Hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum og bölvar gallaðri reiknivél Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 19:18 Kristófer Már Maronsson, hagfræðingur, bölvar gallaðri reiknivél TR og birtir leiðréttingar á útreikningum sínum. Getty Kristófer Már Maronsson, hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir galla í reiknivél TR hafa valdið því að útreikningar hans á ráðstöfunartekjum einstæðrar móður á örorkubótum voru kolrangir. Hann hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum með greininni. Kristófer birti skoðanagreinina „Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða“ á Vísi í gær sem svar við greininni „Við mótmælum..“ eftir Ragnar Þór, formann VR og Ásthildi Lóu, þingmanns Flokks fólksins, þar sem þau hvöttu fólk til mótmæla háu vaxtastigi. Þar tók hann dæmi um einstæða móður á örorkubótum í erfiðri stöðu og notaði til þess reiknivél á vef TR til að áætla ráðstöfunartekjur hennar. Greinin vakti mikla athygli og kom á daginn að hún var uppfull af rangfærslum vegna galla í reiknivélinni sem Kristófer notaði. Meðal þeirra sem vöktu athygli á rangfærslunum var Ragnar Þór. Hann sagði að ekki nóg með að greinin væri uppfull af rangfærslum heldur vildi Kristófer gefa til kynna að helsti drifkraftur verðbólgu væru launahækkanir og að lönd sem hafi haft jákvæða raunvexti og lágar launahækkanir hafi gengið betur í baráttunni við verðbólgu. Þegar lönd eins og Svíþjóð og Þýskaland væru skoðuð sæist að það væri ekki rétt. Vísaði í gögnin í góðri trú Kristófer hefur gengist við vitlausum útreikningum sínum í nýrri grein á Vísi í kvöld. Honum þykir miður að hafa gert slík mistök en hann hafi treyst á reiknivél TR sem hafi síðan reynst gölluð. „Margir hafa sagt mér, misfallega, að ég hefði nú átt að vita að þessi niðurstaða gæti ekki verið rétt,“ skrifar Kristófer um ráðstöfunartekjur einstæðrar móður sem hann reiknaði út að væru 688 þúsund á mánuði eftir skatt. Hann segist hafa í einfeldni sinni haldið að hann væri með réttar tölur í höndunum þegar hann skoðaði reiknivél opinberrar stofnunar. „Mér hefur verið gert ljóst að þessi opinberu gögn eru röng sem ég vísaði í - í góðri trú. Reiknivélin hefur nú verið tekin úr umferð, sem er vel og rétt hjá TR á meðan unnið er að viðgerð á henni,“ skrifar Kristófer. Nýir útreikningar Kristófer birtir í greininni uppfærða útreikninga sem hann segist hafa fengið eftir að hafa ráðfært sig við fólk sem væri vel að sér í örorkulífeyriskerfinu. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að séu bætur frá TR eftir skatt lagðar saman við barna- og vaxtabætur fái einstæða móðirin 598 þúsund krónur á mánuði. Því til viðbótar fái hún 16.667 krónur í vaxtastuðning í ár sem hún geti notað til að lækka afborgun húsnæðislánsins. Þetta sé þó allt saman eftir að hann gefi sér ákveðnar forsendur, t.d. um eignastöðu, en hann birtir niðurstöðurnar á Google Sheets og segir að talan gæti verið einhvers staðar á þessu bili séu ekki fleiri villur í reiknivél eða á vefsíðu TR. „Ég var ekki að gera lítið úr öryrkjum“ Þá segir Kristófer að meiningin með greininni hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum eða segja að einstæða móðirin hefði það bara sæmilegt. Hann hafi verið að biðja fólk um að dæma hvort ráðstöfunartekjurnar væru glæpsamlegt ofbeldi. „Miðað við uppfærðar ráðstöfunartekjur og þær forsendur sem gefnar voru upp um afborganir þá væri afborgun af verðtryggðu láni um 26% af ráðstöfunartekjum (155 þús. kr. á mánuði) og af óverðtryggðu láni um 45% af ráðstöfunartekjum (270 þús. kr. á mánuði) án sérstaks vaxtastuðnings,“ skrifar hann. Þá segir hann að kerfi þjóðarinnar séu flókin hvort sem það sé örorkulífeyris-, barnabóta- eða skattkerfið. Hans persónulega skoðun sé sú að þessi einstæða móðir sem vitnað er í geti ráðið við afborgun á verðtryggðu láni miðað við þær forsendur sem séu gefnar. Loks segist Kristófer munu svara Ragnari Þór sérstaklega í grein. Efnahagsmál Verðlag Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármál heimilisins Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
Kristófer birti skoðanagreinina „Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða“ á Vísi í gær sem svar við greininni „Við mótmælum..“ eftir Ragnar Þór, formann VR og Ásthildi Lóu, þingmanns Flokks fólksins, þar sem þau hvöttu fólk til mótmæla háu vaxtastigi. Þar tók hann dæmi um einstæða móður á örorkubótum í erfiðri stöðu og notaði til þess reiknivél á vef TR til að áætla ráðstöfunartekjur hennar. Greinin vakti mikla athygli og kom á daginn að hún var uppfull af rangfærslum vegna galla í reiknivélinni sem Kristófer notaði. Meðal þeirra sem vöktu athygli á rangfærslunum var Ragnar Þór. Hann sagði að ekki nóg með að greinin væri uppfull af rangfærslum heldur vildi Kristófer gefa til kynna að helsti drifkraftur verðbólgu væru launahækkanir og að lönd sem hafi haft jákvæða raunvexti og lágar launahækkanir hafi gengið betur í baráttunni við verðbólgu. Þegar lönd eins og Svíþjóð og Þýskaland væru skoðuð sæist að það væri ekki rétt. Vísaði í gögnin í góðri trú Kristófer hefur gengist við vitlausum útreikningum sínum í nýrri grein á Vísi í kvöld. Honum þykir miður að hafa gert slík mistök en hann hafi treyst á reiknivél TR sem hafi síðan reynst gölluð. „Margir hafa sagt mér, misfallega, að ég hefði nú átt að vita að þessi niðurstaða gæti ekki verið rétt,“ skrifar Kristófer um ráðstöfunartekjur einstæðrar móður sem hann reiknaði út að væru 688 þúsund á mánuði eftir skatt. Hann segist hafa í einfeldni sinni haldið að hann væri með réttar tölur í höndunum þegar hann skoðaði reiknivél opinberrar stofnunar. „Mér hefur verið gert ljóst að þessi opinberu gögn eru röng sem ég vísaði í - í góðri trú. Reiknivélin hefur nú verið tekin úr umferð, sem er vel og rétt hjá TR á meðan unnið er að viðgerð á henni,“ skrifar Kristófer. Nýir útreikningar Kristófer birtir í greininni uppfærða útreikninga sem hann segist hafa fengið eftir að hafa ráðfært sig við fólk sem væri vel að sér í örorkulífeyriskerfinu. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að séu bætur frá TR eftir skatt lagðar saman við barna- og vaxtabætur fái einstæða móðirin 598 þúsund krónur á mánuði. Því til viðbótar fái hún 16.667 krónur í vaxtastuðning í ár sem hún geti notað til að lækka afborgun húsnæðislánsins. Þetta sé þó allt saman eftir að hann gefi sér ákveðnar forsendur, t.d. um eignastöðu, en hann birtir niðurstöðurnar á Google Sheets og segir að talan gæti verið einhvers staðar á þessu bili séu ekki fleiri villur í reiknivél eða á vefsíðu TR. „Ég var ekki að gera lítið úr öryrkjum“ Þá segir Kristófer að meiningin með greininni hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum eða segja að einstæða móðirin hefði það bara sæmilegt. Hann hafi verið að biðja fólk um að dæma hvort ráðstöfunartekjurnar væru glæpsamlegt ofbeldi. „Miðað við uppfærðar ráðstöfunartekjur og þær forsendur sem gefnar voru upp um afborganir þá væri afborgun af verðtryggðu láni um 26% af ráðstöfunartekjum (155 þús. kr. á mánuði) og af óverðtryggðu láni um 45% af ráðstöfunartekjum (270 þús. kr. á mánuði) án sérstaks vaxtastuðnings,“ skrifar hann. Þá segir hann að kerfi þjóðarinnar séu flókin hvort sem það sé örorkulífeyris-, barnabóta- eða skattkerfið. Hans persónulega skoðun sé sú að þessi einstæða móðir sem vitnað er í geti ráðið við afborgun á verðtryggðu láni miðað við þær forsendur sem séu gefnar. Loks segist Kristófer munu svara Ragnari Þór sérstaklega í grein.
Efnahagsmál Verðlag Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármál heimilisins Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira