Nýr forstjóri kvennaliðs Chelsea kemur úr óvæntri átt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2024 17:45 Chelsea er að fara nýjan forstjóra. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Chelsea hefur ákveðið að ráða forstjóra sérstaklega fyrir kvennalið félagsins en um er að ræða nýja stöðu innan félagsins. Það vekur athygli að manneskjan sem var ráðin hefur enga reynslu þegar kemur að því að reka knattspyrnufélag. Aki Mandhar hefur verið ráðin og mun hefja störf hjá Chelsea áður en árinu lýkur. Hún kemur frá íþróttamiðlinum The Athletic sem er í eigu New York Times. Í frétt The Guardian um ráðninguna segir að helsta markmið Mandhar sé að laða fleiri áhorfendur á leiki Chelsea. Undanfarin fimm ár hefur liðið staði uppi sem Englandsmeistari en samt ekki átt roð í nágranna sína í Arsenal þegar kemur að fjölmennustu leikjum efstu deildar kvenna á Englandi. The Guardian greinir einnig frá því að ráðningin veki undrun þar sem Mandhar hefur mjög svo takmarkaða reynslu innan knattspyrnuheimsins. Áður en hún gekk til liðs við The Athletic fyrir fjórum árum starfaði hún fyrir Daily Telegraph. Þá kemur fram að Paul Green mun starfa áfram sem framkvæmdastjóri félagsins og er mun bera ábyrgð á leikmannakaupum Englandsmeistaranna. Chelsea Women appoint the Athletic’s GM as new CEO in shock move https://t.co/w2No58KUUh— Guardian sport (@guardian_sport) September 11, 2024 Fleiri breytingar hafa átt sér stað hjá Chelsea á árinu en Emma Hayes hætti sem þjálfari liðsins í sumar eftir gríðarlega farsælan feril til að taka við landsliði Bandaríkjanna. Í hennar stað kemur Sonia Bompastor en hún var áður þjálfari franska stórliðsins Lyon. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum þjálfari Söru Bjarkar tekur við Lyon Frakklandsmeistarar Lyon hafa ráðið Joe Montemurro sem eftirmann Sonia Bampastor sem tók við Chelsea í kjölfar þess að Emma Hayes tók við bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta. Téður Joe hefur áður stýrt Arsenal á Englandi og Juventus á Ítalíu. 19. júní 2024 22:46 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
Aki Mandhar hefur verið ráðin og mun hefja störf hjá Chelsea áður en árinu lýkur. Hún kemur frá íþróttamiðlinum The Athletic sem er í eigu New York Times. Í frétt The Guardian um ráðninguna segir að helsta markmið Mandhar sé að laða fleiri áhorfendur á leiki Chelsea. Undanfarin fimm ár hefur liðið staði uppi sem Englandsmeistari en samt ekki átt roð í nágranna sína í Arsenal þegar kemur að fjölmennustu leikjum efstu deildar kvenna á Englandi. The Guardian greinir einnig frá því að ráðningin veki undrun þar sem Mandhar hefur mjög svo takmarkaða reynslu innan knattspyrnuheimsins. Áður en hún gekk til liðs við The Athletic fyrir fjórum árum starfaði hún fyrir Daily Telegraph. Þá kemur fram að Paul Green mun starfa áfram sem framkvæmdastjóri félagsins og er mun bera ábyrgð á leikmannakaupum Englandsmeistaranna. Chelsea Women appoint the Athletic’s GM as new CEO in shock move https://t.co/w2No58KUUh— Guardian sport (@guardian_sport) September 11, 2024 Fleiri breytingar hafa átt sér stað hjá Chelsea á árinu en Emma Hayes hætti sem þjálfari liðsins í sumar eftir gríðarlega farsælan feril til að taka við landsliði Bandaríkjanna. Í hennar stað kemur Sonia Bompastor en hún var áður þjálfari franska stórliðsins Lyon.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum þjálfari Söru Bjarkar tekur við Lyon Frakklandsmeistarar Lyon hafa ráðið Joe Montemurro sem eftirmann Sonia Bampastor sem tók við Chelsea í kjölfar þess að Emma Hayes tók við bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta. Téður Joe hefur áður stýrt Arsenal á Englandi og Juventus á Ítalíu. 19. júní 2024 22:46 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
Fyrrum þjálfari Söru Bjarkar tekur við Lyon Frakklandsmeistarar Lyon hafa ráðið Joe Montemurro sem eftirmann Sonia Bampastor sem tók við Chelsea í kjölfar þess að Emma Hayes tók við bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta. Téður Joe hefur áður stýrt Arsenal á Englandi og Juventus á Ítalíu. 19. júní 2024 22:46