14 pör eða hjón í Hrunamannahreppi eiga von á barni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2024 14:05 Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, sem veit um að minnsta kosti 14 pör í sveitarfélaginu, sem eiga von á barni á næstu vikum. Hún er að sjálfsögðu alsæl með fjölgun íbúa ísveitarfélaginu og alla þá uppbyggingu, sem á sér þar stað. Aðsend Sjaldan eða aldrei hefur verið ein mikil uppbygging á Flúðum eins og núna því um 70 íbúðir eru þar í byggingu. Samhliða er mikil fjölgun í sveitarfélaginu en þegar síðast var vitað eiga fjórtán pör á Flúðum og næsta nágrenni von á barni á næstu vikum. Flúðir tilheyra sveitarfélaginu Hrunamannahreppi en alls staðar í kringum þorpið eru myndarlegar sveitir þar sem bændur og búalið eru að gera góða hluti. Þegar ekið er um Flúðir má víða sjá að það er verið að byggja ný raðhús, parhús og einbýlishús. Aldís Hafsteinsdóttir er sveitarstjóri Hrunamannahrepps. „Ætli það sé ekki búið að úthluta núna lóðum fyrir 60 til 70 íbúðir og ekkert lát á og þessi hús er að rísa. Við vorum að malbika nýjustu götuna bara í gær og að öllum líkindum verða auglýstar lóðir við nýja götu í kringum áramót, þannig að við finnum fyrir miklum meðbyr og það er mjög ánægjulegt. Það er auðvitað líka ánægjulegt þegar fólk tekur eftir því og uppgötvar hversu gott það er að fara aðeins nær rótunum og vera úti á landi og uppgötva Ísland með öðrum hætti en fólk gerir kannski almennt,“ segir Aldís. Ný hús spretta upp á Flúðum eins og ekkert sé enda er allt að gerast þar þegar um uppbyggingu húsnæðis er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segir að allskonar fólk sé að byggja og flytja á Flúðir, það sé svo skemmtilegt. „Ég var til dæmis núna búin að vera að tala við ungar konur hér í morgun og það er að fjölga hér í árgöngum. Ætli það séu ekki allavega fjórtán börn heyrist mér, sem eru að fæðast hér í hreppnum bara á þessu ári, þannig að það er bæði það að Hrunamenn eru sjálfir að fjölga sér og síðan er að flytja hingað fólk bæði, sem er að minnka við sig húsnæði og fólk, sem getur unnið að heiman,“ segir sveitarstjórinn alsæl með fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Mikið er byggt á Flúðum þessi misserin og hafa iðnaðarmenn og eigendur húsanna nóg að gera við að koma þeim upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðir er vinsæll staður en í dag búa í Hrunamannahreppi alls um 960 íbúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Byggingariðnaður Börn og uppeldi Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Flúðir tilheyra sveitarfélaginu Hrunamannahreppi en alls staðar í kringum þorpið eru myndarlegar sveitir þar sem bændur og búalið eru að gera góða hluti. Þegar ekið er um Flúðir má víða sjá að það er verið að byggja ný raðhús, parhús og einbýlishús. Aldís Hafsteinsdóttir er sveitarstjóri Hrunamannahrepps. „Ætli það sé ekki búið að úthluta núna lóðum fyrir 60 til 70 íbúðir og ekkert lát á og þessi hús er að rísa. Við vorum að malbika nýjustu götuna bara í gær og að öllum líkindum verða auglýstar lóðir við nýja götu í kringum áramót, þannig að við finnum fyrir miklum meðbyr og það er mjög ánægjulegt. Það er auðvitað líka ánægjulegt þegar fólk tekur eftir því og uppgötvar hversu gott það er að fara aðeins nær rótunum og vera úti á landi og uppgötva Ísland með öðrum hætti en fólk gerir kannski almennt,“ segir Aldís. Ný hús spretta upp á Flúðum eins og ekkert sé enda er allt að gerast þar þegar um uppbyggingu húsnæðis er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segir að allskonar fólk sé að byggja og flytja á Flúðir, það sé svo skemmtilegt. „Ég var til dæmis núna búin að vera að tala við ungar konur hér í morgun og það er að fjölga hér í árgöngum. Ætli það séu ekki allavega fjórtán börn heyrist mér, sem eru að fæðast hér í hreppnum bara á þessu ári, þannig að það er bæði það að Hrunamenn eru sjálfir að fjölga sér og síðan er að flytja hingað fólk bæði, sem er að minnka við sig húsnæði og fólk, sem getur unnið að heiman,“ segir sveitarstjórinn alsæl með fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Mikið er byggt á Flúðum þessi misserin og hafa iðnaðarmenn og eigendur húsanna nóg að gera við að koma þeim upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðir er vinsæll staður en í dag búa í Hrunamannahreppi alls um 960 íbúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Byggingariðnaður Börn og uppeldi Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira