„Við sáum átta metra ofan í jörðina“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. september 2024 20:02 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík horfir átta metra niður í jörðina af brún sprungunnar sem liggur í gegnum Hópið. Vísir/Sigurjón Sprungan sem liggur í gegnum Hópið í Grindavík nær niður á grunnvatn, allt að þrettán metra niður í jörðina. Ekki er öruggt að vera í húsinu og þarf þónokkur vinna að fara fram áður en hægt yrði að hleypa fólki þar inn. Bæjarfulltrúar kynntu sér aðstæður í skemmdum byggingum í Grindavík í dag og menningarmiðstöðin Kvikan var opin í fyrsta sinn í tíu mánuði. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að ákveðið hafi verið að fresta niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins í Grindavík, með það fyrir augum að mögulega breyta húsinu í safn. Í dag gafst bæjarstjóra og öðrum bæjarfulltrúum tækifæri til að kynna sér aðstæður í húsinu, og það í öryggislínu í fylgd öryggisstjóra. „Það gafst kostur á því að fara hérna út á brúnina í öryggisbúnaði og líta ofan í þetta. Við sáum þarna átta metra ofan í jörðina og annars staðar í húsinu er dýptin þrettán metrar og nær niður í grunnvatn. Þannig þetta var mjög sérstök upplifun að koma hingað og fá að skoða þetta,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík. „Það er eiginlega bara mjög sérkennileg tilfinning að sjá þessa miklu bergstuðla sem eru þarna fyrir neðan og geta einhvern veginn áttað sig á því með eigin augum hvað þetta hefur gliðnað mikið og hvað átökin hafa verið mikil, enda er húsið náttúrlega vel laskað fyrir bragðið,“ segir Fannar. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í dag segir að Hópið sé ekki öruggt fyrir fólk miðað við ástand hússins í dag. Það verði ekki hægt „nema húsið verði metið öruggt af þar til bærum aðilum.“ Þá er talin töluverð hætta á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum, en landris er hafið að nýju á svæðinu. Líkt og áður segir stóð að rífa húsið, meðal annars af öryggissjónarmiðum, áður en því var slegið á frest. Eru aðstæður breyttar hvað það varðar? „Nei það þarf að styrkja húsið. Það þarf að loka hérna gaflinum og passa upp á það að stálgrindin, að hún sé í nógu góðu lagi til að halda uppi þessu mannvirki. Þannig það er næsta verk að kanna það betur,“ svarar Fannar. Svo djúp er sprungan að varla sést til botns þótt lýst sé niður í hana.Vísir/Sigurjón „Það var ákveðið alla veganna að bíða með það að farga húsinu. Það verður ekki aftur tekið ef að mönnum sýnist kannski að það hefði verið hægt að nota þetta eða það kæmi til með að vera góður sýningargripur hérna. Og sprungan þessi stóra hún er varin fyrir veðri og vindum, þannig að það er nú eitt af því sem þarf að huga að ef það á að hafa einhvers konar sýningarsvæði hér innan bæjar og þetta er auðvitað kannski tækifæri til þess. En málið er ekki komið lengra en þetta en við ætlum ekki að farga því að svo komnu.“ Fannar Jónasson bæjarstjóri kynnti sér aðstæður í Hópinu ásamt bæjarfulltrúum í dag.Vísir/Sigurjón Næst lá leiðin yfir á hjúkrunarheimilið Víðihlíð sem varð verulega illa úti í jarðhræringum þann tíunda nóvember í fyrra. Íbúðin sem sjá má á meðfylgjandi myndum skemmdist hvað mest en íbúi sem var heima slapp með skrekkinn þegar skjálftinn reið yfir. Íbúðin á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð er verulega illa farin.Vísir/Sigurjón Þá eru skemmdirnar á viðbyggingu við eldri hluta hússins gríðarlegar. „Viðbyggingin hefur beinlínis bara rifnað frá. Ætli það séu ekki svona fjörutíu sentímetrar bara sprungan sem er hér upp eftir öllu og klýfur húsið í sundur,“ segir Fannar. „Þessi milli bygging hérna þar sem voru íbúðir eldri borgara hún er algjörlega, gjörsamlega ónýt.“ Sjá má vel að gangur viðbyggingarinnar er verulega skakkur og allt á skjön, rúður brotnar og sprungur í veggjum. Hinu meginn við þröskuldinn við hinn enda gangsins er hálfkláruð, ný viðbygging sem stendur nær óskemmd. „Hér átti að vera hér félagsaðstaða eldri borgara og á efri hæðinni ætluðum við að vera með heilsugæslu,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur. Húsið er nær klofið í sundur og heldur áfram að gliðna.Vísir/Sigurjón „Það er verið að meta núna burðarvirki veit ég þannig það kemur í ljós. En það er sorglegt að sjá hérna hvernig blasir raunveruleikin svolítið fyrir okkur,“ spurð um framtíð hússins. Mikill manngangur í Kvikunnin Það ríkti þó öllu meiri bjartsýni í menningarmiðstöðinni Kvikunni sem var opin í dag í fyrsta sinn síðan í nóvember. „Það er búinn að vera mikill manngangur og mikið af fólki síðan við opnuðum klukkan tíu í morgun, mun meira en við bjuggumst við,“ segir Elínborg Ingvarsdóttir, forstöðumaður Þrumunnar, félagsmiðstöðvar fyrir börn og unglinga í Grindavík, sem nú stendur vaktina í Kvikunni. Síðast var opið í nóvember í fyrra, en almannavarnir hafa notað húsnæðið annað slagið undanfarna mánuði á meðan jarðhræringar hafa staðið yfir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að ákveðið hafi verið að fresta niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins í Grindavík, með það fyrir augum að mögulega breyta húsinu í safn. Í dag gafst bæjarstjóra og öðrum bæjarfulltrúum tækifæri til að kynna sér aðstæður í húsinu, og það í öryggislínu í fylgd öryggisstjóra. „Það gafst kostur á því að fara hérna út á brúnina í öryggisbúnaði og líta ofan í þetta. Við sáum þarna átta metra ofan í jörðina og annars staðar í húsinu er dýptin þrettán metrar og nær niður í grunnvatn. Þannig þetta var mjög sérstök upplifun að koma hingað og fá að skoða þetta,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík. „Það er eiginlega bara mjög sérkennileg tilfinning að sjá þessa miklu bergstuðla sem eru þarna fyrir neðan og geta einhvern veginn áttað sig á því með eigin augum hvað þetta hefur gliðnað mikið og hvað átökin hafa verið mikil, enda er húsið náttúrlega vel laskað fyrir bragðið,“ segir Fannar. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í dag segir að Hópið sé ekki öruggt fyrir fólk miðað við ástand hússins í dag. Það verði ekki hægt „nema húsið verði metið öruggt af þar til bærum aðilum.“ Þá er talin töluverð hætta á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum, en landris er hafið að nýju á svæðinu. Líkt og áður segir stóð að rífa húsið, meðal annars af öryggissjónarmiðum, áður en því var slegið á frest. Eru aðstæður breyttar hvað það varðar? „Nei það þarf að styrkja húsið. Það þarf að loka hérna gaflinum og passa upp á það að stálgrindin, að hún sé í nógu góðu lagi til að halda uppi þessu mannvirki. Þannig það er næsta verk að kanna það betur,“ svarar Fannar. Svo djúp er sprungan að varla sést til botns þótt lýst sé niður í hana.Vísir/Sigurjón „Það var ákveðið alla veganna að bíða með það að farga húsinu. Það verður ekki aftur tekið ef að mönnum sýnist kannski að það hefði verið hægt að nota þetta eða það kæmi til með að vera góður sýningargripur hérna. Og sprungan þessi stóra hún er varin fyrir veðri og vindum, þannig að það er nú eitt af því sem þarf að huga að ef það á að hafa einhvers konar sýningarsvæði hér innan bæjar og þetta er auðvitað kannski tækifæri til þess. En málið er ekki komið lengra en þetta en við ætlum ekki að farga því að svo komnu.“ Fannar Jónasson bæjarstjóri kynnti sér aðstæður í Hópinu ásamt bæjarfulltrúum í dag.Vísir/Sigurjón Næst lá leiðin yfir á hjúkrunarheimilið Víðihlíð sem varð verulega illa úti í jarðhræringum þann tíunda nóvember í fyrra. Íbúðin sem sjá má á meðfylgjandi myndum skemmdist hvað mest en íbúi sem var heima slapp með skrekkinn þegar skjálftinn reið yfir. Íbúðin á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð er verulega illa farin.Vísir/Sigurjón Þá eru skemmdirnar á viðbyggingu við eldri hluta hússins gríðarlegar. „Viðbyggingin hefur beinlínis bara rifnað frá. Ætli það séu ekki svona fjörutíu sentímetrar bara sprungan sem er hér upp eftir öllu og klýfur húsið í sundur,“ segir Fannar. „Þessi milli bygging hérna þar sem voru íbúðir eldri borgara hún er algjörlega, gjörsamlega ónýt.“ Sjá má vel að gangur viðbyggingarinnar er verulega skakkur og allt á skjön, rúður brotnar og sprungur í veggjum. Hinu meginn við þröskuldinn við hinn enda gangsins er hálfkláruð, ný viðbygging sem stendur nær óskemmd. „Hér átti að vera hér félagsaðstaða eldri borgara og á efri hæðinni ætluðum við að vera með heilsugæslu,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur. Húsið er nær klofið í sundur og heldur áfram að gliðna.Vísir/Sigurjón „Það er verið að meta núna burðarvirki veit ég þannig það kemur í ljós. En það er sorglegt að sjá hérna hvernig blasir raunveruleikin svolítið fyrir okkur,“ spurð um framtíð hússins. Mikill manngangur í Kvikunnin Það ríkti þó öllu meiri bjartsýni í menningarmiðstöðinni Kvikunni sem var opin í dag í fyrsta sinn síðan í nóvember. „Það er búinn að vera mikill manngangur og mikið af fólki síðan við opnuðum klukkan tíu í morgun, mun meira en við bjuggumst við,“ segir Elínborg Ingvarsdóttir, forstöðumaður Þrumunnar, félagsmiðstöðvar fyrir börn og unglinga í Grindavík, sem nú stendur vaktina í Kvikunni. Síðast var opið í nóvember í fyrra, en almannavarnir hafa notað húsnæðið annað slagið undanfarna mánuði á meðan jarðhræringar hafa staðið yfir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira