Þarf ekki leyfi nágranna til að reka háværa daggæslu Árni Sæberg skrifar 12. september 2024 15:45 Börn hjá dagmóður eru ekki talin óeðlileg truflun gagnvart nágrönnum. Myndin er úr safni. FatCamera/Getty Dagmóðir þarf ekki að afla samþykkis allra íbúa fjölbýlishúss til þess að reka daggæslu þar. Húsfélag hússins hélt því fram að starfsemin raskaði friði í húsinu og rýrði virði íbúða í því. Í áliti Kærunefndar húsamála segir að húsfélagið hafi krafist þess að viðurkennt yrði að dagmóðurinni yrði gert að afla samþykkis allra eigenda í húsinu fyrir því að starfrækt væri daggæsla fyrir börn í eignarhluta hennar. Í eignarhluta hennar hafi verið starfrækt daggæsla frá 2. janúar 2024. Slíti sameigninni og valdi alls konar ónæði Húsfélagið hafi byggt á því að starfsemin hefði í för með sér aukinn umgang um sameignina. Engin lyfta sé í húsinu og þurfi börn þar af leiðandi, ásamt foreldrum, að ganga allan stigaganginn með tilheyrandi umgangi og ónæði snemma á morgnana og síðdegis. Þessu til viðbótar muni börnin þurfa útivistartíma á dvalartíma með tilheyrandi umgangi og hávaða sem felist í því að ferja fjölda ungbarna upp og niður stigaganginn. Þessi aukni umgangur um sameignina kalli eðlilega á tíðari þrif og hafi í för með sér aukið slit, ekki síst yfir vetrarmánuðina. Orðið hafi vart við hávaða og umgang sem berist frá starfseminni fram á stigagang og á hæðina fyrir neðan á dvalartíma. Tíðir hurðaskellir Um sé að ræða barnagrátur, skelli, dynki og hlaup. Þegar börn komi til dvalar á morgnana og þegar þau séu sótt síðdegis heyrist tíðir hurðarskellir, hávært fótatak þegar hlaupið sé upp og niður stiga, barnagrátur og bönk í handrið sem glymji um allt húsið. Þá megi telja líklegt að sú staða geti komið upp að eigendur fái ekki bílastæði á þeim tíma sem fjöldi barna komi í dvöl og séu sótt á sama tíma. Fólk nýti heimili sín með öðrum hætti en áður Í rökstuðningi húsfélagsins segir að nú til dags sé algengt að fólk vinni fjarvinnu að hluta til eða í heild, þar með taldir nokkrir íbúar í húsinu. Þá séu nokkrir íbúar oftar en ekki heimavið á dagvinnutíma, ýmist sökum aldurs, örorku eða fæðingarorlofs. Það fari því fjarri að hægt sé að halda því fram að daggæslustarfsemi sé í lagi fyrir þær sakir einar að hún sé stunduð á dagvinnutíma. Allt að einu þurfi að hafa í huga að fólk nýti íbúðir sínar með öðrum hætti í dag en það gerði fyrir aldarfjórðungi, einkum í kjölfar Covid og aukinnar fjarvinnu. Einnig hafi þetta áhrif á virði íbúðanna en margir kjósi að búa ekki í sama húsnæðinu og slík starfsemi fari fram. Þrífur sameignina eftir börnin Dagmóðirin hafi kveðið börnin koma í fyrsta lagi klukkan 08 á morgnana og fara í síðasta lagi klukkan 16 á daginn. Almennt fylgi starfseminni engir barnavagnar eða kerrur sem fari um eða séu í sameign, að því undanskildu að á mánudagsmorgnum komi einn barnavagn sem fari aftur á föstudegi. Farið sé með allt sorp beint í Sorpu en ekki í sameiginlega sorprennu og sorpgeymslu. Þá hafi hún þrifið sameignina þegar þess hafi verið þörf en farið sé yfir stigaganginn á hverjum eftirmiðdegi eftir að börnin séu farin. Mörkin á milli leyfilegra og óleyfilegra athafna í fjöleignarhúsum felist í því í hve ríkum mæli þær hafi óþægindi í för með sér fyrir nágranna. Annars vegar sé um að ræða frelsi eiganda til að hagnýta sína séreign með þeim hætti sem hann kjósi og hins vegar rétt nágranna til að njóta friðar í sinni eign. Þeir sem kjósi að búa í fjöleignarhúsi verði að sætta sig við ýmis „óþægindi“ innan vissra marka vegna hins nána sambýlis við nágranna sína en þeim sé aftur á móti ekki skylt að búa við viðvarandi verulegt ónæði. Séu einhverjir íbúar sérlega viðkvæmir fyrir áreiti eigi þeir ekki lögvarða kröfu á því að aðrir taki sérstakt tillit til viðkvæmni þeirra. Við mat á því hvað megi og hvað megi ekki verði að beita almennum kvarða. Um sé að ræða meginreglu nábýlis- og grenndarréttar. Það ónæði sem húsfélagið hafi talið upp, það er barnsgrátur, fótatak og glymur í handriði í sameign, falli undir almennan umgang og venjulegt heimilislíf. Geta ekki gert ráð fyrir næði á dagvinnutíma Í forsendum kærunefndarinnar segir að fyrir liggi rekstrarleyfi fyrir starfsemi tveggja dagmæðra í eignarhluta dagmóðurinnar þar sem þær geti samtals tekið á móti átta börnum í dagvistun. Sé þannig stunduð leyfisskyld atvinnustarfsemi í fjöleignarhúsinu sem einungis er ætlað til íbúðar. Við úrlausn þess hvort samþykkis annarra eigenda sé þörf í tilviki þessu verði þó að vera sýnt fram á að starfsemin hafi í för með sér röskun á lögmætum hagsmunum annarra eigenda. Í málatilbúnaði húsfélagsins hafi það nefnt að starfsemin hafi í för með sér aukinn umgang um sameignina á tímum sem börnin mæta til dagvistunar og eru sótt og einnig þegar þau þurfi að fara út, barnsgrátur, skelli, dynki, hlaup og þörf á tíðari þrifum á sameign. Kærunefnd telji að þessi atriði sem húsfélagið nefnir séu þó almennt lítilvæg metið samkvæmt sjónarmiðum nábýlisréttar um athafnafrelsi eigenda andspænis friðhelgi sameigenda. Þess utan sé um að ræða starfsemi sem fer fram á tímum þar sem íbúar geti almennt ekki gert ráð fyrir næði í fjöleignarhúsum og þá hafi engin gögn verið lögð fram sem sýna fram á hinn meinta óeðlilega umgang. Með hliðsjón af framangreindu telji nefndin að hér sé ekki um að ræða slíka röskun á lögmætum hagsmunum eigenda að starfsemin útheimti samþykki allra eigenda. Því sé kröfu húsfélagsins hafnað. Álit nefndarinnar hindrar ekki aðila í að leggja ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti. Nágrannadeilur Húsnæðismál Börn og uppeldi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Í áliti Kærunefndar húsamála segir að húsfélagið hafi krafist þess að viðurkennt yrði að dagmóðurinni yrði gert að afla samþykkis allra eigenda í húsinu fyrir því að starfrækt væri daggæsla fyrir börn í eignarhluta hennar. Í eignarhluta hennar hafi verið starfrækt daggæsla frá 2. janúar 2024. Slíti sameigninni og valdi alls konar ónæði Húsfélagið hafi byggt á því að starfsemin hefði í för með sér aukinn umgang um sameignina. Engin lyfta sé í húsinu og þurfi börn þar af leiðandi, ásamt foreldrum, að ganga allan stigaganginn með tilheyrandi umgangi og ónæði snemma á morgnana og síðdegis. Þessu til viðbótar muni börnin þurfa útivistartíma á dvalartíma með tilheyrandi umgangi og hávaða sem felist í því að ferja fjölda ungbarna upp og niður stigaganginn. Þessi aukni umgangur um sameignina kalli eðlilega á tíðari þrif og hafi í för með sér aukið slit, ekki síst yfir vetrarmánuðina. Orðið hafi vart við hávaða og umgang sem berist frá starfseminni fram á stigagang og á hæðina fyrir neðan á dvalartíma. Tíðir hurðaskellir Um sé að ræða barnagrátur, skelli, dynki og hlaup. Þegar börn komi til dvalar á morgnana og þegar þau séu sótt síðdegis heyrist tíðir hurðarskellir, hávært fótatak þegar hlaupið sé upp og niður stiga, barnagrátur og bönk í handrið sem glymji um allt húsið. Þá megi telja líklegt að sú staða geti komið upp að eigendur fái ekki bílastæði á þeim tíma sem fjöldi barna komi í dvöl og séu sótt á sama tíma. Fólk nýti heimili sín með öðrum hætti en áður Í rökstuðningi húsfélagsins segir að nú til dags sé algengt að fólk vinni fjarvinnu að hluta til eða í heild, þar með taldir nokkrir íbúar í húsinu. Þá séu nokkrir íbúar oftar en ekki heimavið á dagvinnutíma, ýmist sökum aldurs, örorku eða fæðingarorlofs. Það fari því fjarri að hægt sé að halda því fram að daggæslustarfsemi sé í lagi fyrir þær sakir einar að hún sé stunduð á dagvinnutíma. Allt að einu þurfi að hafa í huga að fólk nýti íbúðir sínar með öðrum hætti í dag en það gerði fyrir aldarfjórðungi, einkum í kjölfar Covid og aukinnar fjarvinnu. Einnig hafi þetta áhrif á virði íbúðanna en margir kjósi að búa ekki í sama húsnæðinu og slík starfsemi fari fram. Þrífur sameignina eftir börnin Dagmóðirin hafi kveðið börnin koma í fyrsta lagi klukkan 08 á morgnana og fara í síðasta lagi klukkan 16 á daginn. Almennt fylgi starfseminni engir barnavagnar eða kerrur sem fari um eða séu í sameign, að því undanskildu að á mánudagsmorgnum komi einn barnavagn sem fari aftur á föstudegi. Farið sé með allt sorp beint í Sorpu en ekki í sameiginlega sorprennu og sorpgeymslu. Þá hafi hún þrifið sameignina þegar þess hafi verið þörf en farið sé yfir stigaganginn á hverjum eftirmiðdegi eftir að börnin séu farin. Mörkin á milli leyfilegra og óleyfilegra athafna í fjöleignarhúsum felist í því í hve ríkum mæli þær hafi óþægindi í för með sér fyrir nágranna. Annars vegar sé um að ræða frelsi eiganda til að hagnýta sína séreign með þeim hætti sem hann kjósi og hins vegar rétt nágranna til að njóta friðar í sinni eign. Þeir sem kjósi að búa í fjöleignarhúsi verði að sætta sig við ýmis „óþægindi“ innan vissra marka vegna hins nána sambýlis við nágranna sína en þeim sé aftur á móti ekki skylt að búa við viðvarandi verulegt ónæði. Séu einhverjir íbúar sérlega viðkvæmir fyrir áreiti eigi þeir ekki lögvarða kröfu á því að aðrir taki sérstakt tillit til viðkvæmni þeirra. Við mat á því hvað megi og hvað megi ekki verði að beita almennum kvarða. Um sé að ræða meginreglu nábýlis- og grenndarréttar. Það ónæði sem húsfélagið hafi talið upp, það er barnsgrátur, fótatak og glymur í handriði í sameign, falli undir almennan umgang og venjulegt heimilislíf. Geta ekki gert ráð fyrir næði á dagvinnutíma Í forsendum kærunefndarinnar segir að fyrir liggi rekstrarleyfi fyrir starfsemi tveggja dagmæðra í eignarhluta dagmóðurinnar þar sem þær geti samtals tekið á móti átta börnum í dagvistun. Sé þannig stunduð leyfisskyld atvinnustarfsemi í fjöleignarhúsinu sem einungis er ætlað til íbúðar. Við úrlausn þess hvort samþykkis annarra eigenda sé þörf í tilviki þessu verði þó að vera sýnt fram á að starfsemin hafi í för með sér röskun á lögmætum hagsmunum annarra eigenda. Í málatilbúnaði húsfélagsins hafi það nefnt að starfsemin hafi í för með sér aukinn umgang um sameignina á tímum sem börnin mæta til dagvistunar og eru sótt og einnig þegar þau þurfi að fara út, barnsgrátur, skelli, dynki, hlaup og þörf á tíðari þrifum á sameign. Kærunefnd telji að þessi atriði sem húsfélagið nefnir séu þó almennt lítilvæg metið samkvæmt sjónarmiðum nábýlisréttar um athafnafrelsi eigenda andspænis friðhelgi sameigenda. Þess utan sé um að ræða starfsemi sem fer fram á tímum þar sem íbúar geti almennt ekki gert ráð fyrir næði í fjöleignarhúsum og þá hafi engin gögn verið lögð fram sem sýna fram á hinn meinta óeðlilega umgang. Með hliðsjón af framangreindu telji nefndin að hér sé ekki um að ræða slíka röskun á lögmætum hagsmunum eigenda að starfsemin útheimti samþykki allra eigenda. Því sé kröfu húsfélagsins hafnað. Álit nefndarinnar hindrar ekki aðila í að leggja ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.
Nágrannadeilur Húsnæðismál Börn og uppeldi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira