi í sitthvora áttina. Almar, sem hefur gætt sjónarmiða Helga Magnúsar í þessu máli, vitnar í lögfræðiálit LEX sem hann segir ítarlegt og vel rökstutt og er þar meðal annars talað um „lögmætisregluna“ sem gengur út á að stjórnvöld geti almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgara nema fyrir liggi lagastoð. „Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla,“ segir í álitinu. „Furðuleg“ áminning starfsmanna ráðuneytisins Til þessa vísar Guðrún en Almar telur aðfinnsluvert með tilliti til meðalhófsreglu sem hún vísar jafnframt til að hún hafi ekki einfaldlega hafnað erindi Sigríðar á grundvelli valdþurrðar. „Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú.“ Af þessum á ráða að Almar telur Guðrúnu hafa viljað þóknast öllum sjónarmiðum, að fella Salómonsdóm en mörgum getur reynst hált á því svellinu. Það sem réði úrslitum sé ríkur vilji Guðrúnar til að hlífa undirmönnum sínum í ráðuneytinu. Öðrum kosti standist málið ekki.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira